Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 Fréttir DV Kostir & Gallar Róbert Marshall er vel gefínn og fjörugur drengur. Hefur sterk prinsipp og mikla löngun til að hrinda hugsjónum sínum I fram- kvæmd. Einlægur í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Naskur og þefvís fréttamaður. Vinur vina sinna. Gæti gert stóra hluti í póli- tíkinni þegar hann fær leið á fréttaharkinu. Róbert Marshall getur verið orðljótur og hvatvís. Hann er hugsjónamaður og afar til- fínningaríkur. Stundum lætur hann tilfínningar ráða um of. Róbert er óvinur óvina sinna. Gengur stundum fullgreitt um gleðinnar dyr. Einn afþeim sem stefnir á toppinn þótt það kosti fórnir. „Hann er afskaplega góður fréttamaður, gítarleikari og söngvari. Mjög fylginn sér og hefur ákveðnar skoðan- ir. Sérstaklega í stjórnmái- um. Það eru alltafgallar. En þó ég væri að þvæiast með honum I Afrlku varhann aldrei fúllyndur." Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlög- maður. „Hann er vel giftur en kúg- aður á eigin heimili. Hann skreið upp á Kilimanjaro með buxurnar á hælunum og einn mesta sklthæl landsins á bakinu. Hann smjattar þegar hann bryður lundabein. Er næstbesti Árni Johnsen I heimi." Árni Snævarr, þingfréttamaður Fréttablaðsins. „Róbert er metnaðarfullur formaður og skemmtilegur að vinna með. Það getur gustað afhonum. Við höf- um stundum eldað grátt silfur en þrátt fyrir það ergottá milli okkar. Það er engin fýla. Maður getur verið heiðarlegur I samskiptum við hann." Arna Schram, blaðakona og varaformaður Blaðamannafélagsins. Róbert Marshall er fæddur árið 1971 í Vestmannaeyjum. Hann gekk í menntaskóla þar og lét snemma til sln taka I pólitlk og greinaskrifum. Róbert reis til metorða innan Alþýðubandalagsins en lét blaðamennskuna ganga fyrir frama I pólitlk. Hann hefur um ára- bil starfað á Stöð 2 og jafnframt gætt réttinda blaöamanna sem formaður Blaðamanna- félags Islands. Vaxtahækkun Greining KB banka reiknar með að Seðla- bankinn tilkynni í dag milda hækkun stýrivaxta, eða um 0,25%. Leiða megi líkum að því að Seðlabankinn muni stilla stýrivaxtahækkunin í hóf vegna þess hve gengi krónunnar hefur hækkað á síðustu mánuðum. En hátt gengi krónunnar hvetur til einkaneyslu og innflutnings sem síðar getur hefnt sín með snörpu gengisfalli og verðbólgu síðar meir. Nýsamþykkt lög um vitnavernd munu ekki koma að miklu gagni eftir að Hæsti- réttur hnekkti úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um að vitni í axarmáli Barkar Birgissonar fengju að bera vitni að honum fjarstöddum. Nafnleynd vitna talin koma að litlum notum í kunningjasamfélaginu á íslandi. Forsaga málsins er á þá leið að 17. nóvember síðastliðinn úrskurðaði Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari að þremur vitn- um í sakamáli væri heimilt að njóta nafnleyndar í axarmálinu. Auk þess væri þeim heimilt að bera vitni að Berki Birgissyni fjarstöddum. Börkur sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps og sjö líkamsárásir. Það er einna helst fordæmisgildi dóms Hæstaréttar sem menn hafa velt fyrir sér í kjölfarið og telja að hafi gert lögin erfið í notkun vegna þess hversu erfitt getur verið að sanna að ógn stafi af því að bera vitni í sakamálum. Verjendur eru ánægðir og segja undantekningar ekki eiga að vera til í lögum. „Hins vegar liggur fyrir að erfitt verður að beita þessu ákvæði miðað við úrskurð Hæstaréttar." Hæstiréttur segir nafnleyndina duga Jón Steinar Gunnlaugsson, einn þriggja dómara sem hnekktu úrskurði héraðsdóms. Nafnleynd vitna er nægj- anleg vörn að þeirra mati. Staðlaus stafur Athygli vekur að lagaákvæðið sem Sveinn hérðaðsdómari notaði til grundvallar úrskurði sínum var samþykkt á Alþingi 28. maí síðast- liðinn og kveður á um að vitni geti, sé þess óskað, kosið að bera vitni án þess að ákærði sé viðstaddur og geti borið kennsl á persónuauðkenni vitnis. Má því segja að þessi nokk- urra mánaða lagaheimild hafi verið skotin í kaf með dómi Hæstaréttar nú. Enda bendir Sigríður Jósefsdótt- ir, sækjandi í málinu sem um ræðir, á að þótt vitni muni njóta nafii- leyndar sé erfitt í litlu samfélagi eins og íslandi að koma í veg fyr- ir að ákærðu beri kennsl á vitni sitjandi í sama dómsal. Ákærða tryggð réttindi „Ég á erfitt með að sjá hvernig hægt sé að færa sönnur fyrir ógnunum eins og dómur Hæsta- réttar vísar til," segir Sigríður. „Það liggur fyrir að ákærða hefði getað verið tryggð sanngjörn máls- meðferð jafnvel þótt hann sæti ekki í sama sal og vitnin enda hefði hann haft tækifæri til að hlýða á vitnisburðinn í öðru herbergi og jafnhliða því get- að komið ábendingum til verjanda um spurningar eða slíkt," segir Sigríður sem