Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandl: GunnarSmári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng- an auglysingar@dv.is. - Drelflng: dreifing@dv.is Setnlng og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagna- bönkum án endurgjalds. úum 1. Hvaða þrír aðilar eiga Landsvirkjun og hvað mikið á hver þeirra? 2. Hvaða ár var fyrirtækið stofnað? 3. Hver var fyrsta stórfram- kvæmd Landsvirkjunar? 4. Hver er forstjóri fyrir- tækisins? 5. Hveijir sitja í stjórn? Svör neöst á síðunni Adams yngri 1825-1829 John Quincy Adams fæddist 1767 í Massachus- etts, sonur Johns Adams sem var forseti 1797-1801. Lét ungur að sér kveða í stjórnmál- um og gegndi íjölmörgum trúnaðarstörfum. Var utan- ríkisráðherra James Mon- roe forseta 1817-1825 og mótaði „Monroe-kenning- una“ um að Evrópuríki ættu ekki að skipta sér af málefnum Ameríkurfkja - Bandaríkjaforsetar 6 og Ameríkuríki ekki blanda sér í evrópsk málefni. 1824 varð hann forseti. Andrew Jackson fékk fleiri atkvæði kjörmanna en meirifiluti hans var ónógur og full- trúadeildin skar úr um hver skyldi verða forseti. Þar naut Adams meiri stuðn- ings. Fjórum árum seinna tapaði hann illa í forseta- kosningum gegn Jackson. Nokkru síðar settist Adams í fulltrúadeildina og sat þar við góðan orðstír til dauða- dags 1848. Barðist meðal annars gegn þrælahaldi. Perkele Saatana Nauösynlegt er aö kunna aö bölva á erlendum mát- um og brýnt aö auka fjöl- breytni erlendra blótsyröa þar sem„fuck“ og„shit“ hafa ráöið ríkjum oflengi. Á finnsku eru „perkele" og „saatana" vinsæl blótsyröi en þau eru bæöi nöfn yfir djöfulinn sjálfan. Unnterað nota hvort þeirra um sig eöa bæöi saman, efmik- iö liggur viö. Á finnsku er oft notað upphrópunin„voi“á undan þessum oröum og „voi perkele" þýöir einfald- lega„æ, andskotinnl". Málið Svör vlö spumingum: 1. Ríkiö 50 prósent, Reykjavík 45 prósent, Akureyri 5 prósent -11965 - 3. Búrfells- virkjun - 4. Friörik Sophusson - 5. Jóhann- es Geir Sigurgeirsson (formaöur), Kristján Þór Júlíusson, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Hjörvar, Edda Rós Karlsdóttir, Árni Grétar Finnsson, VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson. rtJ E E o T3 Þegar ég hélt tombólu og stal góðgerðarfénu Einu sinní héldum við félagamir í Voga- hverfinu tombólu til styrktar hungruð- um heimi. Við gengum í fyrirtæki niðri í Dugguvogi og söfhuðum vörum sem við fluttum í bflskúr í Karfavogi. Þar átti tombólan að vera. Flest fyrirtækin tóku okk- ur ótrúlega vel. Við fengum allt frá kókos- bollum upp í rafmagnstæki ýmiss konar. Sfðan fórum við með dreifimiða í húsin í ná- grenninu og sáum fram á glimrandi success. Því miður urðum við félagamir strax græðginni að bráð. Við vorum rétt byrjaðir að dreifa miðunum í húsin í hverfinu þegar við fórum að éta kókosbollumar og ein- hverjir drengjanna stálu rafmagnstækjum. Og á sjálfum tombóludeginum virtist mest af peningunum fara ofan í vasana okkar. í fyrstu stálum við bara frá hver öðrum, gutt- amir. Fólk streymdi engu að síður að, grun- laust, og keypti tombólumiða og vann stundum verðlaun. Þegar leið á daginn urðum við svo for- hertir, tfu ára gamlir, að við sammæltumst um þjófiiaðinn. Vorum nefiiilega svo hræddir um að einhver okkar væri að stela meira en hinn. Því ákváðum við að stela þessu saman og í lok dags settum við pen- ingana f púkk og fórum á Eikaborgara. Þar splæstum við hamborgurum, kók og frönsk- um kartöflum á línuna og kláruðum pening- ana sem áttu að fara f að fæða hungmð böm í Afríku en ekki ofdrekraða og spillta Reykja- víkurdrengstaula. Heima biðu mamma og pabbi súr á svip- inn. Höfðu víst heyrt af þessu eins og reynd- ar foreldrar okkar strákanna allra. Okkur var öllum hent inn í stofu og við játuðum samstundis að hafa misst stjóm á okkur. Vissum ekki hvað hafði komið yfir okkur. Síðan fóm vasapeningamir í að greiða upp hverja einustu krónu sem við höfðum stolið. Það var okkur góð lexía. Enda sá ég eftir þessu í mörg ár. Sé í raun eftir þessu ennþá. Hugsa stundum um Eika- borgarann góða þegar sýndar em myndir af hungmðum bömum úti f heirni í sjónvarp- inu. Þá man ég þetta allt saman. Og ég hugsa lflca um þetta núna. Eftir að Kristján Jóhannsson kom heim. Mikael Torfason Vinstrigræn vörn