Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 50
UM HEIMILDIR OG ÚTREIKNING ALMANAKSINS
Aðalheimildin að hinum stjörnufræðilega hluta almanaksins er nú
sem undanfarin ár brezk-bandaríska aimanakið The Astronomical
Ephemeris, sem einnig er gefið út undir nafninu The American
Ephemeris and Nautical Almanac. Töflur þess almanaks eru reikn-
aðar í almanaks- og reiknistofnunum í Bandaríkjunum, Bretiandi,
Þýzkaiandi, Frakklandi, Rússlandi og Spáni. í þeim er að finna
upplýsingar um himinstöður sólar, tungls og reikistjarna, sem
síðan eru lagðar til grundvallar við útreikninga íslenzka almanaks-
ins.
í almanakinu í ár eru flestar tölur um gang himinhnatta á íslandi
reiknaðar með tölvu Reiknistofnunar Háskólans (IBM 1620). Við
útreikning stjörnumyrkva var stuðzt við gögn frá brezku almanaks-
skrifstofunni (H. M. Nautical Almanac Office, Royal Greenwich
Observatory) og ritið Apparent Places of Fundamental Stars 1971,
sem út er gefið af hinni stjömufræðiiegu reiknistofnun (Astro-
nomisches Rechen-Institut) í Heidelberg. Bandaríska almanaks-
skrifstofan (Nautical Almanac Office, U.S. Naval Observatory)
annaðist útreikning sólmyrkva fyrir Reykjavík á sama hátt og áður.
Flóðtöflurnar hafa nú sem fyrr verið unnar í sjávarfallastofnun
(Tidal Institute and Observatory) háskólans í Liverpool fyrir milli-
göngu sjómælingadeildar Vitamálaskrifstofunnar. Uppdrátturinn
sem sýnir seguláttir á íslandi, er gerður hjá Raunvísindastofnun
Háskólans eftir kanadískum flugmælingum frá árinu 1965, og þeim
breytingum sem mælzt hafa í segulmælingastöð Raunvísinda-
stofnunarinnar. Uppdrættinum sem sýnir tímaskiptingu jarðarinnar
hefur ekki verið breytt frá því á sl. ári.
LÖG UM ALMANÖK
Samkvæmt lögum nr. 25, 27. júní 1921, hefur Háskóli íslands
einkarétt til að gefa út og selja eða afhenda með öðrum hætti
almanök og dagatöl á íslandi. (Sjá nánari greinargerð í almanaki
fyrir 1966.)
Hið íslenzka þjóðvinafélag hefur með samningi keypt einkaleyfi
þetta í ár (1971), og nær það til allra almanaka í bókarformi.
(48)