Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 42
HALASTJÖRNUR
Á hverju ári birtast á himninum fáeinar halastjörnur, en fæstar
þeirra verða svo bjartar að þær sjáist með berum augum. Stöku
sinnum ber þó við að halastjarna verður mjög björt og áberandi á
himinhvolfinu; þær geta jafnvel orðið sýnilegar um hábjartan
daginn. Hefur slíkt gerzt fjórum sinnum á þessari öld. Bjartar
halastjömur birtast yflrleitt fyrirvaralaust; engar eldri heimildir
eru til um þær, og útreikningar sýna að þær eru ekki væntanlegar
aftur fyrr en eftir aldir eða árþúsundir. Eina undantekningin er
hin fræga halastjama sem kennd er við Halley; hún hefur tiltölu-
lega stuttan umferðartíma um sól (76 ár), sást síðast árið 1910 og
ætti næst að sjást árið 1986. Braut hennar liggur út fyrir braut
Neptúnusar og inn fyrir braut jarðar.
Halastjörnur ganga yfirleitt um sól eftir mjög ílöngum brautum.
Þegar þær eru lengst frá sólu, eru þær að jafnaði ósýnilegar með
öllu, en þegar þær nálgast sólina, eykst birta þeirra mjög, og mynd-
ast þá einnig halinn, sem þær draga nafn sitt af. Halastjömur eru
ákaflega efnislitlar, svo að tíu þúsund milljón halastjömur þyrfti
til að jafnast á við jörðina að massa. Stærðin er hins vegar með
ólíkindum. Er algengt að þvermál halastjörnu sé um 100 þúsund
km og halinn 10 milljón km að lengd. Halinn er að mestu úr gasi
og ryki sem losnað hefur úr kjama halastjörnunnar vegna sólar-
hitans. Kjarninn sjálfur er varla meira en 10 km í þvermál og er að
líkindum lauslegt samsafn af frosnum efnasamböndum og loft-
steinum. Halinn stefnir næstum alltaf frá sólu vegna þrýstings
sólargeislanna og rafagnageislunar frá sólinni.
STJ ÖRNUHRÖP
Stjömuhröp sjást þegar loftsteinar koma inn í gufuhvolf jarðar.
Steinar þessir eru á ferð um himingeiminn, en era of litlir til að
sjást frá jörðinni, nema svo vilji til, að þeir rekist á hana. Er þá
algengast að þeir blossi upp vegna núnings í gufuhvolfinu þegar
þeir eru í 110-100 km hæð, og eyðist upp og hverfi í 90-60 km hæð.
Loftsteinn sem er 1 gramm að þyngd, myndar stjömuhrap sem er
álíka bjart og björtustu fastastjömur. Á dimmri nóttu sjást að
meðaltali um 10 stjömuhröp á klst. með berum augum frá hverjum
stað á jörðinni. Stjörnuhröpum fjölgar þegar líður á nóttina, og
eru þau tvöfalt tíðari að morgni en að kvöldi.
Tiltekna daga á ári hverju fer jörðin gegnum strauma af loftstein-
um og sjást þá óvenju mörg stjömuhröp á himni A. m. k. sumir
þessara strauma eru nátengdir ákveðnum halastjömum, þannig að
loftsteinamir virðast dreifðir eftir endilöngum brautum halastjarn-
anna umhverfis sólina. Helztu straumamir hafa hlotið sérstök nöfn,
sem dregin eru af heitum þeirra stjömumerkja er stjömuhröpin
virðast stefna frá, og er nafnanna getið í dagatalinu, bls. 4-27.
(40)