Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 74
keppni unglinga fór fram í Reykjavík í september-
byrjun. Nokkrir íslendingar kepptu á iþróttamót-
um erlendis. Elías Sveinsson tók þátt í norrænni
unglingakeppni í tugþraut í Noregi í júní. Frjáls-
íþróttafólk úr Kópavogi keppti á vinabæjamóti í Óð-
insvéum í ágúst. Þrír íslendingar kepptu á Evrópu-
meistaramóti í Aþenu í sept. íslendingar tóku þátt í
frjálsíþróttamóti Norðurlanda í Álaborg í sept. Þar
uðru íslendingar neðstir, en Finnar unnu keppnina.
Mörg íslandsmet voru sett á árinu, t. d. setti Alda
Helgadóttir nýtt íslandsmet í spjótkasti kvenna,
varpaði 36,76 metra, Kristín Jónsdóttir setti nýtt
met í 200 metra hlaupi kvenna, 26,6 sek., og einnig í
400 metra hlaupi kvenna, 63,9 sek. Erlendur Valdi-
marsson setti nýtt íslandsmet í sleggjukasti, 57,01
metra.
Glíma. íslandsglíman var háð 26. apríl, og varð
Sveinn Guðmundsson glímukappi íslands.
Golf. íslandsmót í golfi var haldið í Reykjavík í
ágúst. Þorbjörn Kjærbo varð íslandsmeistari í karla-
flokki, Elísabet Möller í kvennaflokki og Hans Ise-
barn í unglingaflokki.
Handknattleikur. Fimleikafélag Hafnarfjarðar
varð íslandsmeistari í útihandknattleik karla í
fjórtánda sinn í röð, en Valur í útihandknattleik
kvenna. Fimleikafélag Hafnarfjarðar varð einnig
íslandsmeistari í handknattleik innanhúss í karla-
flokki, en Fram í kvennaflokki. í janúar voru háðir
í Reykjavík tveir landsleikir milli íslendinga og
Tékka, og unnu Tékkar báða leikina. í janúar fóru
einnig fram í Reykjavík tveir landsleikir milli ís-
lendinga og Spánverja, og unnu íslendingar þá
báða. í febrúar háðu íslendingar landsleik við Svía
í Helsingborg og Dani í Helsingör og töpuðu þeim
(72)