Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 175
heldur ekki meira. Hálfan daginn gekk það eins og
fjandinn sjálfur væri á hælunum á því, og gelti,
hvæsti, hnerraði og snörlaði með slíkum fjanda-
gangi, að ég gat ekki heyrt sjálfan mig hugsa fyrir
hávaðanum; og meðan þessi gállinn var á því, þori
ég að veðja um, að ekkert úr í öllu landinu hefði
haft við því. En hinn helming dagsins fór það að
hægja á sér, meir og meir, þangað til allar klukk-
urnar, sem það hafði skotið aftur fyrir sig, náðu
því aftur. Og þegar sólarhringurinn var liðinn, náði
það markinu á hárréttum tíma, eins og ekkert hefði
í skorizt. Útkoman var sem sagt alveg rétt, eftir
sólarhringinn, og enginn hefði getað með sanni
sagt, að það hefði ekki gert skyldu sína. En nú er
rétt meðaltal ekki nema svona rétt miðlungi stór
dyggð þegar um úr er að ræða, og ég fór til eins
úrsmiðsins enn. Hann sagði að jafnvægisásinn væri
brotinn. Ég kvaðst feginn, að það væri ekki neitt
verra. En ef satt skal segja, hafði ég vitanlega ekki
hugmynd um, hvað þessi ás var — vildi hins vegar
ekki sýna ókunnugum manni fávizku mína. Hann
gerði við ásinn, en það, sem úrið batnaði á einu
sviðinu, versnaði það á öðru. Nú hamaðist það eina
stundina, stóð síðan aðra, hamaðist aftur þá þriðju,
o. s. frv., allt eftir því hvernig það var í skapi. Og
í hvert skipti sem það fór af stað eftir hléin, kom
hvellur, eins og þegar hleypt er af byssu. Ég notaði
til vonar og vara flóka á brjóstið, til að byrja með,
en loks fór ég með verkfærið til eins úrsmiðsins
Gnn- Hann reif það sundur og kíkti á agnirnar gegn
Urn kíkinn sinn og sagði, að einhver smáfjöður, sem
eg kann ekki að nefna, væri í ólagi. Síðan lagfærði
hann hana og setti verkið af stað. Nú gekk það
agætlega, að því undanteknu, að þegar klukkuna