Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 168
Út frá töflu C getum við nú leitt aðra töflu,
D, sem sýnir fyllingu páskatunglsins fyrir öll
paktagildi. Er þá reiknað með að tunglfyllingin
sé 13 dögum á eftir tunglkomu eins og áður.
Dagsetningarnar í töflu C (og þar með líka D)
eru að sjálfsögðu valdar þannig, að tunglfyllingar-
dagarnir verði sem næst réttu lagi. Þegar paktar
ársins eru 0, á tunglfylling til dæmis að vera 13.
apríl, og er það oftast nær, þótt stundum geti að
vísu skakkað degi. Ástæðan til þess, að frávik geta
orðið, er meðfram sú, að aldur tungls á nýársdag
(paktarnir) ræður ekki öllu um það, hvenær tungl-
fyllingar verði síðar á árinu. Bæði er, að bilið milli
tunglfyllinga er örlítið breytiiegt, og svo hitt, að
tímaskeiðið frá nýársdegi til ákveðinnar dagsetn-
ingar í marz eða apríl er mislangt eftir því hvort
hlaupár er eða ekki. Þannig myndi tunglfylling á
103. degi ársins falla á 13. apríl í almennu ári en
12. apríl í hlaupári. Við þetta bætist svo að sjálf-
sögðu það atriði, að aldur tungls á hádegi á nýárs-
dag getur staðið á broti úr degi, ef nákvæmlega er
reiknað, en paktarnir eru alltaf heilar tölur og geta
því ekki sýnt aldur tungls á nýársdag með slíkri
nákvæmni. Getur skekkja af þessum sökum numið
allt að hálfum degi.
Lausleg athugun bendir til þess, að við sérstakar
kringumstæður ætti að geta munað tveimur dögum
á réttri tunglfyllingu og dagsetningu í töflu D. Eg
hef þó ekki rekizt á neitt dæmi þess, að meiru hafi
munað en einum degi.
Ef við athugum töflu D sjáum við að paktarnir
24 eru látnir gefa sama tunglfyllingardag og pakt-
arnir 25, þ. e. 18. apríl, en ekki 19. apríl eða 20. marz
eins og eðlilegra gæti virzt með hliðsjón af næstu
(166)