Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 27
DV Síðast en ekki síst FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 27 Saga um mann sem þurfti að plögga fyrir jólin Slrrý „Svona svona, láttu það bara koma, sagði Sirrý.“ Það voru að koma jól. Hann var með bók. Það þurfti að plögga. Útgefandinn lagði hart að hon- um. Hamaðist á honum með fras- ann: Öll kynning er góð kynning. Honum fannst það hljóma eins og: Ég tími ekki að borga auglýsingar fyrir þig. Hann var látinn hringja í Séð og heyrt. Hvað ertu með? spurðu þeir. Ég er náttúrlega með bók. Séð og heyrt fussaði. Bók, lók. Það nennir engin að lesa eitthvað kjaftæði um bók. Komdu með eitt- hvað betra. Hann fór í vöm. Tafsaði: Ég var að skilja. Mmm, gott. Meira? Ég get sagt frá skilnaðinum og sýnt börnin mín. Ókei, frábært. Komdu kl. tvö. Honum var klínt á forsíðuna. Bókin algjört aukaatriði auðvitað, en skilnaðinum slegið upp. Honum fannst þetta dálítið skrítið, en útgef- andinn stappaði í hann stáUnu: TU hamingju vinur, fimm hundmð ein- tök pottþétt. Hann var sendur í ísland í bítið. Dáhtið vandræðalegt að karlum- sjónarmaðurinn hélt aUan tíman að hann væri að kynna matreiðslubók. Spurði aftur og aftur: Er auðvelt að elda eftir þessum uppskriftum? Þeg- ar hann ætlaði varfærnislega að leið- rétta mistökin spurði konan: En nú varst þú að ganga í gegnum erfiðan skilnað... Jú, svaraði hann. Konan horfði á hann skilningsrík. Svo var skipt yfir í auglýsingar. Birta vUdi forsíðuviðtal, helst ein- göngu um skilnaðinn. Já, en ég var að gefa út bók, stundi maðurinn. Jú jú, blessaður vertu, við kom- um því að. Hann hitti blaðakonu á kaffrhúsi og hún sýndi svo einlægan áhuga að hann sagði henni aUt af létta. AUtof mikið, fannst honum, þegar hann las viðtaUð. Hvern djöfulinn kemur það fólki við hvernig samband okkar var orðið undir það síðasta, hrópaði Kiallari hann á útgefandann sem var himin- Ufandi: Blessaður vertu maður, Birta er vinsælasta tímaritið og við erum að tala um þúsund eintök pottþétt. Skömmu síðar tók Sirrý á móti honum. Hann mætti órakaður, slompaður og fúU. KeUingamar frá kvennadeUd Kívanis sem sátu í saln- um uxu honum í augum. Hann datt hálfþartinn út þegar flóðljósin skuUu á honum. Sefandi rödd Sirrýj- ar barst honum tíl eyrna og fyrr en varði var hann farinn að hágráta. Svona svona, láttu það bara koma, sagði Sirrý. Ég elska hana ennþá! æpti mað- urinn á milh ekkasoga. Við skulum skipta yfir í auglýs- ingar, sagði Sirrý og tók utan um öxl- ina á honum, hugsandi: Nú hlýt ég að fá helvítis Edduna. í leigubflnum heim hringdi út- gefandinn. KaUinn minn! Nú erum við að dansa! Tvö þúsund eintök í viðbót. Og það sem meira er, GísU Marteinn var að hringja og viU taka þig inn sem aðalgest á laugardaginn. Drífðu þig heim í sturtu og svo er það bara upptaka á þættinum á morgun. Æ, er nú ekki komið nóg af þessu? reyndi hann að andmæla. Ertu brjálaður?!, æpti útgefand- inn. Veistu hvað margir eru að kvabba í Gísla þessa dagana að kom- ast í þáttinn hans? Þú sem aðalgest- ur eru nú bara 5000 eintök pottþétt. Gísli Marteinn var góðmennskan uppmáluð. Tók á móti honum í smínkinu. Sagðist hafa lesið bókina og fundist hún góð. Honum létti. Sagði: Ég vfl helst ekkert tala meira um þennan skilnað, en sá strax eftir því þegar hann sá hvað GísU Mart- einn varð fúU. Dró í land, jú jú, við getum svo sem eitthvað tæpt á því. Gísli brosti. Sagði: Þú kemur á eftir Guddu óperusöngkonu og strákun- um í Þvaglegg. Sestu bara og fáðu þér kafíi á meðan þau koma úr smínkinu. Hann hitti Guddu og strákana í Þvaglegg baksviðs. AUt hið almenni- legasta fólk, fannst honum, nema kannski söngvarinn í Þvaglegg sem glotti fullmikið framan í hann. Næst voru þau öU leidd inn í stúdíó og lát- in sitja á koUum og drekka ríkis- starfsmannakaffi á meðan GísU gerði þáttinn. Gudda var fyrst leidd inn í settið í miðju stúdíóinu. GísU Mart- einn og hún náðu geysivel saman. Gísli