Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 Fréttir BV Hundrað ára byggingar- fulltrúi Embætti bygging- arfulitrúans í Reykja-. vík er 100 ára á þessu ári. Af því tilefni verð- ur haldið opið mál- þing á íostudaginn. Frummælendur þar eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Áslaug Thor- lacius myndlistarmaður, Eg- ill Ólafsson tónlistarmaður, Hilmar Þór Bjömsson arki- tekt og Ómar Ragnarsson. Svara á spumingunni um það hvort Reykjavík sé falleg borg. Ný borgarstjóriinn, Steinunn Valdís Oskarsdótti mun ávara gestina. Bygging- arfulltrúi síðustu ellefu ár er Magnús Sædal Svavarsson. Seinkun olli skilnaði Saudi-arabi skildi við eiginkonu sina eftir að hún krafðist þess að bíða í 13 tíma á flugvellinum eftir flugi sem stöðugt var seinkað. Að sögn dag- blaðsins al-Yaum biðu hjónin eftir fluginu frá því um níu-leytið um morg- uninn til ellefu um kvöld- ið á Bisha flugvellinum. Ættingjr segja að konan hafi neitað að fara heim með manni sínum og taka svo annað flug. Hann skildi þá við hana á staðnum en slíkt er auð- velt í Saudi-Arabíu fyrir karlmann. Hann þarf að- eins að segja við konu sína þrisvar sinnum: Við erum skilin. Ef kona ætlar að skilja hinsvegar kostar það hana málaferli. Þrjátíu og tvo þingmenn vantaði í hátíðarveislu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta ís- lands á fullveldisdaginn. Fimm sjálfstæðismenn af 24 mættu en allar þingkonur Fram- sóknar létu sig vanta. Ómar Ragnarsson sagði brandara um forsetann og þingmenn. hunsaði forsetaveislu Morgunkorn ílíkiET Maður í Sydney hefur grætt um 50.000 kr. á því að setja morgunkorn í liki ET tii sölu á eBay. Chris Doyle fékk hugmyndina að þessu eftir að hann frétti af sölu banda- rískrar konu á tíu ára gamalli grillsamloku með andliti af Maríu mey. Doyle kom auga á morgunkomið í Nutri-Grain pakkanum sínum er hann borðaði morgunverð. Safn- arar víða um heim buðu alls fjörutíu sinnum í komið sem er á stærð við fingur- nögl. Doyle er að vonum glaður eftir velheppnað uppboð. „Hér er allt rólegt eins og er eftir stanslausa vinnu ímeira en tvo mánuði i síldarfrysting- unni. Menn eiga alveg inni fyrir fríi og fyrir salti í grautinn lika. Jólaundirbúningurinn er kom- inn á fullt og það er mikið búið að skreyta. Verslunin Kauptún er flutt í hús kaupfélagins sem fór á hausinn og opnar þar sína verslun í fyrramálið [ídag]. Sjálfur er ég að mála vinnu- stofu fyrir eldri borgara og Sjálfsbjörgu. Og svo má bæta því við að hér er rjómabtíða." Landsíminn Meira en helmingur þingmanna lét sig vanta í forsetaveislu á fullveldisdaginn. Einungis einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins mætti og allar þingkonur Framsóknarflokksins voru vant við látnar. Stjómarandstæðingar fengu að njóta þess að vera í meirihluta al- þingismanna í fullveldisveislu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, í fyrrakvöld. Töluvert var um forföll hjá þingmönnum í forsetaveisluna. Forseti hefur ávallt haldið veislu fyrir þingmenn og starfsmenn þingsins, áttatíu til hundrað manns með mök- um, á fullveldisdaginn. Þetta hefur verið einn af hápunktum ársins hjá þingmönnum. DV greindi frá því í gær að tölu- vert hefði verið um forföll hjá sjálf- stæðismönnum. Enginn þeirra sem DV náði í sá sér fært að mæta. Guð- laugur Þór Þórðarson var á fundi að tala um stjórnmálaástandið og Einar Oddur Kristjánsson var heima á Sólbakka. Þegar upp var staðið vom einungis fimm mættir úr stærsta þingflokknum, þar af einn varaþing- maður. Tuttugu og tveir em í þing- flokki sjálfstæðismanna. Einn sjálfstæðisráðherra Aðeins einn ráðherra Sjálfstæðis- flokksins mættí, Sturla Böðvarsson. Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir vom öll annars staðar. Hinir þingmenn flokksins sem mættu vom Kjartan Ólafsson af Suðurlandi, Pétur Blöndal og Katrín Fjeldsted varaþingmaður að Þetta hefur ekkert með persónu gest- gjafans að gera. ógleymdum forseta þingsins, Hall- dóri Blöndal, sem flutti ræðu. Menn hafa leitt að því líkur að um samantekin ráð hafi verið að ræða enda veislan sú fyrsta sem Ólafur Ragnar Grímsson heldur þingmönn- um eftir lætin í kringum fjölmiðla- ffumvarpið og heimastjórnarafmæl- ið. í þeim rimmum vönduðu margir forsetanum ekki kveðjurnar. Þing- menn sem DV ræddi við aftaka þetta með öllu, eða eins og Sigurður Kári Kristjánsson orðaði það: „Þetta hefur ekkert með persónu gestgjafans að gera.“ Vantaði framsóknarkonur Úr Framsóknarflokknum mættu aliir karlráðherrarnir með mökum en Valgerður Sverrisdóttir komst ekki. Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjart- marz og Dagný Jónsdóttir komust ekki heldur. Siv var á fundi hjá Evr- ópuráðinu í Strassborg en Dagný var fýrir austan í kjördæmi sínu. „Ég skelltí mér í nokkrar vinnustaða- heimsóknir, fór á fund og útréttaði fýrir sjálfa mig. Það var yndislegt veður fyrir austan og bara góður andi í fólki," sagði hún. Ýmsa stjórnarandstæðinga vant- aði líka en Steingrímur J. Sigfússon hafði orð á því hversu gaman væri þegar fátt væri um hægrimenn. Ómar Ragnarsson tróð upp og fór með gamanmál. Hann sagði brandara um forsetann, þingmenn og ráðherra. HjálmarÁmason fékk á baukinn hjá honum en svo sagði Ómar brandara um Guðna Ágústs- son og kýrnar á Brúnastöðum. kgb@dv.is Uppreisnarmenn í Kólumbíu Ætluðu sér að myrða George Bush Rfkisstjóm Kólumbíu ásakar nú uppreisnarmenn FARC-hreyfingar- innar um að hafa ætlað sér að myrða George Bush Bandaríkjaforseta er hann kom í fjögurra klukkustunda heimsókn til landsins í síðasta mán- uði. FARC neitar þessum ásökunum og segir að stjórnin sé einungis að reyna að sverta málstað þeirra. Það var vamarmálaráðherra Kól- umbíu, Jorge Alberto Uribe, sem fýrstur hafði orð á því að FARC hefði skipulagt niorðtilræðið og bar fyrir sér ónefhda heimildarmenn. FÁRC svaraði á móti að ásökunin kæmi úr höfði manns sem væri orðinn geðveilcur af stolti. FARC telur nú um 17.000 manns og hefur hreyfingin barist gegn Dýr hótelgisting í Mexíkó Þrjár nætur kosta hálfan milljarð króna Ferðamannastaður í Mexíkó býð- ur nú þeim ofurríku upp á þriggja daga hótelpakka sem kostar um hálf- an milljarð króna. Innifalið er meðal annars einkaþota, Michelin-stjörnu- kokkur og möguleikinn á að spila golf með sjálfum Jack Nicklaus. Forráða- menn Marquis Los Cabos-hótelsins í Baja Califomia segja að þegar hafi borist nokkrar fýrirspumir um pakk- ann. Ella Messerli, forstjóri Los Cabos, segir að pakkinn sé peninganna virði því „einstæð upplifun" sé í boði. Til- boðið gildir fyrir par með tvö böm. Einkaþota mun ná í viðkomandi hvar sem er í heiminum og er svo til ráð- stöfunar í þrjá daga. Ef um golfspilara er að ræða mun hótelið útvega Jack stjómvöldum í Kólumbíu undanfarin 40 ár. Hreyfingin lítur á Bandaríkin sem annan höfuðóvin sinn vegna þess hve dyggilega Bandaríkjamenn styðja við bakið á stjórnvöldum. Þegar Bill Clinton heimsótti Kól- ombíu á sínum tíma farmst mikið magn sprengiefha rétt hjá þeim stað sem Clinton bjó á. Yfir- völd sökuðu FARC' einnig þá um að hafa ætlað að kálal Clinton. George Bush FARC neitar ásökunum um aö hafaætlaösérað myröa forsetann. Jack Hótelið útvegarJack Nickiaus til aö taka einn eða fieiri hringi á nærliggjandi golfvelli. Nicklaus til að taka einn eða fleiri hringi á nærliggjandi golfvelli og deginum lýkur með einkatónleikum gítarsnillingsins Santana. Venjulegt verð á forsetasvítunni á Los Cabos er tæplega 200.000 krónur á nóttina en innifalið í því verði er 24 tíma þjónusta yfirþjóns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.