Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 137
Þótt þessari tunglför væri mun minni gaumur
gefinn en hinum fyrri, var hún enn djarfari og
vandasamari en þær. Á leiðinni til tunglsins var
nú ekki lengur fylgt braut sem flytti geimskipið
sjálfkrafa heim á ný, ef hreyfillinn bilaði, og í
þetta sinn var fyrirhugað að lenda punktlendingu,
þ- e. nákvæmlega á fyrirfram ákveðnum stað. Stað-
Urinn var valinn rétt hjá tunglflauginni Surveyor 3,
sem lent hafði árið 1967 (sjá Almanak 1969). Punkt-
lendingin var meðal annars hugsuð sem æfing undir
íyrirhugaðar lendingar í hrjóstrugum hálendissvæð-
Urn á tunglinu, þar sem fátt verður um góða lend-
lugarstaði. í þessari för var tunglferjan búin full-
kominni tækjastöð, ALSEP (Apollo Lunar Surface
Experimental Package), með jarðskjálftamæli, seg-
ulrnæli, sólvindsmæli og tveim gerðum rafamæla
(jónamæla) auk kjarnorkurafstöðvar og sendistöðv-
ar til að koma upplýsingum til jarðar.
Er skemmst frá að segja, að lending tunglferj-
Unnar frá Apolló 12 með þá Conrad og Bean innan-
^orðs tókst fullkomlega, og stöðvaðist hún á tungl-
lnu á Stormahafi (Oceanus Procellarum) klukkan
sjö að morgni 19. nóvember. Tunglflaugin lenti á
23,403° v.l. og 2,990° s. br., innan við metra frá
uúðpunkti fyrirhugaðs lendingarsvæðis og í 200
Uíetra fjarlægð frá Surveyor 3. Tunglfararnir tveir
^völdust á tunglinu í 31 y2 klukkustund og fóru
tvisvar út úr tunglferjunni, um 4 stundir í hvort
Slnn. í fyrra skiptið tóku þeir ljósmyndir nálægt
ferjunni, söfnuðu nákvæmlega skrásettum jarðvegs-
synishornum og komu tækjastöðinni upp. í síðara
skiPtið fóru tunglfararnir yfir nokkuð stærra svæði,
s°fnuðu fleiri sýnishornum og tóku myndir. Þeir
Sengu yfir ag gurveyor 3, athuguðu vegsummerki
(135)