Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 Fréttir DV Allirvilja einbýli Einbýlishús á höfuðborg- arsvæðinu hafa hækkað um 10% í verði ___________ frá júní sl. Á samatíma hefur verð fjölbýlis- húsa hækk- að um rúm 5% og hús- næði á landsbyggðinni um tæp 3%. Þessi snörpu áhrif á verð einbýlishúsa benda til þess að lágar hámarksupp- hæðir í gamla íbúðarlána- kerfinu (rúmar 9 milljónir) hafi í raun haldið einbýlis- húsaverði niðri vegna láns- fjárskömmtunar og því hafi verðið tekið við sér strax og bankarnir buðu upp á rýmri kjör á þessum markaði. Glúmurtil Bechtel Risaverktakinn Bechtel, sem hefur umsjðn meö byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð, hefur gengið frá ráðningu á upplýsingafulltrúa hér á landi og mun Glúmur Baldvinsson, sem starfað hefur fyr- ir matvælaráð Sam- einuðu Þjóðanna, taka við starfinu. Glúmur lýsti því nýlega yfir í blaða- viðtali að hann hygði jafnvel á pólitískan frama, en eins og margir eflaust vita er Glúmur sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar. Undankeppni í Eurovision? Guðni Már Henningsson útvarpsmaður. „Mér fínnst það bráðnauösyn- legt að hafa íslenska und- ankeppni. Það skapar mikla eftirvæntingu og stemningu fyrir þessu. I stað þess að fara bara á eina stóra Eurovision- keppni hefðum við okkar eigin keppni. Þetta vil ég alveg endi- lega. Það skiptir ekki máii hvort það skitar betri eða verri iögum. Þetta er bara eins og Robbie Williams segir:„Letme entertain you.“ Hann segir / Hún segir „Það er náttúrlega mjög gam- an að hafa undankeppni, sér- staklega þegar iagt er mikið f hana eins og í hitteðfyrra, áður en Birgitta Haukdal fór í keppnina úti. En ég er ekkert viss um það séu endilega bestu lagahöfundar Islands sem senda lög I undankeppnirnar. Þegar ég fór var bara hringt og ég mátti sjálfvelja lagahöfund og lag. Það eru kostir og gallar við báðar leiðirnar. “ Læknishjón á höfuðborgarsvæðinu fóru með hnífaparasett frá Georg Jensen um borð í Flugleiðaþotu á Kastrup eftir að flísatangir, skæri og naglaþjalir höfðu verið af þeim tekin við vopnaleit. Hnífana keyptu þau í fríhöfninni strax að lokinni vopnaleit. vopnabur a Kastrup Gunnar Ingi Gunnarsson læknir og frú hans voru í Kaupmanna- höfn á dögunum og fóru um borð í Flugleiðavél með heilt vopnabúr í formi hnífaparasetts sem þau keyptu í fríhöfninni á Kastrup strax að lokinni ítarlegri vopnaleit þar sem allt var af þeim hirt sem minnt gæti á vopn. Naglaþjalir, flísatangir og skæri. Læknishjónunum þótti þétta kyndugt. „Málið er þannig vaxið að ættingi hafði beðið okkur um að kaupa hnífaparasett hjá Georg Jensen á Strikinu sem hann ætlaði til jóla- gjafa en við fengum bakþanka þegar við hugsuðum málið,“ segir Gunnar Ingi og vísar þar til hertra reglna í flugstöðvum þar sem vopnaleit er gríðarleg. Hann og frú hans álykt- uðu sem svo að þau myndu aldrei komast í gegnum vonaleit á Kastrup með tólf hárbeitta matarhnífa og ekki síður hættulega gaffla. Kannski hefðu skeiðarnar sloppið. Kjöthnífar líka Á leiðinni heim og eftir vopnaleit á Kastrup fór eiginkona Gunnars Inga inn í verslun Georgs Jensen í frí- höfhinni á Kastrup og fjárfesti þar í hmfaparasetti eins og um hafði verið rætt. Setti í poka og hélt sfna leið. „Konan mín varð hissa á þessu því í verslun Georgs Jensen þarna á Kastrup sagðist hún hafa séð bæði brauðhnífa og kjöthnífa sem nota mætti við flugrán með góðum ár- angri. Okkur finnst í raun að ef verið er að setja reglur í þessu efni verði þær að standast lágmarksskoðun sem ekki er raunin