Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 Sport DV Keflvíkingar etja kappi við Bakken Bears í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Árósum en Bears er eina liðið sem hefur tekist að sigra Keflvíkinga í keppninni. Nái Keflvíkingar að vinna leikinn fara þeir langt með að vinna riðilinn. Mitaleikur fyrir okkur Bakken Bears og Keflavík eig- ast við í kvöld á heimavelli Bears í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Keflavík hefur farið mikinn í keppninni fram til þessa og unnið þrjá leiki af Qórum. Bears, sem nýlega varð bikarmeistari í Dan- mörku, er eina liðið í bikar- keppni Evrópu sem hefur náð að leggja Keflavík af velli og er efst í riðlinum fyrir leikinn í kvöld. f íyrri leik liðanna hafði Keflavík betur lengst af en danska liðið sigldi fram úr á síðustu tveimur mínútum leiksins og tryggði sér eins stigs sigur úr tveimur vítaskotum þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Við ætlum að hefna okkar og rúmlega það,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkurliðs- ins, í samtah við DV. „Við vorum lé- legir og óheppnir í bland en ætlum okkur að mæta markvissari til leiks í kvöld og gefa ekkert eftir." Vörnin gekk eftir í síðasta leik og sagðist Sigurður ekki hafa teljandi áhyggjur af henni í leiknum í kvöld. í síðasta leik gekk Keflvfldngum vel að stöðva lykilmenn Béars-liðsins en hins vegar brást sóknarleikurinn. „Það er því algjört lykilatriði að menn séu tilbúnir og leggi sitt að mörkum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu." Keflavfk hefur leikið mjög góðan körfubolta í Evrópukeppninni og lagt allt kapp á að sýna sitt besta andlit í þeirri keppni. Leikurinn í kvöld er, að sögn Sigurðar, algjör úr- slitaleikur fyrir hðið og því mikilvægt að allt gangi upp. „Ef við vinnum leikinn í kvöld þá er nokkuð öruggt að við vinnum riðilinn. Þeir eru hins vegar með afar vænlega stöðu nái þeir að knýja fram sigur og málið er því mjög einfalt. Við ætlum að vinna í kvöld og vinna þannig riðilinn," sagði Sigurður beittur. Takist Keflvfldngum að vinna riðilinn komast þeir í 24 Uða úrslit sem fram fara í byrjun næsta árs. Keflavflc er með pálmann í höndun- um takist þeim að leggja Bakken Bears af velli og það verður að duga eða drepast fýrir þá í kvöld. Leikurinn byrjar kl. 18.30 og hægt er að fylgjast með beinni lýsingu á leiknum á heimasíðu Keflvíkinga. sXe@dv.is Allt I öllu (Evrópukeppninn! Nick Bradford, leikmaður Kefl- víkinga, hefur átt hvern stárleikinn d fœtur öðrum i bikar- keppni Evrópu. Landi lians hefur leikið mjög velsiðan að hann kom i lok október og er með 20,8 stlg, J J fráköst, 5,1 stoðsendingu og 4 stolna bolta að meðaltali iþeim tiu leikjum sem hann hefur spilað með Keflavík á timabilinu. Mynd: Vikurfréttir Keflvíkingar eru í Evrópu þar sem þeir spila leiki númer 29 og 30 á tímabilinu í vikunni Anthony Glover með í öllum leikjum liðsins í öllum umræðum um launaþak í íslenska körfuboltanum kemur ekki fram klausa um yfirvinnu eða aukaálag í samningum þeirra fjöl- mörgu erlendu leikmanna sem hér spila. Ef einhver leikmaður í deild- inni ætti rétt á slíku þá væri það örugglega Anthony Glover. Anthony Glover er að spila sitt fyrsta tímabil á íslandi en þetta er langt frá því að vera hið dæmigerða kepprústímabil íslensks Uðs því Keflavfldngar eru lfkt og í fyrra að fara sínar eigin leiðir. Glover er eini leikmaður Kefla- víkurhðsins sem hefur verið