Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Page 104
skólans i Rvík. Unnið var i Rvik að byggingu Breiða-
gerðisskóla, RéttarhoRsskóla, Hagaskóla, Hlíðaskóla,
Vogaskóla og Laugalækjarskóla. Nýtt barnaheimili,
Hagaborg, tók til starfa í Rvik. Tborvaldsensfélagið
hóf byggingu vöggustofu í Rvík. Lokið var bygg-
ingu kvikmyndahúss i Laugarási í Rvík, og unnið
var að húsi Trípólíbíós. Unnið var áfram að bygg-
ingu bændahúss í Rvík. Unnið var að byggingu I-
þrótta- og sýningarhúss í Rvik. Unnið var að húsi
Fiskifélags íslands i Rvik. Á ReykjavíkurflugveRi
var unnið að flugstöðvarhúsi. Lokið var byggingu
húss Almennra trygginga í Rvík. Unnið var að bygg-
ingu húss Kassagerðar Reykjavikur. Hestamanna-
félagið Fákur reisti hlöðu og hesthús fyrir rúm-
lega eitt hundrað hesta. Unnið var að byggingu nýrr-
ar sundlaugar í grennd við gömlu sundlaugarnar
í Rvik. Unnið var að sundlaug Vesturbæjar í Rvik.
Lokið var byggingu barna- og ungRngaskólahúss
á Seltjarnarnesi. Hafinn var undirbúningur að því
að reisa rannsóknamiðstöð á Keldum. Hafin var
bygging nýs skólahúss i MosfeRssveit. Ýmsar fram-
kvæmdir voru á Reykjalundi. Skolpleiðslukerfi var
lagt um Álafoss- og Reykjalundarhverfi. Unnið var
að undirbúningi að lagningu vatnsveitu i Mosfells-
sveit. Reist var nýtt prestsseturshús á MosfeRi í
Mosfellssveit. Unnið var að smið fjölda íbúðarhúsa
í Kópavogi. Unnið var að Kópavogskirkju, og var
hornsteinn hennar lagður 20. nóvember. Byggt var
fimleikahús í Kópavogi. Þar var og unnið að smíð
gagnfræðaskólahúss og að stækkun Kársnesskóla.
Unnið var að viðbótarbyggingu við fávitahælið í
Kópavogi. — ARmörg íbúðarhús voru byggð i Garða-
hreppi. Unnið var að kirkjubyggingu í Görðum á
Álftanesi. Talsvert var um íbúðarhúsabyggingar í
Hafnarfirði. Þar var unnið að smið póst- og síma-
húss og smábarnaskóla. Brjóstmynd af Þórði Edi-
lonssyni lækni var reist i Hafnarfirði. Lokið var
(98)