Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 Fréttir DV I Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Segist ekkihafaséö orðsendinguna. Loks hefur íslendingum hug- kvæmst að tilnefna rithöfund til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs sem akkur er í. Höfundur sem á erindi við frændþjóðir okkar. Höf- undur sem getur skrifað bækur. Sagt sögur. Einar Kárason er vafalaust fremstur meðal jafningja í íslenskri rithöfundastétt. í raun er hann rósin á þeim óplægða akri. Skín líkt og sól á meðan aðrir eru sem stjörnur að nóttu. Hann er kyndiilinn sem hefur Iýst okkur hinum. Með sagnagleðina Svarthöfði í blóðinu eins og Snorri forðum. Ein- ar Kárason er íslendingum það sem Lego-kubbarnir hafa verið Dönum, Holmenkollen Norðmönnum og Abba Svíum. Einar er okkar maður. Áður hafa minni spámenn úr ís- lenskri rithöfundastétt fengið Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs og ber þar fyrstan að nefna Ólaf Jó- Réttur maður á réttum stað á réttum tíma Tekinn með tvo hassmola Á kvöldvaktinni í fyrrakvöld handtók lög- reglan í Keflavík karl- mann vegna gruns um vörslu og neyslu fikni- efna. Við leit á honum fundust tveir hassmolar. Hann var síðan látinn laus eftir yfirheyrslu. Vaktin var róleg að öðru leyti en tveir ökumenn voru kærðir fyrir umferð- arlagabrot. Annar fyrir stöðvunarskyldubrot og hinn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Ræstingakonur í Hafnarfirði eru æfar vegna útboðs á ræstingum stofnana bæjar- ins. Þær hafa hengt upp orðsendingu á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlifar til bæj- arstjóra þar sem hann er sakaður um að taka erlent vinnuafl fram yfir hafnfirska ræstitækna. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir hita í ræstitæknum. Verkalýðsfélagið sé í málinu. Afleysinga- lögga fær bætur Sýslumanninum í Kópa- vogi og íslenska ríkinu var í gær gert að greiða lögreglu- manni 89 þúsund krónur í bætur vegna vangoldinna launa. Starfaði maðurinn sem lögreglumaður hjá rannsóknardeild lögregl- unnar í Kópavogi árið 2003 að loknu námi en í samn- ingi hans var gert ráð fyrir að hann ynni sömuleiðis við almenna deild lögregl- unnar. Þar sem maðurinn hafði verið ráðinn til að starfa innan almennu deildar lögreglunnar en sinnti að mestu rannsóknarstörfum fannst dómara rétt- látt að maðurinn fengi greiddan mis- mun á launum við deildirnar tvær. Stenslapressa féll á mann Um hádegisbilið í fyrradag var óskað eftir sjúkrabifreið og lögreglu að húsi við Hrauntún í Garði. Þar hafði það slys orðið er verið var aö koma stenslapressu í hús að hún féU á annan manninn sem við það vann. Pressan er um 200 til 300 kg. aö þyngd. Var sá slasaði fluttur á HS og síðan til Reykjavfkur. Er hann talinn vera mjaðmagrindarbrotinn. Bræður í braski Fótboltatví- burarnir ff ægu af Skaganum þeir Arn- ar og Bjarki hafa stofnað fyrirtækið Vait ehf. Tilgangur félagsins er kaup og sala fasteigna, leiga fasteigna auk hvers- konar fjárfestingar- starfsemi. Auk nýja fyrirtækisins reka þeir bræður Hverfis- barinn á Hverfis- götu og tískuversl- anir Retro í Kringl- unni og Smáralind. Viðskiptaumsvif fót- boltatvíburanna eru þannig talsverð. í varastjórn nýja fyrir- tækis Arnars og Bjarka er litli bróðir þeirra Garðar. „BÆJARSTJ ÓRINN GERIR ATLÖGU AÐ HAFNFIRSKUM RÆSTI- TÆKNUM. ÓDÝRT VINNUAFL TEKUR VIÐ,“ stendur á miða sem hangir í anddyri Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Fyrstu fjöldauppsagnir vegna einkavæðingar Samfylkingarinnar á ræstingum bæjarins tóku gildi nú í byrjun desember og er mik- il ólga meðal þess starfsfólks sem sagt var upp. „Það er vissulega hiti í fólki," segir Kolbeinn Gunarsson formað- ur Hlífar. Hann segir miðann í anddyri skrifstofu verkalýðsfélags- ins hafa blasað við honum þegar hann mætti í vinnu í morgun. Orð- sendingin til bæjarstjóra sé ekki frá