með í öUum 20 leikjum keppnistímabilsins og hann spilaði auk þess sjö af átta opinberum leikjum liðsins á undir- búningstímabiUnu. Á undirbúningstímabiUnu spilaði KeflavíkurUðið átta leiki, fjóra í Reykjanesmótinu þar sem Uðið endaði í þriðja sæti og svo fjóra leiki á Norðurlandamóti félagsliða þar sem þeir tryggðu sér sigur með glæsilegum sigri, 109-89 á finnsku meisturunum frá Kouvot. Á sjálfu keppnistímabilinu hefur KeflavíkurUðið þegar leikið 20 leiki og á samt enn eftir að spila fimm leiki fram að jólum, tvo í Evrópu- keppninni í þessari viku, tvo í deildinni og svo einn bikarleik gegn Haukum um næsti helgi. Glover hefur samtals leikið í 598 mínútur í þessum 20 leikjum eða í 29,9 mínútur að meðaltaU og 160 mínútum lengur en næsti maður sem er Magnús Þór Gunnarsson sem hefur aðeins hvílt í einum leik. Þeir Gunnar Einarsson, Elentínus Mar- geirsson, Gunnar Stefánsson og Sverrir Þór Sverrisson hafa síðan tekið þátt í 17 af þessum 20 leikjum. Glover hefur aUs skorað 440 stig og tekið 171 ffákast í þessum 20 leikjum sem gera meðaltöl upp á 22,0 stig og 9,0 fráköst. ooj@dv.is 20 leikir Anthony Glover hefur spilað alla 20 leiki Keflavíkurliðsins til þess á tímabilinu og samtal i598 mínútur. DV-mynd Páll • •• / •• Sjo a somu slóðum í september Þrír leikmenn KeflavíkurUðsins sem mætir Bakken Bears ÍÁrósum í kvöld voru einnig með fslenska landsUðinu á sömu slóðum í september. íslenska landsUðið tapaði þá með tíu stigum fýrir því danska. Þeir Magnús Þór Gunnarsson (27 mínútur, 8 stig), Jón Nordal Hafsteinsson J7?Í r (15 mínútur, 6 stig) og ^ Amar Freyr Jónsson i ■ ' (2 mínútur, 0 stig) y voru allir í WmL landsUðinu auk þess f pjj sem landsUðs- > VSá þjálfarinn, Sigurður Ingimimdarson, þjálfar einnig Keflavfkurliðið. Fjórir leikmenn í liði Biikken tóku ernnig þátt í þessum leik og skoraðu saman 39 af 81 stigi Dana, þar af skoraði Jens Jensen 19 stig og hinn 2,14 metra hái Chris Christofersen 12 stig. Tryggðu sér blkarinn um helgina Það er í nóg að snúast hjá Dönunum í Bakken Bears lfkt og hjá Keflvíkingum. Um helgina varð Uðið danskur bikarmeistari eftir 71-52 sigur á SjæUand-Uðinu þar sem Jeff Schif&ier skoraði 19 stig og hinn stóri Chris Christofersen skoraði 14 stig og var vaUnn besti maður úrslita- leiksins. Bakken-Uðið er eins og er í öðm sæti dönsku úrvalsdeild- arinnar, tveimur stigum á eftir Sisu en á inni þrjá leiki. Bakken Bears hafa unnið 7 af 8 leikjum vetrarins og em með langbesta sigurhlutfalUð. Álaginu hefur verið létt af Uðinu með því að færa deildarleiki Uðsins aftur fjTÍr Evrópukeppnina. Glover er efstur í fráköstum Anthony Glover hjá Keflavfk er efstur í fráköstum það sem af er kepprn í bikarkeppni Evrópu. Glover hefur tekið 47 fráköst í leikjum fjórum eða 11,8 að meðaltaU. Nick Bradford er í öðru sæti yfir stigahæstu menn með 25 stig að meðaltaU í leik en Glover er þar sjötti með 23,3 stig í leik. Guimar Einarsson sem var lengi með efstu mönnimi er konúnn niður í 13. sætið með 20,5 stig að meðaltaU í Mkjf leik. Magnús Þór • 'r Gimnarsson er síðaníöðrusæti j yfir flestar f þriggja stiga körfur en hann hefur skorað 17 slíkar körfur í leikj- MA imum fjórum eða 4,3 .... að meðaltaU. Gunnar k ; kemur þar skammt á jji eftir í 4. sætinu með 15 þrista. Anthony Glover síðan í öðru sæti f stolnum bolt- um með 13 stolna bolta í fjórum leikjum eða 3.3 að meðaltaU í leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.