Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 171
hin breytta hlaupársregla nýja stíls bein áhrif á
paktana. Ástæðan er sú, að í hvert sinn sem alda-
mótaár er fellt úr tölu hlaupára, seinkar tunglkom-
unum miðað við almanaksárið um 1 dag, og er þá
rökrétt að lækka paktana um 1. Þessi leiðrétting
kallast sóljöfnuður, vegna þess að hún er tengd
lengd ársins og þar með sólarganginum. Sóljöfn-
uðurinn verður til að lækka paktana árin 1700, 1800,
1900, — 2100, 2200, 2300, — 2500, 2600, 2700, o.
s. frv., þ. e. öll aldamótaár sem ekki eru hlaupár.
Þegar sóljöfnuðurinn hefur verið framkvæmdur,
eru paktarnir orðnir jafngóð vísbending um gang
tunglsins í nýja stíl eins og gyllinitalið var í gamla
stíl. Skekkjan sem þá er eftir að leiðrétta nemur
að meðaltali 1 degi á 308 árum, eins og fyrr er sagt,
°g er þetta gert með því að hækka paktana um 1
átta sinnum á 2500 árum (ráðgjafar Gregoríusar
töldu, að skekkjan næmi 1 degi á 312,5 árum). Á
Þetta að gerast um aldamót á þriggja alda fresti
sjö sinnum í röð, en í áttunda skiptið líða 4 aldir
á milli. Leiðréttingin, sem kallast tungljöfnuður,
var fyrst gerð árið 1800, á svo að koma til fram-
kvæmda árin 2100, 2400, 2700, 3000, 3300, 3600 og
3900; síðan aftur árin 4300, 4600 o. s. frv.
Eins og tafla E sýnir, hélzt sambandið milli gyll-
initals og pakta óbreytt frá 1582 til 1699. Árið 1700
kom sóljöfnuðurinn til skjalanna og lækkaði pakt-
ana um 1 (tafla F). Árið 1800 var sóljöfnuðurinn
ysginn upp af tungljöfnuði, og varð því engin breyt-
ing- Árið 1900 varð enn sóljöfnuður, svo að sam-
handið milli gyllinitals og pakta breyttist aftur
(tafla G). Næsta breyting verður ekki fyrr en árið
2200, þegar sóljöfnuðurinn verður aftur einn að
verki.
(169)