telur það alls ekki brjóta í bága við réttláta málsmeð- ferð að útiloka ákærðu í sakamálum frá því að vera í dómsölum, sé þess gætt að ákærði geti hlýtt á vitnis- burð og borið af sér það sem þar kemur fram. Hún vill ekki segja til um hvort nýsamþykkt lög hafi hugsanlega ekki verið nægilega skýr. „Það er voða erfitt að segja til um það en hins vegar liggur fyrir að erfitt verður að beita þessu ákvæði miðað við úrskurð Hæstaréttar," segir Sigríður. „Það er erfitt að sanna það að vitnum standi ógn af ákærðu í svona málum." Verjendur sátt- ir Þeir verjendur sem DV hefur rætt við í tengsl- um við úrskurð- inn hafa lýst yfir ánægju með hann. Þeir segja að undantekn- ingar eins og Vitni þurfa að mæta honum Hæsti- réttur úrskuröaði að Berki væri heimilt að vera viðstaddur vitnisburð þriggja vitna sem telja sérstafa ógn afhonum. Hann sætir ákæru fyrirsjö líkamsárásir og tilraun til manndráps. sú sem víkur frá þeirri reglu að ákærðu í sakamálum geti verið viðstaddir vitnisburði og borið af sér sakir eða lagt fyrir spurningar séu ávallt illa séðar meðal lögmanna og því sé það fordæmi sem nú hefur verið gefið af Hæstarétti til góða. Kristján Stefánsson, hæstaréttar- lögmaður og verjandi Barkar Birgis- sonar, segir að dómurinn sé ánægju- legur enda styðji hann kröfur hans í málinu. „Það er ekki nóg að hugleiða og ætla í þessu, menn verða að sýna fram á raunverulega hættu. Ef þetta hefði gengið firam á þann hátt sem dómari setti upp þá gæti hver, hvar sem er, sagt sér vera ógnað," segir Kristján sem telur að misskilnings gæti um framburði vitna fyrir dómi enda sé það skylda borgara í samfé- laginu að bera vitni sé ástæða til þess. Dómari búinn að dæma Kristján bendir ennfremur á að í úrskurði héraðsdómarans, Sveins Sigurkarlssonar, sé ámælisvert að þær átta ákærur sem Börkur sætir nú en hefur ekki hlotið dóm fyrir, séu notaðar til grundvallar ákvörð- un um fjarveru hans úr dómsal. Seg- ir Kristján það alvarlegt að vikið sé firá þeim stjórnarskrárbundna rétti að ákærði sé saklaus uns sekt hans þyki sönnuð með dómi. Ljóst er að vitnanna þriggja í máhnu gegn Berki bíður nú vitna- kvaðning þar sem þeim verður gert að mæta og bera vitni. Vitnin munu lflct og áður njóta nafnleyndar en Börkur mun eigi að síður verða viðstaddur. Ef vimin mæta ekki mun verða gefin út handtökuskipun á hendur þeim og þeirra bíða fjár- sektir. helgi@dv.is Rekstur kvikmyndahúsa í járnum Verslunin GK færir út kvíarnar Dollarinn fellur en bíómiðinn ekki „Við lækkum ekki verð á bíómið- um eins og staðan er í dag," segir Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrarstjóri hjá Regnboganum, um fall dollarans sem stendur nú í tæpum 65 krónum og hefur ekki verið ódýrari í m'u ár. Verð á bíómiðum hefur verið 800 krónur um langt skeið enþað verð var ákveð- ið þegar doUarinn stóð í 120 krónum. „Rekstur kvikmyndahúsanna er í jámum og nú erum við að taka á okk- ur um 30 prósenta launahækkun starfsfólks í sælgætissölu. Svo stönd- um við í samningum við sýningar- menn en kröfur þeirra eru verulegar. Það verður ekki fyrr en að öUum þessum samningum loknum að lltið verður tU bíómiðans og hugsanlegrar lækkunar með tUliti tíl doUarans," segir Jón Eiríkur. Bridget Jones er í bíó Miðinn kostar 800 krónur en ætti að kosta 500 miöað við gengi dollarans. Flestir samningar um kvUcmyndir sem koma tíl landsins eru gérðir í doUurum og því skiptir gengi hans miklu. Miðað við lækkun á gengi hans ætti bíómiðinn í dag að kosta um 500 krónur í stað 800 króna: „En máUð er flóknara en svo,“ segir Jón Eiríkur. Gunnarog með Debut Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, sem kennd eru við verslunina GK á Laugavegi, hafa stofnað nýtt fatafyrirtæki. Gunnar og Kolbrún vöktu talsverða athygli fyrir nokkrum árum þegar þau stofnuðu fatamerkið CoUection Reykjavík sem náði talsverðri dreif- ingu á Norðurlöndunum enda var miklu kostað tíl af fjárfestum sem að verkefninu komu. Störar tískusýn- inga voru haidnar í Kaupmanna- höfn auk þess sem dýrar auglýsingar voru keyptar í heimsþekkt tísku- tímarit. Hlutafé félagsins dugði ekki tU að halda útrásinni áfram og logn- aðist merkið því út af á endanum. Nýja fyrirtæki GK-fólksins Gunnars og Kolbrúnar heitir sama nafni og Kolbrún Gunnar og Kolbrún í GK Hafa stofnað nýtt tlskufyrirtæki sem þau kalla Debut eins og fyrsta plata Bjarka heitir. fyrsta sólóplata Bjarkar Guðmunds- dóttur, eða Debut. TUgangur félags- ins er meðal annars fiamleiðsla á tískufatnaði auk heUdsölu og dreif- ingar. Hver veit nema Debut-nafnið reynist þeim jafn farsælt upp á stjörnuhimin tískunnar og það varð Björk í tónlistinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.