Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 11
DfV Fréttir FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 11 Hábergið til Grindavíkur Nýtt uppsjávarveiðiskip Samherja hf., Háberg GK, kom til Grin.davikur í fyrr- inótt, eftir sex daga siglingu heim frá Póllandi. f frétt frá Samherja segir að mikil stemning hafi verið í bæn- um vegna komu skipsins, sem er eina uppsjávarskipið sem gert verður út frá Grindavík. Samherji festi kaup á skipinu í september síðastliðnum og þar sem skipið var ekki útbúið til nótaveiða var því siglt rak- leiðis til Póllands. Þar voru gerðar ýmsar breytingar á skipinu, sett var í það kraft- blökk og fleira nauðsynlegt til nótaveiða. Á hluthafafundi í Síldar- vinnslunni hf., sem haldinn var 24. nóvember síðastlið- inn, voru samþykktar breytingar á stjóm félags- ins. Fulltrúum í stjóm var fækkað úr fimm í þrjá og ákvæði um tvo varastjórn- armenn fellt niður. Núver- andi stjóm Sfldarvinnslun- ar hf. skipa eftirtaldir: Þorsteinn Már Baldvinsson, formaður, Ingi Jóhann Guðmundsson, varafor- maður og Kristinn V. Jóhannsson, ritari. Draugur rak Dan Ray Richmond, einn af blaðamönn- um Hollywood Re- porter, skrifar nýlega að Dan Rather frétta- manni hjá CBS-stöð- inni hafi verið vikið úr starfi af draugi Edwards R. Murrow, eins þekktasta fréttamanns stöðvarinnar fyrr og síðar, sem var upp á sitt besta í seinni heims- stryjöldinni. Dan mun hafa tjáð Ray að draugur Murr- ows gengi um gangana hjá CBS og að hann hefði oft séð hann og talað við hann. Murrow lést úr krabbameini 1965 en Dan tjáði Ray að hann fylgdist áfram með öllum hjá CBS. Verðbólqa yfir 3% a næsta ári Verðbólga er nú meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum og hef- ur frá því í maí verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka íslands. Verðbólgan mælist nú 3,8% samanborið við 2,5% á sama tíma í fyrra og údit er fyrir að verð- bólgan verði áfram mikil á næstunni. Reikna má með 3,0% verðbólgu yfir næsta ár miðað við núverandi gengi krón- unnar. Þetta kemur ffarn í Markaðsyfirliti greiningar íslandsbanka. Hættulegir flutningabílar á vegunum Eimskip var að hætta að sigla hingað, og reyndar Samskip fyrir mörgum árum. Að leggja þetta allt á vegina finnst mér vera ábyrgðar- hluti. Vegurinn frá Reykjavík er einbreiður og við lendum oft í Ílamúel Einarsson á s skrifar um þjóöhagslega óhagkvæma og hættulega flutningablla. því að mæta stórum flutningabíl- um þegar við erum að fara suður á þessum mjóu vegum. Þessir bflar slá ekkert af. Ég tel þetta vera hættulegt og ótímabært. Það ætti að vera búið að tvöfalda vegina frá jarðgöngum og upp að Brú í Hrútafirði. Það er alltaf verið að kenna öku- mönnum um þau slys sem verða á vegunum, en vegirnir taka ekki við allri þessari umferð. Það er í um- ræðunni að tvöfalda Hvalfjarðar- göngin. Það getur alveg átt rétt á sér, eins og tvöföldun á veginum úr Borgarfirðinum. Það getur lflca átt rétt á sér að setja toll á þetta. Að mæta svona stórum bfl í slagviðri og rigningu er ekkert grín. Maður fær þvflflca gusu á sig að maður sér ekkert um sekúndutíma. Þá þarf ekki mikið að gerast til að maður fari útaf, eða klessi á næsta bfl. Svo mætti hugsa sér á sumrin að flutningabflarnir fái ekki að keyra eftir 9 á kvöldin. Sjóflutningar eru kannski óhag- kvæmari fyrir þessi fyrirtæki held- ur en landflutningar, en þau fá alltaf að ráða í staðinn fyrir almenning. Það kann að vera ódýr- ara að reka flutningabíla en skip. Hins vegar getur þetta ekki verið þjóðhagslega hagkvæmt. Við erum búin að fórna alltof mörgum mannslífum á vegunum. Sökinni er alltaf skellt á ökumenn, en mannvirkin hafa ekki fylgt þróuninni f ökutækjum. Jón Þorri Jónsson var í gær dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir vopnað rán í Vesturgötuútibúi Búnaðarbanka fyrir ári. Helgi Sævar Helgason fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að redda lambhúshettu og keyra. Hasshaus fær tvö ar fyrir bankarán Jón Þorri réðst vopnaður hnífi inn í bankann mánudaginn 17. nóvember fyrir rúmu ári. Hélt hnífnum á lofti og heimtaði peninga. Hræddur gjaldkeri afhenti honum 430 þúsund krónur og Jón Þorri hljóp á brott með þær. Meðan á þessu stóð beið vin- ur hans í bíl við bankann og ók af stað um leið og Jón Þorri stökk inn í bílinn. Vitni veittu þeim eftirför og ef ekki hefði verið fyrir þau er óvíst hvort ránið hefði nokkru sinni komist upp. Það