Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 75 Fréttir DV DV Fréttir • RT Classic vöðl- ur með vöðlu- tösku kosta 12.900 kr. í versluninni Veiðihorninu vð Hafharstræti. Þar fást einnig gervigæsir, 12 skeljar með lausum hausum og kosta þær 7.990 kr. í versluninni fæst einnig mikið úrval sjónauka og kosta þeir frá 3.995 kr. Þá kosta nestistöskur í útileguna, fellihýsið eða veiðitúrinn 4.995 kr. # Anton Berg konfekt er fáanlegt á tilboðsverði í verslunum Hagkaups um helgina. Konfekt- kassinn kostar 1.999 krón- ur í stað 2.995 kr. áður. Þá er hægt að fá 3 kíló af Mackintosh sælgæti á aðeins 2.999 en boxið kostaði áður 4.379 krónur. • Nýjung hjá femin.is er hrotubani sem er í formi munnúða. Úðinn dregur úr hrotum með því að styrkja mjúkan vef efst í hálsinum. Úðinn kailast Stop Snor- ing og er einstök blanda af oh'um og inniheldur einvörðungu náttúruleg efni. Brúsinn kostar 2.190 krónur og á að duga í um sjö vikur. # Þeir sem vilja gæða sér á jólalegum mat ættu að kíkja í Bónus. Þar er hægt að fá skagfirskt hangilæri m/beini á aðeins 999 krónur kílóið. Hálfslítradós af Víking malti kostar að- eins 49 krónur og Bónus- piparkökurn- ar kosta aðeins 199 krónur. # Búrfells grillbuff, 4 stk., kosta 191 krónu og steiktar beikonbollur eru á 3 krónur í Þinni verslun. Auk þess grjónagrautur frá Toro á aðeins 129 krónur. Einn htri af vanillu 650 gr„ kostar aðeins 129 krónur. Jólalagið mitt Heims um ból á aðfangadagskvöld ^ „Mitt uppáhaldsjólalag er Hátiö fer að höndum ein i flutningi Savanna triósins," segir Gerður G. Bjarkiind þula. „Hins vegar er jóla-jólalagið Heims um ból og það vii ég ekki heyra fyrr en klukkan 6 á aðfangadagskvöld, þegar helgi jól- anna er hafin. Svo fæ ég alltaf gæsahúð þegar ég heyri Jusse Björling syngja á sænsku O helge natt." Jólin í ár og fyrra Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður LILLA LILL ERU BESTAR NÝBAKAÐAR Uppanalds- jolagjofin min Úrið frá konunni minni „Min uppáhaldsjólagjaf er úr sem konan míngaf mér fyrir fimm árum," segir Einar Bárðarson, lagasmiður og umboðsmaður.„Ég geng ekki oft með úrið en geymi það á visum stað, spariúrið. Annars finnst mér ekki veraldlegir hlutir það skemmtileg- asta sem ég fæ ijólagjöf, mér finnst alltaf skemmtilegast að geta haldið upp á jólin með konunni minni og fjalskyldunni minni." DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 -16.15, frá 3. desember til og með 14. janúar 2005. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 14. janúar 2005 merkt Holtsgötureitur. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 3. desember 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 SÚKKULAÐISMÁKÖKUR 4. EG fReykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um nýtt deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi í Reykjavík. Holtsgötureitur. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Holtsgötureit, reitur 1.134.6, sem afmarkast af Holtsgötu, Bræðraborgarstíg, Sólvalla- götu og Vesturvallagötu. