Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 41
Venus (?) er morgunstjama í byrjun árs, en fremur lágt á lofti.
Hinn 20. janúar er hún lengst í vestur frá sólu (47°). Það sem eftir
er ársins ber lítið á henni frá íslandi séð. Hún gengur bak við sól
yfir á kvöldhimin 27. ágúst.
Mars (d) er morgunstjama fyrri hluta árs, en lágt á lofti og lítið
áberandi. Hinn 10. ágúst kemst hann í gagnstöðu við sól og er þá í
hásuðri um lágnættið. Um sama leyti er hann næst jörðu, í aðeins
56 milljón km fjarlægð. Hefur hann ekki verið svo nærri síðan 1956,
og verður það ekki aftur fyrr en 1988. Undir slíkum kringumstæðum
er Mars afar bjartur, svo að engin stjarna á himninum er bjartari
nema Venus, en athugunarskilyrði hérlendis eru þó ekki góð, vegna
þess hve Mars er lágt á lofti (sjá bls. 19). Síðustu mánuði ársins 1971
er Mars kvöldstjama og fer hækkandi á himni, en verður jafnframt
daufari. Við árslok er hann þó enn ámóta bjartur og björtustu
fastastjömur.
Mars er í vogarmerki í byrjun ársins, reikar þaðan til austurs itm í
sporðdrekamerki (í jan.), naðurvalda (í feb.) og bogmannsmerki
(í marz). I september er hann í steingeitarmerki og reikar þaðan til
austurs inn í vatnsberamerki (í okt.) og fiskamerki (í des.).
Júpíter (2|) er lágt á lofti allt árið. í ársbyrjun er hann morgun-
stjarna, kemst í gagnstöðu við sól 23. maí og er þá í hásuðri um
lágnættið. Það sem eftir er ársins sést hann ekki að heitið geti.
Hinn 10. des. gengur hann bak við sól yfir á morgunhimin. Júpíter
er í vogarmerki í byrjun ársins, reikar þaðan inn í sporðdrekamerki
(í jan.) og heldur sig þar fram til vors. Fjögur stærstu tungl Júpíters
eru sýnileg í litlum sjónauka, en sjaldan öll í einu.
Satúmus (h) er kvöldstjarna í byrjun árs og hátt á lofti. Þegar
líður að vori nálgast hann sól á kvöldhimninum og gengur bak við
hana yfir á morgunhimin 17. maí. Verður hann áberandi þar að
hausti. Hinn 25. nóvember er Satúmus í gagnstöðu við sól og þá í
hásuðri um lágnættið. í ársbyrjun er Satúmus í hrútsmerki, en í
apríl er hann kominn inn í nautsmerki og heldur sig þar til ársloka.
I góðum sjónauka sjást hinir frægu hringir Satúrnusar, sem auðkenna
hann frá öðrum reikistjömum. Halli hringflatarins í átt frá jörðu
fer nú vaxandi (er 21° í ársbyrjun en 24° í árslok). Þegar hallinn er
enginn og hringimir sjást á rönd, eru þeir nær ósýnilegir. Gerðist
það síðast árið 1966, og mun næst gerast árið 1980.
Cranus ($) er í meyjarmerki allt árið. Hann er gagnstætt sól
1. apríl, en verður tæplega fundinn án sjónauka, því að birtustigið
er nálægt +6.
Neptúnus ('j/) er á mörkum vogarmerkis og sporðdrekamerkis
allt árið. Birtustig hans er nálægt +8, svo að hann sést aðeins í
sjónauka.
Plútó (E) er allt árið í stjömumerkinu Bereníkuhaddi, rétt við
norðurmörk meyjarmerkis. Birtustig Plútós er nálægt +15, svo að
hann sést aðeins í öflugum stjömusjónaukum.
(39)