var Símon Sigvaldason hér- aðsdómari sem kvað upp dóm yfir tvímenningunum í gær. Þótti hon- um hæfileg refsing Jóns Þorra vera tveggja ára fangelsi þar sem hans hlutur í ráninu hefði verið mun stærri en Helga Sævars, félaga hans, sem dæmdur var fýrir hlutdeild í ráninu. Dómurinn yfir Helga Sævari þótti hæfilegur, 8 mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Skipti þar mfldu að Helgi Sævar hefði ekki haft fjárhags- legan ávinning af ráninu. Þungur dómur Dómurinn yfir Jóni Þorra er mjög þungur að mati verjanda hans, Jóns Höskuldssonar. „Þetta er mjög þungur dómur og „Þetta er mjög þung- ur dómur og alls ekki í samræmi við aðra slíka." alls ekki í samræmi við aðra slíka,“ sagði Jón við blaðamann stuttu eftir dómsuppkvaðninguna í gær en hvorki jón Þorri né Helgi Sævar voru viðstaddir þegar dómur yfir þeim var tilkynntur. Athygli vekur að dómurinn yfir Jóni er nokkuð þungur miðað við sambærilega dóma fýrir vopnuð bankarán. Þannig hlaut 18 ára bankaræningi 9 mánaða dóm í maí síðastliðnum fyrir að ræna banka í Ránsstaðurinn Búnaöarbankinn við Vest- urgötu. Hann rændi Jón Þorri vopnaöur hnífi i nóvember I fyrra. Hlutdeildarmaöur hans Helgi Sævar Helgason, sem ók flóttabíl og stal lambhúshettu I Elingsen, fékk 8 mánaöa skilorösbundinn dóm fyrir sinn hlut Iráninu. Hafnarfiði. Jón Þorri rauf hins vegar skilorð með sínu broti og varð það til refsiauka í málinu. Keypti gras fyrir ránsféð Báðir hafa þeir Jón Þorri og Helgi Sævar að sögn snúið fi'fi sínu inn á uppbyggilegri brautir; Jón Þorri er kominn á sjóinn fyrir norðan til að greiða upp skuldir sínar og Helgi Sævar heför hafið nám. Jón Þorri lýsti því sjálfúr í viðtali Tvö ár f fangelsi Frá fyrstu heimsókn Jóns Þorra I Vesturgötuútibú KB banka íjúní slÖ- astliönum. Bankann rændi hann fyrir rúmu ári og fékk fyrir tveggja ára dóm I héraðs- dómi í gær. DV-mynd stefán við DV hvernig hann hefði eytt andvirði ránsfengsins í kannabisefni og Playstation-tölvu, sem hann hefði svo reykt og spilað í þar til lög- regla knúði dyra á heimili hans að kvöldi sama dags. Jón Þorri hélt því fram við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann hefði verið knúinn til verksins af fíkniefnasölum sem hann skuld- aði peninga. Sjáflur sagði hann við DV að sú saga hefði verið uppspuni. Sögunni hélt hann þó til streitu fyrir dómi. heigi@dv.is Vann í Víkingalottói 42 milljónir skattfrjálsar „Þetta er skattffjálst," segir Guð- björg Hólm hjá íslenskri getspá um vinninginn í Víkingalottói sem féll í skaut íslendings í síðasta drætti; heilar 42 milljónir. „Af þessu þarf vinningshafí einungis að greiða fjár- magnstekjuskatt en það eru tíu pró- sent af vöxtum upphæðarinnar í framtíðinni. En vinningshafinn getur sloppið við alla skattheimtu með því að fara bara út í búð og eyða þessu öllu,“ segir hún. Vinningsmiðinn í Víkingalottó- inu var seldur í söluturninum Rebba í Hamraborg í Kópavogi. Síðdegis í gær hafði vinningshafinn ekki gefið sig ffam. Eru alfir sem keyptu sér Vfldngalottó nú síðast hvattir til að líta á miðann sinn því 42 milljónir bíða í höfuðstöðvum íslenskrar getspár á Engjavegi. „Við bíðum spennt eftir að sjá Guðbjörg Hólm Bíður meö skattfrjálsar milljónir á Engjavegi. vinningshafann. Þetta hlýtur að vera skemmtilegt fyrir hann,“ segir Guðbjörg Hólm. Meint skattsvik hjá rútufyrirtæki Allrahandamenn ákærðir Ríkislögreglustjóri hefur ákært stjórnarformann og ffamkvæmda- stjóra fyrirtækisins ísferða fyrir skattsvik en þeir reka nú rútufyrir- tækið Allrahanda. Þeir Sigurdór Sig- urðsson og Þórir Garðarsson eru ákærðir fyrir að hafa svikist um að borga opinber gjöld af fýrir- tækinu ísferðum sem varð gjaldþrota í árslok 2002. Sigurdór neitaði í dómi í gær að hafa brotið lög en Þórir komst ekki í dóminn í gær og þarf því að mæta síðar. Þeim er gert að sök að hafa ekki borgað 3,3 milljónir króna til skatts- ins af virðisaukaskatti sem þeir innheimtu. Eins eru þeir ákærð- ir fyrir að standa ekki skil á stað- greiðslu skatta upp á rúmar 11 millj- ónir króna. Sigurdór og Þórir hafa rekið fyrir- tæki undir nafiúnu Allrahanda um árabil. Meðal annars hefur fyrirtækið séð um strætisvagnaferðir á höfuðborgarsvæðinu og akst- ur fýrir fatlaða um skeið. Nú starfa þeir undir nafninu Iceland Excursions sem er ferðaskrifstofa og hafa nýverið tekið í notkun nýjar höfuðstöðvar við Höfðatún í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.