Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDACUR 7. DESEMBER 2004
Fréttir DV
Fiskvinnslu- og útgerö-
arfyrirtækið Oddi hf. á Pat-
+reksfirði hagnaðist um
10,9 milljónir króna á síð-
asta rekstrarári félagsins
sem lauk 31. ágúst. Fyrra ár
var hagnaðurinn 18,4 millj-
ónir króna. Rekstrartekjur
lækkuðu vegna sölu á öðru
skipi félagsins, Garðari BA.
Einnig hafði hækkandi
gengi krónunnar áhrif til
lækkunar fiskverðs á
erlendum mörkuðum.
Draumur að
veruleika
Björgvin Valur Guð-
mundsson, bæjarfulltrúi í
Austurbyggð, upplýsti á síð-
asta fundi bæjarráðs að tek-
ist hefði að safna nægilega
mörgum áskrifendum á
Stöðvarfirði til að fá ADSL-
tengingu frá Símanum í
bæinn. „...og nú sjái menn
fram á að sá draumur rætist
alveg á næstunni", eins og
segir í frásögn á fundinum.
Þegar af verður bætist
meðal annars við framboð
af sjónvarpsstöðvum hjá
Stöðfirðingum.
Sjö dópmál
Fáir voru á ferli í miðbæ
Reykjavíkur aðfruranætur
laugardags og sunnudags.
Nokkuð var þó um mikið
drukkna einstaklinga og
erfiða viðureignar að því er
lögregla segir. Sjö fíkniefha-
mál komu upp. Meðal
fíkniefnamálanna var að
bifreið var stöðvuð í aust-
urborginni á laugardag. Við
leit í bifreiðinni fundust
fíkniefni og kannabis-
planta. Tveir voru hand-
teknir vegna málsins. í
framhaldinu var gerð hús-
leit á heimili hinna hand-
teknu. Þar fundust fleiri
kannabisplöntur.
Flugfélag íslands
Vestfirðingar sendir heim
Megn óánægja var meðal vest-
firskra viðskiptavina Flugfélags ís-
lands á Reykjavíkurflugvelli með
vinnubrögð félagsins eftir að flugi
var frestað vegna veðurs í gær-
morgun. Þegar farþegar vélarinnar,
sem fara átti til ísafjarðar klukkan
þrjú, mættu á staðinn kom í ljós að
flugfélagið hafði ákveðið, án til-
kynningar, að láta farþega morgun-
vélarinnar fara á undan þeim sem
áttu bókað. Þeir sem áttu pantað far
með þeirri vél sem næst var á leið í
loftið voru sendir heim. Að sögn
ætíaðs farþega fékk hann þau svör
að lokum að ekki yrði flogið meira
vegna þess að flugmenn væru
komnir á yfirvinnukaup.
Flugfélag fslands er eina flugfé-
lagið sem flýgur til ísafjarðar. Félag-
ið flýgur ekki vestur í myrkri, en það
hamlar ekki flugi til Akureyrar og
Vestmannaeyja. Þótti vestfirsku far-
TF-JMU
Flugfélag fslands
Farþegar voru svekktir í gær.
þegunum undarlegt að ekki væri
notað tækifærið og flogið vestur
meðan hægt var. Eðlilegast þótti
þeim að flugfélagið baktryggði sig
með þeim hætti að það væri fært
um að sinna þjónustunni sem það
býður upp á, enda kostar ekki mikið
minna að fljúga til ísafjarðar en
Kaupmannahafnar.
Þrír menn eru grunaðir um árásina í Fossvoginum um helgina. Einn þeirra,
Ottó Atlason, neitar aðild. Ottó hafði slegist við húsráðandann, Friðrik Johnson,
fyrr um kvöldið og átti harma að hefna. Árásarmennirnir voru á bak og burt
þegar sérsveit kom á staðinn og ganga allir lausir. Lögreglan verst frétta af
gangi rannsóknarinnar.
en ganga lausir
Lögreglan hefur þrjá menn grunaða um árásina í Fossvogi um
helgina. Þeir hafa allir verið kallaðir í yfirheyrslur en enginn
þeirra hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mennirnir þrír
skutu upp lás og réðust á húsráðanda með golfkylfu og hamri.
Ástæðan var hefnd.
Það voru þrír menn sem réðust á
Friðrik Johnson í Fossvoginum um
helgina en ekki sjö eða átta eins og
greint hefur verið frá í fjölmiðlum
síðustu daga. Lögreglan hefur yfir-
heyrt mennina sem allir hafa komið
við sögu lögreglunnar áður. Árásin
var hefndaraðgerð.