í þessu tiiviki," segir Gunnar Ingi, sem fór um borð í vélina til íslands með eiginkonu sína sér við hlið og vopnabúrið úr versl- un Georgs Jensen í handfarangri. Plastið afleitt „Það er fráleitt að gera flugfar- þegum það að þurfa að matast með plasthnífapörum alla leið til íslands á meðan hægt er að kaupa önnur og venjulegri í fríhöfninni Hnífaparasett frá Georg Jensen j Stórhættuiegt um borð íflugvélefæði \rennurámenn. Gunnar Ingi Gunnarsson Læknirinn fram á fáránleika kerfisins á Kastrup m< aðstoð eiginkonu sinnar. og taka með sér um borð. Þetta er töluvert mál fyrir flugfarþega því allir vita að það er ómögulegt að borða góðan mat með plasti. Maður gæti alveg eins sleppt því,“ segir Gunnar Ingi, sem afhent hefur ættingjanum hnífaparasett- ið úr verslun Georgs Jensen og þótt hafa unnið afrek. „En þetta var enginn vandi. í því liggur vandinn," segir hann. „Það er fráleitt að gera flugfarþegum það að þurfa að mat- ast með p/asthnifa- pörum at/a ieið tii /slands á meðan hægt er að kaupa önnur og venjulegri I fríhöfn- Ififif og taka með sér ffm borð." Bókmenntaverðlaun Norðurlanda Einar Kárason líklegur Hamborgarar á Ártúnshöfða Burger King í Essó Tíu norrænir höfundar hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2005 og meðal þeirra em Einar Kárason og Sjón. Upp- jýst verður hver hreppir Jmossið vorið 2005 í tengslum við Norðurlandaþing sem haldið verður í Reykjavík í október á næsta ári. Það útaf fyrir sig þykir mörgum benda tii þess að verðlaunin falh íslendingi í skaut og með fullri virðingu fyrir Sjón, þá hlýmr Einar Kárason að teljast líklegri. Sjón sendi fráí sér frábæra bók á' síðasta ári, skáldsögunal Skugga-Baldur, og fyrir hana er Sión tilnefndur. Einar Kárason er hins vegar tilnefiidur fyrir bók sína Stormur sem Sjón Ereinnig til- nefndur fyrir bók slna Skugga-Baldur. Einar Kárason Tilnefndurtil Bókmennta- verðlauna Norðurlanda en ætla verður að söguhetja hans Stormur muni höfða til okk- ar„kære nordiske venner“. einmitt hlaut menningarverðlaun DV í flokki bókmennta. Sögusviðið er meðal annars Reykjavík og Danmörk en söguhetjan Stormur, landeyða sem kann best við sig á framfæri velferðar- kerfisins, hlýtur að höfða til hinnar samnorrænu taugar, okkar kæm norrænu vina. Þau sem komu að því að tilnefna verk fyrir hönd íslands em Dagný Krist- jánsdóttir og Sveinbjöm I. Baldvinsson. Buger King-skyndibitakeðjan hefur tekið annað skxef í landnárhi hér á landi og hyggst opna nýjan út- sölustað í Ártúnsholti. Burger King hefur hingað til aðeins verið í Smáralindinni við góðar undirtektir. Burger King fær aðstöðu í Essó- bensínstöðinni í Ártúnsbrekkunni þar sem Subway hefúr verið fyrir og auk þess skyndibitastaðurinn Jarl- inn. Subway verður áfram hjá Essó en Jarlinn víkur og kemur Burger King í staðinn. Stefnt er að því að opna nýja Burger King hjá Essó 16. desember eða eftir sléttar tvær vikur. Burger King hefur um áratuga- skeið háð harða baráttu um hylli neytenda f Bandarfkjunum og reyndar víða um heim og oft haft betur. Sérstaklega hefur Burger King orðið vel ágengt í slagnum á Banda- ríkjamarkaði en McDonald’s hefur Burger King Nýr staður á Essó-bensinstöð- inni í Ártúnshoiti. upp á síðkastið snúist til varnar með frumlegum hætti og vel útilátnu salati sem fallið hefur vel að mark- aðnum og nýjum hugmyndum um heilbrigði. Nýi Burger King-staður- inn í Ártúnsholti er til marks um að Burger King sé kominn til að vera hér á landi og ætli sér aðeins að stækka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.