Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Side 10
J0 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 Fréttir 0V Kostir & Gallar „Ég myndi fyrst og fremst segja aö heisti kostur hans væri aö hann ætti trúna. Þaö er einn stærsti kosturinn hans. Hann er ófeiminn við að boöa trúna og skammast sín ekki fyrir fagnaöarerindiö. Hann er einiægur og trúr i því sem hann gerir. Hann WÆ’WWM getur lika verið gaman- —Æm samur. Það sem við hendum gaman aö hérna er aö það er alltafstórkostlegast þaö sem hann erað gera." VörÖur Traustason, forstöðumaður Filadelfíusafnaðarins. „Hans kostur og galli eru sami hluturinn. Þaö er kjafturinn á honum. Hann er mælskur. Þaö er svo sem engu við það aö bæta." Páll Róslnkrans Óskarsson Gunnar Þorsteinsson er heið- arlegur maður, gamansamur og fylginn sér. Hann lifir sam- kvæmt fagnaðarerindinu og elskar náungann. Hins vegar þykir hann í sumu sækja umdeild mál sin afofmiklu kappi. Þá er hann umdeildur meðal þeirra sem ekki trúa Biblí- unni upp á bókstaf. Þórarinn V. Þórarínsson Vill frið en fær ekki. Sumarbústaður Þórarins Hefur öll leyfi til athafna en þykir nágrönnum hann fara fullgeyst. Eigendur sumarbústaða í Mjóaneslandi við Þingvallavatn eru orðnir þreyttir á því sem þeir kalla „yfirgang og frekju“ Þórarins V. Þórarinssonar, fyrrverandi forstjóra Símans. Segja þeir framkvæmdagleði Þórarins þvílíka að furðu gegni að hann sé ekki fyrir löngu kominn í sóknarnefndina i sveitinni. Stríðsástand við söngvari. „Gunnar Þorsteinsson hefur marga góöa kosti, drengurinn. Hann er framsækinn, ýtinn og fylginn sér. Efhann hefur áhuga á einhverju þá fylgir hann þvi eftir. Hann er ekkert aö fara í kring- um hlutina, talar um- búðalaust um þá eins og honum finnstþeir vera. Ég hefaldrei vit- aö annað en hann segi rétt og hreint frá. Þaö er gaman aö vera i kringum hann og er hann vanaiega hrókur alls fagnaðar. Þessir kostir geta líka virkaö sem gallar, aö vera fylginn sér og fyigja sínum málum meö einurö. Þaö getur veriö stór galli hjá mönnum ef þeir geta ekki sett sig vel í spor annarra, en Gunnar hefur gert þaö ágætiega." Högni Valsson, rafeindavirki og for- stöðumaður Vegarins. Cunnar Þorsteinsson er fæddur í Reykja- vík 1951. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Einarsdóttir húsmóðir og Þorsteinn Oddsson verktaki. Hann á þrjú systkini. Gunnar á fjögur börn. Hann lauk lands- prófi frá Vogaskóla 1967 og fór IMH. Þaðan fór hann í guðfræðinám til Christ Gospel Bible Institute i Bandarikjunum. Hann hefur verlö framkvæmdastjóri Virkni, Þakklæðningar, ístjórn Kristilegr- ar fjölmlölunar og frá 7979 hefur hann veriö forstööumaöur Krossins. Ólæti á löggustöð Rétt eftir miðnætti á föstudag óskaði leigubíl- stjóri eftir aðstoð lög- reglunnar í Reykjavík vegna farþega sem hlaupið hafði úr bflnum án þess að greiða far- gjald. Lögreglumaður náði farþeganum á hlaupum og var hann færður á lögreglustöð. Þegar þangað kom æstist farþeginn mjög og hóf að henda munum. Var hann þá handtekinn og færður í fangageymslu þar til hann róaðist. Að sögn nágrannanna urðu bílhlössin það mörg að stórsér á fjallinu og segja sumir að það sé horfið að hálfu. Erfingjar Ingimars Brynjólfssonar heildsala og Ólafs Johnson stórkaupmanns eru komnir í heiftúðugt stríð við nágranna sinn í Mjóaneslandi við Þingvallavatn og segja hann vaða yfir allt og alla með yfirgangi og frekju. Nágranninn heitir Þórarinn Viðar Þórarinsson og er fyrrverandi forstjóri Símans. Erfingjar kaupmannanna heitinna hafa um árabil átt sumarbústaði við Þingvallavatn og undu þar hag sínum vel þar til Þórarinn Viðar kom í sveit- ina. Eignaðist hann skika af landinu í gegnum tengsl eiginkonu sinnar við þá sem þarna voru fyrir og hóf strax miklar framkvæmdir. Lýsa nágrannar hans því þannig