Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 61
Fulltrúar erlendra ríkja.
Nýr ambassador Austurríkis, J. Manz, afhenti
forseta íslands skilríki sín 18. apríl. 16. júlí afhenti
nýr ambassador Portúgals, M. N. de Farya e Maya,
skilríki sín. 18. júlí afhenti I. Topaloski skilríki sín
sem ambassador Júgóslafíu. Nýr ambassador Sviss,
G. Keel, afhenti skilríki sín 3. sept. 15. sept. af-
henti nýr sendiherra Bandaríkjanna, L. I. Replogle,
skilríki sín. Nýr ambassador Póllands, P. Ogrod-
zinski, afhenti skilríki sín 15. okt. Ambassador Sam-
einaða Arabalýðveldisins, Ahmed El-Messiri, afhenti
skilríki sín 17. okt. Nýr ambassador Ungverjalands,
B. Nagy, afhenti skilríki sín í nóvemberbyrjun.
Heilbrigðismál.
Inflúenza gekk um allt land í janúar, og annar
inflúenzufaraldur kom upp í desember. Mislingar
gengu allvíða um haustið.
Unnið var áfram að krabbameinsleit í legi kvenna,
og var nú hafin rannsókn á konum milli sextugs og
sjötugs, en áður höfðu verið rannsakaðar rúmlega
20 000 konur á aldrinum 25—60 ára. Unnið var
að víðtækum rannsóknum í rannsóknastöð hjarta-
verndarfélaganna í Reykjavík, og gekk fjöldi manns
þar undir rannsókn. Teknar voru upp rhesusvamir
í sambandi við blóðflokkun þungaðra kvenna. Stofn-
uð var við Landsspítalann gjörgæzludeild, sem er
ætlað að taka við mjög veikum sjúklingum. Tann-
læknadeild fyrir skólabörn í Reykjavík tók til starfa
1. sept. Rauði kross íslands hélt um sumarið tvö
námskeið í skyndihjálp. 15. jan. voru stofnuð sam-
tök heilbrigðisstétta, og voru í þeim Læknafélag
íslands, Hjúkrunarfélag íslands, Lyfjafræðingafélag
(59)