Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 165
Páskatunglið í nýja stíl. Paktar.
Eitt helzta markmiðið með tímatalsbreytingu
Gregoríusar páfa 13. var, eins og þegar hefur verið
sagt, að leiðrétta misræmið milli raunverulegra
tunglfyllinga og dagsetninganna í töflu B. Einfald-
usta lausnin hefði vafalaust verið sú, að breyta
úagsetningunum í töflunni til samræmis við raun-
verulegan gang tunglsins og endurskoða síðan töfl-
una með reglubundnu millibili. Lilius og ráðgjafar
páfa völdu aðra leið, sem í fljótu bragði virðist frá-
brugðin þessari, en stefnir raunar að sama marki.
Til þess að ákvarða fyllingu páskatungls skyldi
framvegis stuðzt við svonefnda pakta, en hjálpar-
tölur með því nafni höfðu lengi verið notaðar í
gamla stíl til að tákna aldur tunglsins vissan dag
1 árinu, oftast 22. marz en stundum 1. janúar. Lilius
kaus að miða við 1. janúar, svo að paktar nýja
stíls, eða gregoríanskir paktar, eins og þeir eru líka
kallaðir, eiga að segja til um aldur tunglsins á ný-
arsdag, þ. e. þann dagafjölda sem liðinn er frá
nýju tungli. Hugmynd Liliusar var sú, að finna
Pakta hvers árs með einfaldri reiknireglu og nota
síðan töflu til að finna páskatunglið út frá pökt-
unum.
í staðinn fyrir töflu A var nú samin ný tafla, C,
Sem sýndi tunglkomurnar í árinu fyrir hvert pakta-
gildi. Meðallengd tunglmánaðar er 29,53 dagar eins
°S fyrr segir, svo að paktarnir (sem miðast við
a<5 aldur tungls sé reiknaður í heilum dögum) geta
tekið öll gildi frá 0 upp í 29. Paktarnir 0 svara til
Þess að nýtt tungl (í hinum eldri skilningi) beri
UPP á nýársdag. í stað tölunnar 0 var áður notað
táknið * en stundum 30, þannig að paktarnir leika
þá á 1—30.
(163)