að hann blási út á staðnum og sé kominn langt út fyrir þau mörk sem honum séu ætluð. Til marks um athafiiasemi Þórarins við Þingvallavatn firmst nágrönnum hans mesta furða að hann sé ekki þegar kominn í sóknamefndina á staðnum. Fjallið minnkar Fyrstu deilur Þórarins við ná- granna sína vom út af bátaskýli sem Þórarinn hugðist byggja og stefiúr enn að. Að sögn Arinbjöms Vdhjálmsson- ar, slápulagsfulltrúa í uppsveitum Ár- nessýslu, hafði Þórarinn og hefur fifllt leyfi til að byggja skýlið samkvæmt kaupsamningi á landinu sem bústað- ur hans stendur á. Þá hóf hann um- fangsmikla vegagerð og fékk leyfi til að sækja nokkur bflhlöss af möl í Mið- fellið sem þama stendur hjá. Að sögn nágrannanna urðu bflhlössin það mörg að stórsér á fjaUinu og segja sumir að það sé horfið að hálfu. Þá hefur Þórarinn byggt bflastæði við sumarbústað sinn utan lóðar og fer það ekki síst í taugamar á erfingjum Ingimars Brynjólfssonar og Olafs Johnson. Þórarinn vill frið „Við höfum ekki aðhafst neitt það sem við höfum ekki fullt leyfi fyrir," segir Þórarinn V. Þórarinsson sem vill eins og aðrir hafa frið við bústað sinn á Þingvöllum en fær vart vegna ókyrrðar í nágrönnunum sem reyndu að ná fundi hans um helgina. Vegna foráttuveðurs gekk það illa og endaði með því að erfingjar Ólafs Johnson óku út af en afkomendur Ingimars Brynjólfssonar sluppu betur. En Þór- arin hittu þeir ekld. Sem kunnugt er var sumarbústað- ur Þórarins V. Þórarinssonar í fiéttum fyrir nokkrum misserum þegar hann lét flytja þangað trjáplöntur á kostnað Símans sem hann veitti þá forstöðu. Féllst Þórarinn á að endurgreiða þann reikning þegar hann lét af störfum sem forstjóri og var endurgreiðslan hluti af starfslokasamningi hans sem rúmaði vel flutningskostnaðinn á trjánum. Mörður Árnason þing maður Samfylkingar- innar Einn afsex flutn- ingsmönnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ! menntamálaráð- herra Ríkisútvarpið heyrir undir ráðu- neyti hennar. Sex þingmenn leggja fram tillögu um nýsköpun Rikisútvarpsins Sjálfstætt þjóðarútvarp í almannaþágu Sex þingmenn Samfylkingcirinn- ar hafa lagt fram tillögu um nýsköp- un Rfldsútvarpsins sem almannaút- varps. Leggja þeir megináherslu á sjálfstæði stofnunarinnar. Mörður Árnason, Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhann Ársælsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Þórunnn Sveinbjarnardóttir og Helgi Hjörvar vísa meðal annars til Evrópuráðstil- mæla frá 1996 um að tryggja skuli sjálfstæði almannaútvarps. Flutningsmenn leggja til að nefnd þingflokka, fræðimanna og fjölmiðlafólks athugi stöðu RJJV með hliðsjón af þeim tilmælum. Þeir telja að gerbreyta þurfi núverandi stjórnarfyrirkomulagi RTJV, að al- mannaútvarp miði við dagskrá og þjónustu við almenn- ing, ríkisrekstur sé ekki aðalatriðið, það- an af síður að stjórn- málamenn séu þar hæstráðendur. Al- mannaútvarp þurfi að vera sem óháð- ast viðskiptahags- munum annarra og því þurfi að draga úr hlutfalli auglýsinga og kostunar í heildartekj- um RTJV. Afnotagjöld henti ekld lengur sem megintekjustofn, í stað þeirra megi hugleiða fé á fjárlögum með langtímasamningum, nefskatt, auglýsingaskatt og rásargjöld svo nokkuð sé nefnt. Kennarar snúa aftur Á fundi sveitastjórnar Austin- byggðar fyrir helgi óskuðu 13 af 16 kennurum við Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar að fá að draga upp- sagnir sínar til baka. Kennararnir sögðu upp þegar lög voru sett á kjaradeilu þeirra. Guðmundur Þor- grfmsson, oddviti Austurbyggðar, ályktaði á fundinum að sveitastjórn- in lýsti ánægju sinni og þakklæti til viðkomandi kennara. Jafn- framt beindi sveitastjórnin því til skóla- stjóra að sam- þykkja beiðni kennara. Ályktun- m var sam- þykkt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.