Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 176
vantaði tíu mínútur í tíu, læstust vísarnir saman
eins og skæri, og fylgdust að upp frá því. Jafnvel
elzti maður heimsins hefði ekki getað fylgzt með
tímanum eftir svona sigurverki, svo enn einu sinni
fór ég með það í viðgerð. Hlutaðeigandi úrsmiður
kvað einn stein og fjöðrina vera í ólagi, auk ýmis-
legs fleira. Hann lagfærði það sem þurfti, og nú
gekk úrið ágætlega, nema hvað það kom fyrir, að
þegar það hafði gengið í 8 klukkutíma, fór allt í
einu að suða í því, eins og býflugu, og vísarnir þutu
í hring í dauðans ofboði, svo að þeir misstu alger-
lega sína vanalegu mynd og litu út eins og kóngu-
lóarvefur á úrskífunni. Úrið hespaði þannig heilan
sólarhring af á 5-6 mínútum, og stanzaði því næst
með hvelli. Hryggur í hjarta mínu fór ég til eins
úrsmiðsins enn, og horfði á hann taka það í sund-
ur. Síðan fór ég að spyrja hann spjörunum úr, því
sannast að segja, var þetta farið að verða alvar-
legt. Úrið sjálft hafði kostað 200 dali, og mér fannst
ég hafa kostað tveim eða þrem þúsundum dala upp
á viðgerðir. Meðan ég var að horfa á náungann,
þekkti ég hann allt í einu. Þetta var reyndar gam-
all kunningi minn, sem hafði verið vélstjóri á skipi,
sem ég var á, og það slæmur vélstjóri. Hann rann-
sakaði úrið á sama hátt og hinir höfðu gert, og
kvað síðan upp úrskurð sinn jafn valdsmannlega
og hinir höfðu gert:
„Það er eitthvað í ólagi með dampinn — bezt að
hengja skrúflykilinn á öryggisventilinn“.
Ég sló hann þegar í rot — dauðrot — og kost-
aði sjálfur útförina.
William föðurbróðir minn — sem nú er dauður,
illu heilli — var vanur að segja, að góður hestur
væri góður hestur, þangað til hann væri búinn að