Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Síða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 11 Munkurinn og mellan Búddamunkurinn Hoa Trung Nguyen þjónar við Phap Bao must- erið í Sydney, Ástralíu. Hann er 47 ára gamall og hefur verið skírlífur allt sitt líf eða þar til um síðustu helgi. Allt þetta skírlífi varð honum um megn og hann smellti frakka yfir kuflinn sinn og hélt í næsta vændishverfi. Þar hitti hann léttklædda dömu sem bauð honum blíðu sína. Eftir að hafa prúttað um verð og komist að niður- stöðu hrundi heimur Hoa, konan var lögreglukona í dulargerfi sem smellti á hann handjárnum. Bundinn ók 600 kíló- metra Indverskur maður ók 603 kflómetra á 15 klukkustundum með hendur bundnar við bíl- stjórasætið. Bifreið sinni stjómaði hann einungis með fótunum, jafnt stýri sem bremsum og bens- íni. Maður þessi rekur skartgripaverslun en hef- ur búið sig þrotlaust undir þetta ferðalag síð- ustu fimm ár. Það var farið til þess að hann kæmist í Heimsmetabók Limca en það er ind- verska útgáfan af Heims- metabók Guinness. Módel valda umferðar- öngþveiti Undirfatabúð í bænum Ordmp fyrir norðan Kaup- mannahöfn hefur komist í fréttimar þar sem hún hefur tekið upp á því að nota lifandi módel til að auglýsa vörur sínar í búðagluggunum. Þetta hefur skapað meiri- háttar umferðaröng- 1 þveiti á götunni fyrir fram búðina þar sem ( ökumenn teygja hálsana hver um annan þveran er þeir aka hjá og gá ekki að sér í umferðinni. Eigandi Boutique Flacon segir að hann hafi orðið vitni að nokkmm aftaná- keyrslum nú þegar. Ali og hinir staðföstu Það hafa verði háð stríð í heim- inum alla mína ævi. Allt frá þvi ég var polli þá hafa {jölmiðlamir verið með ógeðslegar myndir af illa leiknu fólki á forsíðunni. Ég man eftirmyndinniaf Teitur Atlason Ali litli hverfur ekki úr huga t Teits Atlasonar. föðumum sem hljóp með sundur- tætt bamið sitt í skjól undan kúlna- hríð. Ég man eftir því þegar sú lenska afrískra vígamanna að höggva hendur af bömum, komst í heimsfréttimar. Ég man eftir ísra- elskum hermönnum dunda sér við að handleggsbijóta ungan mann. Ég man eftir sundurtættum líkum eftir sjálfsmorðsárás fyrir framan sakleysislegan pizzastað. OgégmaneftirAli. Tólf ára drengnum sem missti alla fjölskylduna sína í árás Banda- rflcjamanna á írak. Hann missti einnig hendurnar upp við handar- krika. Hann missti líka kynfærin. Ég man eftir örvæntingunni í augum hans. Þessi mynd hverfur aldrei úr huga mér. Þegar ég sá þessa mynd- ina af honum brunnum ( skítugu rúminu þá skammaðist ég mín fyrir að vera Islendingur. Davíð Oddson og HalldórÁsgrímsson höfðu nefni- lega nýiega brotið blað í stjórmála- sögu landsins og stutt innrásina á írak (og brotið alla þingræðisreglur í leiðinni), sett nafit landsins á lista innrásarþjóða. Nógu er það slæmt að svona hryllingur viðgangist en að stjómvöld á íslandi styðji að- gerðir sem hafa þessar hryllilegu af- leiðingar þá fallast manni hendur. Ég hvet ykkur til að hringja í síma 90-20000 og ljá söfnuninni lið til að knýja stjómvöld til þess að taka nafn íslands af lista hinna viljugu og staðföstu. Aðgerðir lögreglunnar og barnaverndar gegn skrópi gagnfræða- og framhaldsskóla- nema í borginni San Diego í Bandaríkjunum tóku óvænta stefnu. í ljós kom að margar stúlkur á aldrinum 14 til 18 ára tóku þátt í skipulögðu vændi á götum borgarinnar. Aðgerðir gegn skrópi afhjúpa vændishring Skróp nemenda í gagnfræða- og framhaldsskðlum í borginni San Diego í Bandaríkjunum er orðið það umfangsmikið að lög- reglu- og barnaverndaryfirvöld tóku höndum saman í aðgerðum til að stemma stigu við skrópinu. Aðgerðimar tóku síðan óvænta stefiiu er lögreglan uppgötvaði að margar 14 til 18 ára stúlkur tóku þátt í skipulagðri vændisstarfsemi á göt- um borgarinnar. í umfjöllun rnn málið á vefsíðu CNN kemur fram f viðtali við lög- reglumanninn Thomas Williams að á síðustu mánuðum hafi æ yngri stúlkur sést á helstu vændisgötum borgarinnar. Williams hefur gengið vaktir á E1 Cajon Boulevard um tutt- ugu ára skeið og segir þetta vandmál fara stöðugt vaxandi. „Ég hef séð alt niður í 14 til 15 ára stúlkur vera að selja sig á götunni," segir hann. Einn hópur melludólga Fólkið sem berst gegn bama- vændi í borginni nefnir einkum einn hóp melludólga sem talinn er hafa um helming þessara stúlkna í þjón- ustu sinni. Nefiúst hópurinn „Pimp ‘n Hoes Daily“ eða PHD. Sagt er að sumar stúlknanna sem þessi hópur hafi í þjónustu sinni hafi ekki lokið gagnfræðaskólanámi. „Éghef hitt allt niður í fr'u ára böm," segir Williams. 