Einn af mönnunum þremur,
Ottó Atlason, neitar því að hafa ver-
ið hluti af hópnum sem réðst á Frið-
rik. „Við lentum í slagsmálum fyrr
um kvöldið og skildum ekki í góðu,"
segir hann. „Eg veit samt ekki hverj-
ir réðust á hann seinna. Ég var ekki
einn af þeim."
Samkvæmt heimildum DV er
ástæða árásarinnar hefnd fýrir
slagsmálin fyrr um kvöldið. Einnig
ganga sögur um meint ofbeldisverk
Friðriks sem strákarnir þrír hafi
ætíað að hefna fýrir. Engin þeirra
frásagna hefur fengist staðfest og
sjálfur segir Friðrik þetta rógburð.
Ómar Smári Friðriksson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá Lögregl-
unni í Reykjavík, segir rannsókn í
fullum gangi en á þessum tíma-
punktí sé erfitt að staðfesta ná-
kvæma atburðarás. Hún muni skýr-
ast á næstu dögum.
Atburðarásin virðist hafa verið á
þann veg að Ottó og félagar spörk-
uðu upp útidyrahurðinni að Loga-
landi 17. Þegar inn var komið neitaði
Friðrik að opna dyr íbúðar sinnar
svo einn af þremenningunum, sem
gengur undir nafninu Davíð
Capone, skaut upp lásinn. Mennim-
ir mddust inn og rústuðu íbúðina.
Friðrik var laminn með golfkylfu
og hamri.
Mennirnir þrír virðast hafa farið
úr íbúðinni aðeins nokkrum mín-
útum eftir að þeir ruddust inn.
Lögreglan fór ekki inn í íbúðina
fyrr en um hálftíma seinna. Ástæð-
an var bið eftir sérsveitinni. Þegar
sérsveitin var loksins komin á stað-
inn voru árásarmennirnir á bak og
burt.
Ottó Atíason neitar því að hafa
átt aðild að árásinni. Samkvæmt
heimildum DV hafa mennirnir þrír
sammælst um að neita því að hafa
ruðst inn. Lögreglan lýsti eftir Ottó
um helgina og leitað að rauðum bíl
hans um alla borg.
í blaðinu í gær var sagt frá því að
Friðrik hefði slasast á hönd fyrir um
tveimur vikum í mótorhjólaslysi.
Friðrik segir það ekki rétt. Hann
hafi slasast í júh' í sumar. „Það er
fráleitt að áverkar mínir séu eftir
mótorhjólaslysið en ekki árásina,"
segir hann.
simon@dv.is
„Við lentum íslags-
málum fyrr um
kvöldið og skildum
ekki í góðu"
Meint skotför á hurðinni Árásarmennim-
ir skutu upp lás á hurð að íbúð Friðriks.
Norðanstúlka sendir ráðherra kveðju
Valgerður gerði
mig að morðingja
Valgerður Sverrisdóttír, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segir ffá því að
ung stúlka að norðan hafi sent henni
bréf og sagt ráðherrann hafa gert sig
að morðingja með því að styðja
stríðið í írak. Þessu segir Valgerður
frá á heimasíðu sinni á netinu. Val-
gerður segist vera hugsi yfir þessari
kveðju stúlkunnar og fer yfir aðdrag-
anda þess að ísland var sett á lista
þeirra staðföstu þjóða sem studdu
innrásina í írak. Telur Valgerður að
það hafi verið eðlilegt í ljósi sögu-
algerður Sverrisdóttir
túlka að norðan sakaði
hana um að hafa gert sig
að morðingja.
legra
tengsla
við
Banda-
ríkja-
menn og Breta og aðild fslands að
Atíantshafsbandalaginu.
Valgerður bendir einnig á að
ísland hafi ekki haldið úti herliði í
írak heldur hafi íslensk stjórnvöld
eingöngu staðið með bandamönn-
um sínum í stríðinu. Það sé allt ann-
ar hlutur.
„Ég er að afgreiða vel gert jólahlaðborð okkar á fullu og það gengur bara vonum framar.
Svo erég að undirbúa nýtt„Food and Fun"-matarævintýri sem skellur á í febrúar næst-
“ segir Sigurður Hall, matreiðslumaður á Hótel Óðinsvéum.
Hvað liggur á?