Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Side 113
Vestur-Þýzkalands), freðsíld (aðallega til Póllands,
Austur- og Vesíur-Þýzkalands, Rúmeníu og Fær-
eyja), ull (mest til Bandaríkjanna, dálítið til Vest-
ur-Þýzkalands, Ungverjalands, Bretlands og Dan-
merkur), niðursoðinn fiskur (mest til Tékkóslóvakíu,
nokkuð til Finnlands, Danmerkur og Fraltklands),
karfalýsi (aðallega til Noregs og Vestur-Þýzkalands),
söltuð beituhrogn (aðallega til Frakklands, dálítið
til Noregs), fryst hvalkjöt (til Bretlands og Banda-
ríkjanna), fryst hrogn (aðallega til Bretlandst,
gamlir málmar (aðallega til Vestur-Þýzkalands, Hol-
lands og Belgiu), loðskinn (aðallega til Bretlands
og Vestur-Þýzkalands), söltuð þunnildi (aðallega til
Italíu, dálítið til Trinidad), skinn og húðir (eink-
um til Bretlands og Vestur-Þýzkalands) og garnir
(aðallega til Finnlands og Téklróslóvakíu).
Nýjar efnahagsráðstafanir voru gerðar í janúar-
lok. Útflutningssjóður var þá afnuminn, bótagreiðsl-
ur almannatrygginga hækkaðar, tekjuskattur á lág-
um launum afnuminn. Lagður var á nýr almennur
söluskattur, og skyldi fimmti hluti hans renna til
sveitrafélaga. Uppbótakerfið var að mestu afnumið
og ákvæði sett um það, að óheimilt væri að miða
kaupgjaid við vísitölu. Innflutningsskrifstofan var
lögð niður (frá 1. júní). í febrúar hækkuðu almenn-
ir innlánsvextir úr 5% í 9% og almennir vixilvext-
ir úr 7% í 11%. Ný skráning íslenzkrar krónu liófst
22. febr. Varð þá kaupgengi Bandaríkjadollars 38,00
isl. kr., en sölugengi hans 38,10 kr., kaupgengi sterl-
ingspunds 106,50 ísl. kr., en sölugengi þess 106,84
lcr. og gengi annars erlends gjaldeyris breyttist i
samræmi við það. 29. des. voru innláns- og útláns-
vextir bankanna lækkaðir um 2%. Þá var tekinn
upp nýr innlánsflokkur, fé bundið til eins árs, er
ber 9% vexti.
Samþykkt voru lög um Verzlunarbanka Islands.
(107)