hló aftur að sögunni sem hún hafði sagt honum í smínkinu. Svo var komið að Þvaglegg. Söngvarinn settist hjá Gísla, glennti sig töffara- lega í stólnum og horfði beint í gegn- inn myrkrið á hann þar sem hann beið lotinn með kalt kaffi í frauð- plastglasi. Söngvarahelvítið sagði eitthvað rosafýndið svo GísU greip um lærið á sér og hristist, en bætti svo við á meðan GísU var ennþá hlæjandi: Ég æda að vona að enginn fari að grenja en lagið sem við ædum að taka heitír Ég vfl skilnað, drusla. Það komu vöflur á Gísla en hann gat þó bjargað andlitinu: Gjöriði svo vel, hér er Þvagleggur með Ég vil skilnað, drusla. Skriftan hnippti í hann þegar strákamir í Þvaglegg voru búnir að þykjast spila lagið. Hann var grút- máttíaus og sveittur, en einhvem veginn komst hann í settið, tók máttlaust í útrétta hönd Gísla Mart- eins og hlúnkaðist í sætið. Hann heyrði fyrstu spurninguna bergmála í hausnum á sér, eins og hún kæmi úr órafjarlægð eða annari vídd: Nú varst þú að skilja, það hlýtur að hafa verið erfið lífsreynsla... Útgefandinn hafði ekki ennþá svarað skilaboðunum hans á sprengidag. Hann hafði annað slag- ið reynt að hringja í hann ofan af StaðarfelU. í fyrsta bæjarleyfinu rakst hann á hann á Mokka. Jæja, mikið að maður hittir á þig. Era komnar sölutölur? Ja, en við eram nú reyndar ennþá að fá bókina inn. Mér sýnist þetta verða eitthvað í kringum 300 eintök og þar af þurfum við náttúralega að draga frá auglýsingakosnað. Kæri lesandi: Á íslandi eru fjórar sjónvarpsstöðvar í fuilurn rekstri, 16 útvarpsstöðvar, 3 dagblöð og 14 aukablöð samhliða þeim, 20 mán- aðarblöð sem eru gefín á kafBhús- um, 30 tímarit og 80 landsmálablöð. Samtals koma út 700 bækur og 350 plötur á hverju ári. Hvað búa margir á íslandi? Undir 300.000 manns. Snúum því bökum saman og tökum vel á móti þeim sem þurfa að plögga fyrir jólin. Hver veit nema að ein- hver úr þinni fjölskyldu þurfi að plögga einhverju næst. „Veistu hvað margir eru að kvabha í Gísla þessa dagana að komast í þáttinn hans? Þú sem aðai- gestur eru nú bara 5000 eintök pottþétt Á öskuhaugum ríka fólksins Jakob Jónatansson, fýrrverandi sjómaður í Höfnum. „Ég skil ekki hvernig það má vera að einn söngvari fá 1,7 mflljónir króna fyrir að syngja nokkur lög á þremur kvöldum. Sjálfur er ég fyrr- verandi sjómaður sem fæ aðeins 94 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun. Ég yrði eitt og hálft ár að ná nokkurra kvölda launum svona stórmenna. Lesendur Vinur minn sem vinnur í fiski nær ekki 22 þúsundum útborgað á viku fyrir átta stunda vinnu. Sjálfur fæ ég ekki séð hvemig ég á næ endum saman nema kaupa bara það allra ódýrasta í matinn og annað ekki. Ég hef ekki drukkið brennivín í fimmtán ár og hef ekki reykt síðan ‘64. Og ekki hafa öryrkjamir það betra. Ég er ekki áj*j 4JI m - s 1 í "' * Y*m 1 f itF ^ f , .’i WB rmBj að öfundast yfir velgegni þessa fólks sem er að koma sér áfram en mér finnst mismununin verða orðin ansi mikil. Þetta er að verða eins og í Brasih'u þar sem bömin era skflin eftir á öskuhaugunum á meðan rflca fólkið spókar sig flott og fínt.“ Þórólfur á góðri stund Bréfritari saknar Þóróifs Árnasonar borgarstjóra. Ekki kaupa diskinn Ómar F. Dabney meindýraeyðir hringdi: „Kristján Jóhannsson gekk ger- samlega fram af mér og konunni minni í Kastíjósinu á miðvikudags- kvöldið. Þetta var svo yfirgengileg framkoma og fyrir neðan allar hell- ur. Það var alger skömm að þessu gaspri og gjammi í honum allan þáttinn. En mér fannst stelpan [Eyrún Magnúsdóttir] standa sig al- veg frábærlega vel. Einhver hefði bragðist öðravísi við. Síðan finnst mér miður að Ólafur M. Magnússon sktfli ekki sjá sér fært að halda áfram sínu góða verki. Hann hélt ró sinni allan tímann og var til fyrirmyndar. Og ég er mjög ánægður með að Kristján skuh kalla mig sveitalubba. Það sýnir bara eðli manns sem held- ur að hann sé einhver burgeis. Ég skora á fólk sem hafði hugsað sér að kaupa nýja diskinn hans