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að gerðir verði skilmálar fyrir óbyggðar lóðir og fyrir þau hús sem má byggja við og breyta þannig, að við frekari uppbyggingu á reitnum sé til skýr heildarstefna. Stuðlað verði að hæfilegri upp- byggingu og endurnýjun og stefnt að því að nýbyggingar falli vel að því umhverfi sem fyrir er þannig að falleg heild myndist. Miðað er við að nýtingarhlutfall óbyggðra lóða sé að hámarki 1,5. Gert er ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverja 50m2 í viðbótar- byggingarmagni atvinnuhúsnæðis og einu bílastæði fyrir hverja nýja íbúð. Talið er jákvætt að koma bílastæðum fyrir neðanjarðar með garðsvæði ofaná. Á horni Bræðra- borgarstígs og Holtsgötu er gert ráð fyrir að lóðir verði sameinaðar og heimilt verði að byggja allt að 3 hæðir og ris innan byggingarreits. Þar verður gert ráð fyrir neðan- jarðarbílageymslu með aðkomu frá Bræðraborgarstíg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. í Hafnarfjörð um helgina Tilvalið er að llta við Ijólaþorpinu i Hafnar- firði um helgina. Jólaþorpið er staðsett fyrir framan Hafnar- borg og Fjörð og eropiðfrákl. 12 til 18 helgarnar fram að jólum. I 20 litlum húsum eru til sölu vörur sem tengjastjól- unum, þ.e.jóla- skraut, jólagjafir og matvara. Skemmtidag- skrá hefst kl. 14ogá morgun koma fram Margrét Eir, skógarálfurinn Trjálfur og jóla- sveinn heilsar upp á þorpsgesti.Á sunnudag koma fram Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Kalli Bjarni og Kvennakór Hafnarfjarðar. Fyrstu jól kattanna Á jólunum í fyrra: „Strákarnir minir tveirog sonur Ástrósar voru hjá okkur Imatl fyrra og þá voru dúfur I matinn." A jólunum I ár: „ Við verðum bara tvö núna, ég og Astrós, og það verða ekki dúfur I matinn, mig langar að prófa eitthvað nýtt. Svo fengum við nýlega inn á heimilið tvo kettlinga og þetta eru fyrstu jólin sem við höfum þá.“ Á heimilum landsmanna er jólasmákökubaksturinn hafinn eða um það bil að hefjast. Fjárhagslega séð margborgar sig að baka sjálfur jólasmákökurnar frekar en að kaupa þær tilbúnar í verls- unum. Smákökubaksturinn er eitthvað sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og nýtist því sem ánægjuleg samverustund á aðvent- unni. Og gott er að maula heimabakaðar smákökur á kvöldin fram að jólum. Krakkarnir í 4. EG í Austurbæjar- skólanum eru sammála um að heimabakaðar smákökur séu mikið betri en kökurnar sem hægt er að kaupa tilbúnar í verslunum. Þegar DV leit við í skólanum eftir hádegi í gær var 4. EG í heimilisfræði hjá Kristínu Kristófers kennara í skóla- eldhúsinu að sinna súkkulaðis- mákökubakstri. Áhuginn á bakstr- inum og afrakstrinum skein úr hverju andliti sem sum hver voru þakin deigklessum og hveitistrok- um. Rafmagnsþeyturum og sleifum var beitt af öryggi undir styrkri stjórn Kristínar _____ kennara sem skammtaði súkkulaðispæni til bakaranna. „Það er miklu betra bragð af kökunum sem maður bakar heima heldur en kökunum í búð- unum því það er svo langt síðan þær voru bak- aðar," sögðu bakararnir og bættu við að búið væri að baka nokkrar sortir af smákökum á þeirra heimilum. Upp voru taldar piparkökur, smákökur með appelsínu- HRÁEFNI 100 gr, smjör 1 dl. flórsykur 1/2 dl. púðursykur 1 stk. egg 2 dl. hvelti 1/2 tsk. matarsódi 1 tsk. vanilludropar 1/2 dl. súkkulaðispænir AÐFERÐ Byrjið á að kveikja á ofninum og stillið á 200 C. Hrærið saman smjör og sykur þannig að blandan verið Ijós og létt. Brjótið eggið i glas og bætið því smám saman út í deigið. Mælið og sigtið þurrefnin út (og blandið varlega saman. Bætið vanilludrop- um og súkkulaðispæni saman við deigið. Hrærið deigið vel saman. Mótið kökur með tveimur teskeiðum og raðið á bökunarplötu. Bakið í miðjum ofni í 