Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 19
- DV Sport Vaknaður til lífsins Dagur Sigurðsson lék slna bestu leiki með landsliðinu Ilangan tlma á heimsbikarmótinu sem fram fór íSvlþjóð um daginn. Hann sést hér eiga skot að marki I leiknum gegn heims- og Ólympíumeisturum Króata. DV-mynd Tommy Holl Landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Dagur Sigurðsson, er ekki á förum frá Austurríki því hann er búinn að framlengja samning sinn við Bregenz til ársins 2007. Hann fékk freistandi tilboð frá Sviss sem hann hafnaði. sM og sú íslHiska Ferill Dags Sigurössonar hefur verið æði skrautlegur. Hann fór frá Val yfir til Þýskalands en kom síðan verulega á óvart er hann fór til Japan að spila handbolta. Þaðan kom hann til Austurríkis þar sem honum og fjölskyldu h'ður ákafiega vel. „Samningur minn rennur út eftir þetta ár og það er ánægjulegt að vera búinn að framlengja hann," sagði Dagur við DV Sport í gær. Hann er spilandi þjálfari hjá Bregenz og undir hans stjórn varð Bregenz austurrískur meistari í fyrra. Þeir hafa sex stiga forystu í deildinni eins og staðan er í dag og eiga þar að auki einn leik inni. Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir að þeir verði meistarar annað árið í röð. Mikill stöðugleiki Það hefur verið greinilegur upp- gangur hjá félaginu undir stjórn Dags því Bregenz er einnig farið að láta að sér kveða í Evrópukeppnum en þeir eru komnir í 16-liða úrslit EHF-keppninnar þar sem þeir mæta ítölsku félagi. „Ég er með sama lið í höndunum og í fyrra en liðið er búið að slípa sig betur saman. Það er kominn mikill stöðugleiki r' leik liðsins og við höfum til að mynda ekki tapað á heimavelli í rúmt ár,“ sagði Dagur en honum líður ákaflega vel í Austurríki. „Það er mjög ljúft að vera hérna. Það er vel staðið að öllum málum hjá félaginu og skemmtilegt vinnu- umhverfi sem boðið er upp á. Félagið ætlar að festa sig enn frekar r' sessi sem besta félag landsins og við erum að reyna að koma inn ungum heimamönnum í liðið. Við notuðum fjóra stráka úr unglingaliðinu í síðasta leik sem er jákvætt." Freistandi tilboð Dagur fékk ffeistandi tilboð frá Sviss um daginn en það dugði ekki til að lokka hann frá Austurríki. „Það kom gott tilboð frá stóru félagi r' Sviss. Ekki um að þjálfa heldur var eingöngu leikmanna- samningur þar á ferðinni. Það munaði litlu að ég stykki á þetta tilboö en okkur fjölskyldunni líður mjög vel hérna og vildum ekki rífa okkur upp að þessu sinni," sagði Dagur. Þjálfaraferill Dags hefur farið mjög vel af stað og þeir eru margir sem spá því að hann muni þjálfa landslið íslands eftir að hann leggur skóna á hilluna. En hefur hann sjálfur fullan hug á því að hella sér út í þjálfun eftir að hann hefur lagt skónum? „Ég hef haft mjög gaman af þessu en ég er ekkert búinn að festa mig í því að fara út í þjálfun. Ég hef mjög gaman af því sem ég er að gera hérna en það er ekki þar með sagt að ég endi sem þjálfari einhvers staðar. Ég hugsa mig bara um næstu tvö ár og svo mun ég sjá til með fram- haldið." „Ég hefhaft mjög gaman afþessu en ég er ekkert búinn að festa mig í því að fara út í þjálfun. Ég hef mjög gaman afþví sem ég er að gera hérna en það er ekki þar með sagt að ég endi sem þjálfari einhvers staðar." Svipað og heima Austurrískur handbolti hefur ekki verið hátt skrifaður hingað til en hversu sterk er þessi austurríska deild? „Ég er ekki frá því að þetta sé svipað og á íslandi. Það eru fjögur lið sem eru áberandi sterk í deildinni hérna og hin liðin eru slakari. Það er ekki sama breidd og var heima þegar ég lék þar. Flestir íslensku lands- liðsmennirnir leika erlendis í dag en austurrísku landsliðsmennirnir leika flestir í deildinni hérna og það styrkir þessa deild. Þannig að ég legg deildina hér og heima að nokkuð jöfnu þótt það sé alltaf erfitt að bera svona saman," sagði Dagur Sigurðsson. henry@dv.is Eivör Pálsdóttir alitaf á ferðinni Hefur ekbi tíma til að eignast kærasta Lalli Johns á hrauninu kjyyVÍ í: i ; w • ^A J. \ Helgarblaö DV - springur út á morgun! ý

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.