Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 45
Reikistjörnurnar (frh.).
Möndulsnúningstímar (miðað við fastastjörnur) í dögum: Merkúr-
íus 59. Venus 243 (réttsælis). Jörðin 1,00. Mars 1,03. Júpíter0,41 (við
miðbaug). Satúrnus 0,43 (við miðbaug). Úranus 0,45 (réttsælis).
Neptúnus 0,66. Piútó 6,4.
Lengd dagsins í jarðneskum dögum: Merkúríus 176 (meðaltal).
Venus 117. Jörðin 1,00. Mars 1,03. Júpíter 0,41 (við miðbaug).
Satúrnus 0,43 (við miðbaug). Úranus 0,45. Neptúnus 0,66. Plútó 6,4.
Fjöldi tungla: Merkúríus 0. Venus 0. Jörðin 1. Mars 2. Júpíter 12.
Satúmus 10. Úranus 5. Neptúnus 2. Plútó 0.
Vetrarbrautarkerfið.
Breidd = 100 þúsund ljósár (1 ljósár = 9,5 milljón milljón km).
Fjarlægð sóiar frá miðju vetrarbrautarinnar = 30 þúsund ljósár.
Brautarhraði sólar um miðju vetrarbrautarinnar = 250 km/s.
Umferðartími sólar um miðju vetrarbrautarinnar = 200 milljón ár.
Meðalfjarlægð milli stjama í vetrarbrautinni = 5 ljósár.
Fjöldi stjarna í vetrarbrautinni = hundrað þúsund milljónir.
Alheimurinn.
Meðalfjariægð milli vetrarbrauta = 3 milljón ljósár.
Utþensla alheimsins = 35 km/s fyrir hver milljón ljósár.
Fjarlægðin til endimarka hins sýnilega heims = tíu þús. milljón ljósár.
Fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega heimi = hundrað þúsund
milljónir.
Aldur alheimsins (frá því að útþenslan byrjaði, hafi hún haldizt
óbreytt) = tíu þúsund milljón ár.
TÍMASKIPTING JARÐARINNAR
Myndin á bls. 42 sýnir hve mörgum stundum þarf að bæta við (+)
eða draga frá (—) íslenzkum tíma ti) að finna hvað klukkan er að
staðaltíma annars staðar á jörðinni.
Við jaðra kortsins efst og neðst eru reitir, sem afmarka svonefnd
tímabelti, sem liggja beint frá norðri til suðurs milli heimskauta.
Þessi einfalda og reglulega beltaskipting gildir á úthöfum og í
lofti við siglingar og fiug. Á landi eru hins vegar víða frávik frá
beltatímanum, eftir því sem hagkvæmast hefur þótt í hverju ríki.
Þannig eru t. d. ísland, Bretland, Spánn, Frakkland og öll Sovét-
ríkin 1 klst. á undan beltatíma.
Nokkur lönd fylgja tíma sem ekki víkur heilum stundafjölda frá
íslenzkum tíma. Þetta er sýnt á kortinu með tölum, sem tákna frá-
vikið í mínútum frá viðkomandi stundafjölda. Dæmi um þetta er
Indland, þar sem klukkan er 5 stundum og 30 mínútum á undan
•slenzkum tíma, og Labrador, þar sem klukkan er 3 stundum og
30 mínútum á eftir íslenzkum tíma.
Nánari skýringar er að finna í almanakinu fyrir 1970.
I
(43)