verkalýðsfélaginu komin heldur óánægðum ræstitæknum sem hef- ur verið sagt upp starfi. „Mér þykja orðsendingar af þessu tagi ekki rétti vettvangurinn til að láta í ljós skoðanir sínar," bætir Kolbeinn við. „En fólki er auðvitað frjálst að gera það sem það vill." Fjörutíu sagt upp Það var í sumar sem Samfylk- ingin í Hafnarfirði tilkynnti að bærinn hyggðist bjóða út ræsting- ar á stofnunum bæjarins. Gengið var til samninga við fyrirtækið Sól- ar ehf. sem var lægstbjóðandi í verkið. Frá upphafi var ljóst að breyttu rekstrarformi myndu fylgja uppsagnir en Lúðvík Geirsson bæj- arstjóri fullvissaði starfsmenn um að farið yrði eftir gildandi kjara- samningum og öllum sem sagt yrði upp yrði boðin ný vinna. Fyrstu starfsmönnunum var svo sagt upp nú í desember. Alls verður um 140 starfsmönnum sagt upp í þremur áföngum. Ósáttar ræstingakonur Ræstingakona sem DV ræddi við sagði öll loforð hafa verið svik- „Þetta fyrírtæki ætlar sér greinilega að ráða útlendinga í vinnu sem sætta sig við minna en við." Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar Segir vissulega hita I ræstitæknum. in. Hún sagði það vissulega rétt að þeim fjörutíu sem var sagt upp í þessari lotu hefði verið boðin aftur vinna en á allt að fjórum sinnum lægri kjörum en áður. Því hefðu flestar ræstingakonurnar hafnað boðinu enda ljóst að nýja fyrirtæk- ið hugsaði aðeins um hagræðingu. „Ég veit um dæmi þar sem verk- efni fyrir tvo starfsmenn sem kost- uðu 160. þúsund samtals voru sameinuð og kostnaðurinn lækk- aður í 40. þúsund. Það er greinilegt að fækka á fólki og borga lægri laun,“ segir ræstingakonan sem er ánægð með tilkynninguna sem stöllur hennar hengdu upp hjá verkalýðsfélaginu. „Þetta fyrirtæki ætlar sér greini- lega að ráða útlendinga í vinnu sem sætta sig við minna en við,“ bætir hún við. Svart dæmi Kolbeinn Gunnarsson hjá Hlíf kannast við dæmið sem ræstingar- hann Sigurðsson, föður Sony-for- stjórans sem líka er byrjaður að skrifa. Þá fékk Thor Vilhjáhnsson verðlaunin út á útlitið og Einar Már Guðmundsson fyrir tilviljun. En nú eru það bókmenntimar sem gilda. Einar Kárason er holdgervingur bókmenntadraums heillar kynslóð- ar. Ákvað strax í barnaskóla að verða rithöfundur og tók síðan út þroska á dönskum stúdentagarði í Kaup- mannahöfti. Sá sem hefur ekki búið á dönskum stúdentagarði veit ekki hvað h'fið er. Og það veit Einar Kára- son manna best. Lífsreynsla hans endurspeglast í öllum skrifum hans og er okkur hinum leiðarljós á breið- götum lífsins sem og öngstrætum dauðans. Einar Kárason getur prívat og persónulega gert kröfu til Bók- lenska þjóðin stendur heils hugar að menntaverðlauna Norðurlandráðs í baki honum. ár með stuðningi okkar allra. ís- Orðsending til bæjarstjóra Lúövík Geirsson fær kaidar kveöjur frá ræstitæknum. bæjarstjorinnh ? ATLÖGU AÐ WNFIRSKUM RÆSTITÆKNU-V ÓDÝRTífj I konan tók hér að ofan. „Ég get staðfest að þetta er á okkar borði," segir hann. Kolbeinn segir jafnframt að verkalýðsfé- lagið sé að rannsaka hvernig nýja fyrirtækið mæli út verkin og nið- urstaða úr því komi von bráðar. „Þeir verða að vinna eftir s kjarasamningi Hlífar," segir Kolbeinn. „Ef þetta er ekki eftir samningum verðum við að grípa inn í.“ Lúðvík Geirsson segist ekki hafa séð orðsendinguna. Farið verði eftir kjarasamningum. Annað komi ekki til greina. simon&dv.is É Hvernig hefur þú það? osalega fint," segir Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri Eddu útgáfu.„Það erástæða til s enda raða bækur okkar Eddufólks sér upp og niður alla metsölulista, fólk virðist taka eim höndum tveim, eins og sagði I Útvegsbankaauglýsingunni á sínum tíma. Svo er jóla- hlaðborð framundan og svo jólabarnið sem kemur eftir óákveðinn tima, þangaö til kaup- um við barnastóla og innréttum barnaherbergið." Ræstitæknar segja sér Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.