80% undir 18ára „Ég get keyrt niðm E1 Cajon Boul- evard og sagt þér hverjar stúlknanna em að leita kúnna en um 80% þeirra em undir 18 ára aldri," segir Kathi Hardy, talsmaðm samtaka sem berj- ast gegn bama- og unglingavændi í borginni. Þegar aðgerðir gegn skrópinu stóðu yfir vom 44 nem- endm teknir á þessu svæði. Flestir vom bara að skrópa en einhverjir höfðu lent í klónum á PHD. Seldar til Tijuana Lögreglan í San Diego hefrn nú komið á fót sérstökum hópi lögreglu- manna til að rannsaka þessa vændis- starfsemi í borginni. Vinnm hún náið með lögreglunni í Tijuana en talið er að margar þeirra stúlkna sem PHD og aðrir slíkir hópar „ráði" í þjónustu sína endi með því að vera seldar til Tijuana í Mexikó. Á síðasta ári hafði lögreglan afskipti af 184 stúlkum und- ir lögaldri í San Diego vegna gruns um vændi. Tölumar fyrir árið í ár liggja ekki fyrir en lögreglumenn segja ástandið fara versnandi en ekki batn- andi. Kartöflur til bjargar klúbbnum Fylgjendur fótbolta- klúbbs í þriðju deildinni í Króatíu hafa komið klúbbin- um til bjargar með því að safna kartöflum hon- um til stuðnings. Þegar þeir heyrðu að þeirra ástkæri Nedeljanec FC ætti í fjárhagsvandræðum gripu þeir til eina ráðsins sem stóð þeim til boða. Hópuð- ust saman og söfnuðu um sex tonnum af kartöflum handa klúbbnum en hann er staðsettur í landbúnað- arhéraði sem er þekkt fyrir kartöfluræktun sína. Ivan Fosnar framkvæmdastjóri klúbbsins var hrærður yfir þessum viðbrögðum og segir að Nedeljanec FC sé vel þess virði að bjarga. Reiði á hátíð rasistaflokksins á Bretlandi Enginn veit hvar Usama er Svartur plötusnúður ráðinn á jólaballið Æfareiðir meðlimir BNP flokksins breska, sem einkum er þekktur fyrir kynþáttahatur, gengu út af jólaballi sínu um helgina þegar í ljós kom að ráðinn hafði verið svartur plötusnúður til að sjá um tónlistina. Sá sem skipu- lagði háö'ðina sagði eftir á að mistök hefðu verið gerð. „En gaurinn hljómaði eins og hvítur í símanum þegar hann var ráðinn," var afsökun Bobs Gamer eins starfsmanna BNP. Plötusnúðurinn vissi ekki fyrirfram hvaða hópur það var sem réð hann til starfa og menn létu vera að ráðast á hann persónulega. Phil Edwards tals- maður BNP segir að þeir meðlimir flokksins sem þótti sér misboðið hefðu ákveðið að yfirgefa skemmmnina í staðinn fyrir að móðga plötusnúðinn. „Og hvað er svo vandamálið?" hreytti Svartur plötusnúður C/i gaurinn hljóm- aði eins og hvítur ísímanum þegar hann var ráðinn," var afsökun Bobs Garner, eins starfs- manna BNP. Edwards út úr sér við blaðamann Daily Mirror er hann var spurður um málið. Einn þingmanna Verkamanna- flokksins, Martin Salter, sem spurður var um þessa uppákomu segir: „Það skorti greinilega réttan jólaanda á þess- ari samkomu þeirra." Bin Laden horfinn af yfirborði jarðar Pervez Musharraf, for- seti Pakistans, segir að slóð Usama bin Laden sé orðin köld og enginn viti hvar hann heldur sig þessa dagana. Bin Laden sé al- gerlega horfinn af yfir- borði jarðar og yfirvöld í Pakistan hafi hætt skipu- lögðum tilraunum sínum til að hafa upp á honum. Enn sé hins vegar leitað að Usama á landamærum Pakistans og Afganistans. Usama bin Laden „...er á lífi en fyrir utan það Pervez hítti Tony Blair vltum viö ekkert um að máli í London í gær er hann né hvarl?a?ln i i c.' ■*. „ ursig og eg vil ekki giska hann kom fra viðræðum á . ^ „ við George Bush Banda- ríkjaforseta. Á dagskránni voru við- kæmist á í Pakistan en hann virðist ræður um hryðjuverk, viðskipti, Afg- ekki vera að flýta sér í þeim málum anistan og hið umdeilda Kashmir hérað. Áður en Pervez lagði af stað frá Washington sagði hann í viðtali við Washington Post að Usama: „...er á lífi en fyrir utan það vitum við ekkert um hann né hvar hann heldur sig og ég vil ekki giska á það." Pervez komst til valda í hallarbyltingu árið 1999 og hann hefur stutt við bakið á Bandaríkjamönnum og Bretum í stríðinu í írak. Er hann náði völdum sagðist hann ætla að efna til kosn- inga um leið og stöðugleiki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.