að sleppa þvi að styrkja frekar krabbameins- sjúk börn um sömu upphæð." Eftirsjá að Þórólfi Reykvfldngur skrifar. Það er eftirsjá að Þórólfi borgar- stjóra. Ekki hef ég neitt út á eftir- mann hans að setja, og óska henni velfarnaðar í starfi. En Þórólfur var maður okkar venjulegra borgarbúa. Hann stóð sig ákaflega vel í starfi og það þurfti ekki glöggt eyra til að heyra meðal Reykvfldnga að hann var afskaplega vel látinn. Hann kom alltaf vel fyrir, hófstilltur og hógvær. Hógværð er meira en hægt er að segja um fyrirrennara hans, af hvora kyninu sem var. Fólk var orð- ið þreytt og leitt á yfirlætinu sem einkenndi bæði Davíð og Ingi- björgu. Þórólfur var lflca jafnan mjög kíminn og skemmtilegur og hafði þetta sérstaka glit í auganu sem einkennir svo marga af Stóra- Hraunskyninu. Mér finnst sárt að þegar upp er staðið þá skifli hann vera sá eini, sem axlar ábyrgð út af olíumálinu. Þó er ég algerlega sann- færð um að hann gerði ekkert mis- jafnt, enda ábyrgðin algerlega yfir- manna sem hvergi sjást axla sína ábyrgð. Ég vil þakka Þórólfi góð störf fyrir okkur borgarbúa og von- ast til að hann gefi aftur kost á sér til opinberra starfa. Ég vil helst að hann verði borgarstjóri aftur, og bið hann að hugleiða það þegar þetta olíufár er gengið yfir. Sandkorn með Kristjánl Guy Burgess • Þjóðarhreyfingin sem kallar sig svo, og lýtur forystu Ólafs Hannibalsson- ar og Hans Kristjáns Ámasonar, kom fram með trukki þar sem boðuð var fjár- söfnun til að kosta auglýsingu í New York Times. Aug- lýsingunni er ætlað að afneita stuðningi íslendinga við innrásina í frak. Nokkra athygli vakti hvaða þjóðþekkta fólk kom fram á kynn- ingarfundi söftiunarinnar, innan um rithöfunda og afturhalds- kommatittsflokksmenn úr Samfylk- ingunni, sat þar stjómarþingmað- urinn Kristinn H. Gunnarsson og klappaði með... • Mörgum þykir það bjartsýni hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni að ætía að koma með bók í jólabókaflóðið svo seint sem raun ber vitni. Almenna bókafélagið hætti við að gefa bók- ina út, að sögn vegna tímaskorts og að vinnslu væri ekki lokið. Enda heyrðum við að fyrir örfáum dögtun væri enn verið að safha myndum í hana. En hvað um það, Hannes veit öðram betur um lögmál framboðs og eftirspurnar og gefur bókina út sjálfur í samstarfi við félaga sína, Sigurgeir Orra og Jónas Sigurgeirs- syni. Bókin hefur væntanlega verið vandlega yfirlesin hjá Eddu og þess gætt að tilvísanir séu í lagi... • Okkur er sagt ofan úr háskóla að siða- nefiid skólans hafi gefist upp á að klára máhð gegn Hannesi og vísað því til Páls Skúlasonar rektors. Málið hefur þegar kostað formúgur, meðal annars var okkur sagt að mál- sóknin í lögbannsmálinu sem Hannes og Jón Steinar Gunnlaugs- son höfðuðu, hafi kostað siðanefnd- ina 700 þúsund krónur þar sem það þurfti að fara bæði fyrir Hæstarétt og héraðsdóm. Framhald málsins er óljóst eins og staðan er... • Við höldum áfram að spá í met- sölulistana eins og bókafólkið. Það era tveir hstar sem fólk er að pæla í. Annars vegar er það listi bókabúðanna sem kemur á mið- vikudögum og hins vegar hstinn sem Félagsvísindastofn- un vinnur fyrir moggann. Þegar sá síðarnefhdi kom í gær, gátu þau hjá Vöku-Helgafelh aldeflis glaðst. Undir stjórn útgáfu- stjórans Drafnar Þórisdóttur á for- lagið nú fjórar af fimm mest seldu bókunum á þessum lista og Amald- ur efstur á báðum listum... • Það sem vekur at- hygli er upprisa Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar sem var kom- inn útaf listanum yfir tíu vinsælustu bækumar. Því er slúðrað að útgef- endur sætti sig ekki við að selja mikið undir 10.000 ein- tökum af þessari bók, enda Ólafur Jóhann oft verið mjólkurkýr forlags- ins. Þess vegna var hrun hans á dögunum mikil vonbrigði. En nú geta menn tekið gleði sína að nýju þegar bókin er f fimmta sæti hjá Félagsvísindastofhun og sjötta á hinum hstanum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.