Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 132
að íslenzkum tíma hinn 20. júlí 1969 lenti fyrsta
mannaða farið á öðrum hnetti, á 0,799° norðlægrar
breiddar og 23,46° austlægrar lengdar á tunglinu,
í um sex kílómetra fjarlægð frá miðdepli lendingar-
svæðisins.1
Tunglfararnir bjuggust nú fljótlega til útivistar,
klæddust geimbúningum og opnuðu dyr á stjórn-
klefanum. Klukkan 02 56 að íslenzkum tíma að
morgni mánudags 21. júlí steig fyrirliði geimfar-
anna, Neil Armstrong, fæti sínum á yfirborð tungls-
ins. Þessum sögulega viðburði var sjónvarpað beint
til jarðar, og er gizkað á að um 600 milljónir manna
um allan heim hafi fylgzt með því sem fram fór.
Skömmu síðar kom Aldrin einnig út, og hjálpuðust
þeir félagar að við að framkvæma ýmis verkefni
sem þeim höfðu verið falin. Þeir afhjúpuðu skjöld
á hlið tunglferjunnar, þar sem áletrað var: „Hér
stigu menn frá jörðinni fyrst fæti á tunglið í júlí
1969 e. Kr. Við komum í friði fyrir mannkyn allt.“
Tunglfararnir settu upp bandaríska fánann, en einn-
ig voru meðferðis fánar 136 annarra þjóða, svo og
fáni Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur komu þeir
fyrir heiðursmerkjum þriggja bandarískra og
tveggja sovézkra geimfara, er týnt höfðu lífi við
skyldustörf.
Þeir Armstrong og Aldrin settu upp þrenns kon-
ar rannsóknartæki á tunglinu. Voru það jarðskjálfta-
mælir, spegill til að endurvarpa leysigeisla frá jörðu,
og lítið segl úr áli til að safna örsmáum efnisögn-
um (rafögnum) úr sólvindinum, sem sífellt leik-
1 Lengd og breidd reiknast hér hliðstætt því sem gert
er á jörðinni; miðdepill tunglsins, séð frá jörðinni, er
sem næst 0° lengdar og 0° breiddar.
(130)