Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Síða 14
1
14 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004
Fréttir DV
• Á tilboðsdögum í verslunum
Hagkaups þessa dagana kosta pits-
ur frá Freschetta, pepperoni, royal
og með osti 293 kr í
stað 489 kr. Mackin-
tosh dolla með 3 kg.
af sælgætismolum
kostar 2.999 kr. og
kílóið af Óðals ham-
borgarhrygg með beini er á 839 kr. í
stað 1.398 kr. áður.
Ö
sérstöku jólaverði og kostar 10.900
kr. Vélin hnoðar, hrær-
ir, þeytir, blandar,
brytjar, rífur, raspar,
tætir og sker í 3,9 h'tra
skál. Handþeytari frá
sama fyrirtæki kostar
3.500 kr. og mínútugrill
er á 7.900 kr. Blandari
frá Bosch kostar 5.900
kr. og kaffivél frá Siemens 3.500 kr.
• f verslun Smith og Norland í • Fíálft kQó af piparkökum kostar 199
... ., . T, , _ . , ,, , kr. íverlunumBónussþessadaganaí
Nóatuni er Bosch matvmnsluvél á ö
stað 259 kr. áður. KQóið af
Goða beikoni og Goða
skinku er á 499 kr. í stað 998
kr. og kílóið af kofareyktu
úrbeinuðu hangilæri er á
1.599 kr. en kostaði áður
1.999 kr. Kílóverð á skagfirsku
hangilæri með beini er 999 kr.
í stað 1.399 kr.
• í verslunni Bílkó í Kópavogi eru
bfldekk á tilboðsverði. 155/80R13
kosta frá 4.335 kr. 185/65R14 kosta
frá 5.300 kr. og 195/65R15 kosta frá
Jóliníárogfyrra
Ætla að vinna
minna núna
Á JÓLUNUM f FYRRA:
,Ég varmiklO bundin viö vinnu I á jólun-
um I fyrra og fékk enga rjúpu."
A JÓLUNUM f ÁR:
„Núna um jólin vinn ég ekki eins mikiO og
fæ því meiri tíma til aö njóta þeirra. Svo
er ég aö leita aö einhverjum sem getur
reddaö mér rjúpu. “
Hip hopdjamm
í Exódus
Hip hopdjamm veröur haldiö í versluninni
Exódus á Hverfisgötunni f kvöld. Þar veröur
einnig tísku-
sýning þar
sem alls kyns
fatnaöur sem
þarerfáan-
legur verður
sýndur. Fjöldi
listamanna
treöur upp,t.d.
AntLew/
Maximum sem einnig heldur útgáfutónleika
sína í kvöld á Gauki á Stöng, Dóri DNA og
félagar mæta á svæöiö, Stríösmenn, Hinir
dæmalausu og hljómsveitin Textavarp veröa
þarna sömuieiöis og svo DJ Slaughter frá
Jamaíku. Tónleikarnir byrja kl. 19.30 og
munu standa eitthvað fram á kvöld. Þaö er
ókeypis inn og allir velkomnir svo framarlega
sem þeir hafí náö 15 ára aldri.
Uppáhalds-
jolagjöfin mín
Plata frá bróður mínum
„Ein afmínum uppáhaldsjóla-
gjöfum er platan Kiss in the
Dreamhouse með hljámsveitinni
Suzie and the Banchees sem
bróðir minn gaf mér jólin 1982, “
segir Árni Daníel Júlíusson sagn-
fræðingur.„Ég á plötuna ennþá
og hlustra meira að segja reglu-
lega á hana."
Leikskólabörn frá Sjónarhóli kíktu í
heimsókn á hjúkrunarheimilið Eir í
gær og sungu jólalög og þjóðlög í tilefni
fullveldisdagsins. Börnin stóðu sig vel
og vöktu lukku meðal gamla fólksins.
Það var gleðileg stemning á
hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar-
vogi í gær, 1. desember, þegar
leikskólabörn frá Sjónarhóli kíktu
í heimsókn og sungu jólalög fyrir
heimilsfólkið. Krakkarnir
streymdu inn, með jólasveina-
húfur og litla íslenska fána, og
voru einstaklega prúð og stillt.
Þrátt fyrir að vera 27 talsins
komust þau öll fyrir í lyftunni í
húsinu og skemmtu sér ljómandi
vel á leiðinni upp í stofu þar sem
gamla fólkið beið þeirra. Þau
stilltu sér upp og sungu jólalög
sem þau hafa æft af kappi undan-
farna daga. Tærar barnsraddirnar
náðu að skila fegurð og boðskap
jólalaganna vel og uppskar hóp-
urinn mikið lófaklapp fyrir
frammistöðuna. í tilefni fuilveld-
isdagsins sungu þau Öxar við ána
og sveifluðu fánunum í takt.