fyriraftur- haldskommatittsflokkinn Sigursteinn Másson skrifaði í gærmorg- un á vef vinstri grænna: „Það er ekki oft sem maður sér ástæðu til að taka upp hanskann fyrir Samfylk- ínguna en þegar Davíð Oddsson, sá sem ákvað að íslendingar lýstu yfir stríði gegn músllmum og lét Halldór svo vita af því, þegar hann kallar Sam- fylkinguna afturhaldskommatittsflokk skulum við aðeins staldra við. Davíð er auðvitað æfur. Hann hefur verið það frá því snemma í vor þegar hann hrópaði allsber upp í vindinn í fjölmiðlamálinu og enginn samherja hans þorði að segja honum að slaka á. En þorir einhver samherjanna að benda honum góðfúslega á að fslendingar séu samsekir um dráp á hundrað þúsund frökum og nú sé Ijóst að stríðið hafi ekki bara verið ólöglegt heldur líka háð á fölskum forsendum um gereyðingar- vopnaeign fraka? Nei, Hjálmar Árnason missir úr sér f hita leiksins hjá Agli... aðtil greina komi að fsland fari af vinsældalista Bush-stjóm- arinnar en fær bágt fyrir hjá öllum nema stjórnarandstöðunni og Kristni H. Gunnarssyni sem meðhöndlaður er sem holdsveikisjúklingur f Framsókn. Oftúlkun segja þeir á stjórnarheimilinu um fréttaflutnlnginn og Hjálmar segir ekki meira en Davíð fer á nöglunum í níðinu gegn Samfylkingunni. Krafan á ekki aðeins að snúast um að fs- lendingar verði teknir af vinsældalista Bush heldur Ifka að hérlend stjórnvöld lýsi andstöðu sinni við hið svonefnda stríð gegn hryðjuverkum. Það er aðeins skálkaskjól fyrir gróf mannréttindabrot, kúgun og frelsisskerðingu. FRAMMISTAÐA KRISTJANS JÓHANNS- S0NAR í fyrradag, hvort heldur í þættinum ísland íbítið á Stöð 2 eða í Kastljósi Sjónvarpsins, varð honum ekld til framdráttar í h'fsbaráttunni. Sjaldgæft er raunar að áhorfendur þurfi að horfa á jafn pínlega opin- berun karlrembuyfirgangs og þar gaf að líta. Nú má auðvitað segja sem svo að Kristjáni Jóhannssyni sé heimilt að hafa sínar skoðanir á hverjum hlut, þar á meðal á kvenfúlki. En hann verður nú samt að sæta því sem opinber persúna á íslandi að viðhorf hans séu gagnrýnd. Og þeim haldið til haga sem víti til varnaðar. Því hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota orðið karl- rembusvín þá var það við þetta tækifæri. BÆTTISV0 ENN UM „BETUR" með því að yrða ekki ffarnar á Eyrúnu, af því hún fúr kurteislega fram á að hann svaraði spumingum hennar en talaði ekki um eitthvað allt annað, „Þú svona sæt," sagði hann við Ingu Lind, „og þú svona brainy ', bætti hann við um Gulla Helga. i (SLANDI í BlTIÐ túk Kristján á einum tímapunkti að gagnrýna umsjúnarmennina Ingu Lind Karls- dúttur og Gunnlaug Helgason fyrir að vilja íjalla um „lygina úr DV" sem hvorki hann né aðrir hafa þú hrakið. Kvaðst ekkert skilja í þeim, „þú svona sæt“, sagði hann við Ingu Lind, „og þú svona brainy", bætti hann við um Gulla Helga. Stereútýp- umar sem sagt algjörar: konan sæt, karhnn gáfaður. VIÐ VERÐUM AÐ SEGJA EINS 0G ER: hafi frammistaða Kristjáns á Stöð 2 verið vafasöm þá túk steininn úr í Kastljúsinu og hann hrakti stereú- týpuna endanlega - sem sé þá að karlmenn séu endilega gáfaðir. Til dæmis þegar hann hæddist upp úr þurm að Eyrúnu Magnús- dúttur með orðunum - sem hann beindi ekki til hennar, heldur til Sigmars Guðmundssonar: „Hún er orðin alveg rauð á brjústunum af æsingi... hahaha!" ÞETTA D0NALEGA RUGL f Kristjáni minnti okkur á sérlega úsmekkleg og í raun pínleg ummæh sem hann lét falla í þættí hjá Gísla Marteini um daginn. Öllum þúttu þau svo pínleg að það var gert þegjandi samkomulag um að láta sem þau hefðu aldrei verið sögð. Altso þegar sýnd var dúkkan margfræga af Birgittu Haukdal og Kristján sagði eitthvað á þá leið að hún væri svo fín að hún ættí að vera í fullri stærð. Kristján lýstí því yfir í DV í gær að hann færi nú af landi brott sem fyrst til að „ergja [ekki] íslendinga" (les „sveitalubba og amatöra“) meira en orðið er. Gott. heldur talaði bara um Eyrúnu við Sigmar. Og sagði til dæmis eitthvað á þá leið að „hún“ hefði engan áhuga á að hjálpa veikum börnum ... eða hvemig sem hann orðaði það. Ekki frekar en Reynir Trausta- son sem var til skamms tíma hér á DV og skrifaði fyrstu fréttirnar um styrktartúnleikana í Hallgrímskirkju sem öllu komu í uppnám. Fyrst og fremst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.