10 til 12 mínútur. aðismákök- ur. Þegar Kristín kennari kall- aði 4. EG að kennara- borðinu til bragði, kókossmákökur og súkkul- að kenna krökkunum að setja deig- ið á plötu með skeið myndaðist ör- tröð við vaskana því allir pössuðu sig á að þvo sér um hendurnar. Áhugasamir fylgdust krakkarnir með leiðbeiningum Krístínar og svo hófust þau handa við að koma deig- inu fyrir á plötunum sem síðan fóru beina leið inn í ofninn. Hér er uppskrift að einföldustu smákökum sem til eru. 180 gr. flórsykur 480 gr. smjörlíki 600 gr. hveiti 1 stk. egg til penslunar Möndlur til skrauts Mjúkt bragð einkennir þessar smákökur sem eru einfaldar í framleiðslu. 325 gr. smjörliki 200 gr. flórsykur 1 stk. egg 450 gr. hveiti 1 tsk. vanilludropar 3 tsk. kakó í helminginn af deiginu. Setjið allt hráefnið í hrærivélarskálina og vinnið rólega saman.Takið helming af deiginu og blandið kókói saman við og hnoðið þar til deigið er orðið brúnt.Takið smáveg- is af hvorum hluta og hnoðið Ktillega saman. Gerið kúl- ur og setjið á bökunar- pappír og bakið við 180"C í 9 til 11 mín. Úr Kökubók Hagkaups. Þessar smákökur eru ein- faldar og mikið sælgæti. 3 stk. eggjahvítur 100gr. sykur 100gr. púðursykur 200 gr. rjómasúkkulaði 150 gr. rúsínur Þeytið eggjahvíturnar vel og blandið sykrinum saman við. Saxið niður súkkulaðið og rús- ínurnar ef vill og blandið saman með sleikju. Setjið á plötu með teskeið og bakið við 170°C í 11 til 13 mín. Úr Kökubók Hagkaups. Blandið hráefnunum vel saman þar til deigið hefur bland- ast.vel og kælið síð- an. Rúllið deiginu í lengjur og veltið upp úr sykri og skerið niður. Bakið við 180"C í 13 til 15 mín. Gott er að pensla hrærðu eggi yfir fyrir bakstur og jafnvel strá hökkuðum möndlum yfir. Úr Kökubók Hagkaups. Guitar Islancio undirbýr ásamt fleirum tónleika í Bústaöa- kirkju Snillingar og stórtenórar Snillingamir í Guitar Islancio verða ásamt kór Bústaðakirkju og stórtenórnum Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni með jólatónleika í Bústaðakirkju sunnudaginn 12. desember á. 20. Stjórnandi er Guðmundur Sigurðsson organisti og Bjarni Jónatansson er undir- leikari. Þarna verður sannkölluð jólasveifla á ferðinni sem er sér- staklega vinsæl og hefur mælst vel fyrir. I fyrra seldist fljótt upp á tón- leikana en þá söng stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson með. Sala miða er hafin og hægt að er nálg- ast þá og upplýsingar um tónleik- ana í BústaðaJdrkju. Betra er að næla sér í miða áður en allt selst upp. Meðlimir Guitar Islancio eru bassaleikarinn Jón Rafnsson og gítaristarnir Björn Thoroddsen og , | F1 .,•••• Guitar Islancio Spilar í Bústaðakirkju ásamt hópi listamanna á næstcujfii. Gunnar Þórðarson. Þeir eru allir með ýmislegt í smíðum. Björn Thoroddsen gaf nýlega út disldnn Lúther þar sem hann spilar tónlist frá miðöldum eftir Martin Lúther sem hann hefur sett í nútímalegra form. Diskurinn heitir Lúther og fæst í hljómplötuverslunum. Skoðaðu bílana í smáauglýsingum DV og Fréttablaðsins. Skoðaðu bílana á www.brimborg.is. Komdu í Brimborg Reykjavík, Akureyri. brimborg Öruggur staður til að vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöföa 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.brimborg.is SPESÍUR IVIEÐ MÖNDLUM GULLA MARMARI ER LITRÍK Það borgar sig að baka sjálfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.