Undir lokin stóð gamla fólkið
upp og söng með börnunum
Bráðum koma blessuð jólin.
Börnin voru pínu feimin fyrst en
það fór fljótt af þeim og tóku þau
hraustlega undir. Söngurinn var
sérstaklega fallegur og greinilegt
að ungir sem aldnir hlakka jafnt
til jólanna.
Allir hlakka til
Á eftir spjölluðu krakkar og
eldri borgarar saman. Mátti sjá á
krökkunum að tölverð virðing var
borin fyrir aldurhnignu fólkinu
sem var hlýlegt og vinalegt í fram-
komu. „Ég þekki hana langömmu
þína“ sagði gamall maður við litla
stúlku í bleikum kjól. „Átt þú
heima hér með öllu hinu fólkinu?"
spurði opinmynntur strákur !
granna konu með rúllur í hárinu.
Þrátt fyrir að áratugir skildu hóp-
inn að £ aldri var glatt á hjalla.
Börn og eldra fólk nær sérstaklega
vel saman, enda skilja þau sitt og
það betur en aðrir.
Þess vegna erum við með
fána!
Eftir spjallið kvöddu börnin
vini sína og fóru í taumi á eftir
fóstrunum út, veifuðu bless og
Jólin eru sérlega vond fyrir vinnandi fólk þetta árið. Jólin verða þó verri á
næsta ári og hagur hinna vinnandi stétta fer ekki að vænkast fyrr en árið 2006.
Öhagstæð jól fyrir vinnandi fólk en góð fyrir vinnuveitendur
Margir hafa tekið eftir því að jólin í
ár em ekki hagstæð vinnandi fólki.
Aðfangadag ber upp á föstudag, jóla-
dagur er laugardagur og annar í jól-
um sunnudagur. Gamlársdag ber
upp á föstudag og nýrársdag upp á
laugardag og þá eiga flestir frí. Jól af
þessu tagi hajfa oft verið kölluð at-
vinnurekendajól og er það réttnefni.
Jólin nú em þó ekki þau verstu fyrir
vinnandi fólk því um næstu jól fækk-
ar frídögunum um einn. Þá ber
aðfangadag og gamlársdag upp á
laugardag - sem þýðir að nýárshelgin
er bara eins og venjuleg helgi.
Árið 2006 ber aðfangadag upp á
sunnudag og em þá brandajól sam-
kvæmt gamalli skilgreiningu. Talað er
um brandajól þegar fjórir frídagar fást
í röð. Árið 2007 fer hagur vinnandi
fólks loks að vænkast svo einhverju
nemur en þá ber aðfangadag upp á
mánudag og fólk fær fimm frídaga í
röð. Árið 2008 er hiaupár og jólin það
árið best að mati margra sem vinna
reglubundinn vinnudag. Aðfanga-
dagur er á miðvikudegi þetta árið sem
þýðir að fólk getur fagnað jólunum
sleitulaust í fimm daga. Á móti kemur
stakur vinnudagur á eftir nýársdegi
og verður vafalaust vinsæll til frítöku
og fólk fær þá aftur fimm daga frí.
12.des. sunnudagur Þriðji sunnudagur í aðventu. Stekkjastaur kemur.
13. des. mánudagur Giljagaur kemur til byggða.
14. des. þriðjudagur Stúfur kemur til byggða.
15. des. 16. des. miðvikudagut fimmtudagur Þvörusleikir kemur til byggða. Pottaskefill kemur til byggða.
17. des. föstudagur Askasleikir kemur til byggða.
18. des. laugardagur Hurðaskellir kemur til byggða.
19.des. sunnudagur Fjórði sunnudagur í aðventu. Skyrgámur kemur.
20. des. mánudagur Bjúgnakrækir kemur til byggða.
21. des. 22. des. þriðjudagur miðvikudagur Jafndægri á vetri. Gluggagægir kemur til byggða. Gáttaþefur kemur til byggða.
23. des. 24. des. fimmtudagur föstudagur Þorláksmessa. Ketkrókur kemur til byggða. Aðfangadagur. Kertasníkir kemur til byggða.
25. des. laugardagur Jóladagur.
26. des. sunnudagur Annaríjólum.
31.des. föstudagur Gamlársdagur.
V
I