Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Side 42

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Side 42
HALASTJÖRNUR Á hverju ári birtast á himninum fáeinar halastjörnur, en fæstar þeirra verða svo bjartar að þær sjáist með berum augum. Stöku sinnum ber þó við að halastjarna verður mjög björt og áberandi á himinhvolfinu; þær geta jafnvel orðið sýnilegar um hábjartan daginn. Hefur slíkt gerzt fjórum sinnum á þessari öld. Bjartar halastjömur birtast yflrleitt fyrirvaralaust; engar eldri heimildir eru til um þær, og útreikningar sýna að þær eru ekki væntanlegar aftur fyrr en eftir aldir eða árþúsundir. Eina undantekningin er hin fræga halastjama sem kennd er við Halley; hún hefur tiltölu- lega stuttan umferðartíma um sól (76 ár), sást síðast árið 1910 og ætti næst að sjást árið 1986. Braut hennar liggur út fyrir braut Neptúnusar og inn fyrir braut jarðar. Halastjörnur ganga yfirleitt um sól eftir mjög ílöngum brautum. Þegar þær eru lengst frá sólu, eru þær að jafnaði ósýnilegar með öllu, en þegar þær nálgast sólina, eykst birta þeirra mjög, og mynd- ast þá einnig halinn, sem þær draga nafn sitt af. Halastjömur eru ákaflega efnislitlar, svo að tíu þúsund milljón halastjömur þyrfti til að jafnast á við jörðina að massa. Stærðin er hins vegar með ólíkindum. Er algengt að þvermál halastjörnu sé um 100 þúsund km og halinn 10 milljón km að lengd. Halinn er að mestu úr gasi og ryki sem losnað hefur úr kjama halastjörnunnar vegna sólar- hitans. Kjarninn sjálfur er varla meira en 10 km í þvermál og er að líkindum lauslegt samsafn af frosnum efnasamböndum og loft- steinum. Halinn stefnir næstum alltaf frá sólu vegna þrýstings sólargeislanna og rafagnageislunar frá sólinni. STJ ÖRNUHRÖP Stjömuhröp sjást þegar loftsteinar koma inn í gufuhvolf jarðar. Steinar þessir eru á ferð um himingeiminn, en era of litlir til að sjást frá jörðinni, nema svo vilji til, að þeir rekist á hana. Er þá algengast að þeir blossi upp vegna núnings í gufuhvolfinu þegar þeir eru í 110-100 km hæð, og eyðist upp og hverfi í 90-60 km hæð. Loftsteinn sem er 1 gramm að þyngd, myndar stjömuhrap sem er álíka bjart og björtustu fastastjömur. Á dimmri nóttu sjást að meðaltali um 10 stjömuhröp á klst. með berum augum frá hverjum stað á jörðinni. Stjörnuhröpum fjölgar þegar líður á nóttina, og eru þau tvöfalt tíðari að morgni en að kvöldi. Tiltekna daga á ári hverju fer jörðin gegnum strauma af loftstein- um og sjást þá óvenju mörg stjömuhröp á himni A. m. k. sumir þessara strauma eru nátengdir ákveðnum halastjömum, þannig að loftsteinamir virðast dreifðir eftir endilöngum brautum halastjarn- anna umhverfis sólina. Helztu straumamir hafa hlotið sérstök nöfn, sem dregin eru af heitum þeirra stjömumerkja er stjömuhröpin virðast stefna frá, og er nafnanna getið í dagatalinu, bls. 4-27. (40)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.