Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Qupperneq 25
DV Menning
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 25
Litla skrímslið vann Dimmalimm
Idómnefnd vegna barnabókaverð-
launanna Dimmalimm. sem veitteru
árlega fyrir myndskreytingar íslenskra
barna-og unglingabóka sátu Aöol-
steinn Ingólfsson, listfræðingur, fyrir
hónd Gerðubergs, Kalman le Sage de
Fontenay, grafískur hönnuður, fyrir
hönd Myndstefs og Þórdis Alda Sigurð-
ardóttir, myndlistarmaður, fyrir hönd
Pennans, sem er helsti styrktaraðili
verðlaunanna.
Sem fyrr var dómnefndin á höttum
eftir myndskreytingum sem ykiu við
ritaðan texta með hugmyndaríku upp-
broti á formi og myndmáli, sem aftur
yrði til þess að örva ímyndunarafl og
þroska félagsvitund ungra lesenda.
Að þessu sinni varð fyrir valinu bókin
„Nei! sagði litla skrímslið“ með texta
eftir Rakei Helmsdal og Kalle Guettler,
en myndum eftirÁslaugu Jónsdóttur.
Bókin uppfyllti flest þau sk.ilyrði sem
hér eru tlunduð. Myndmál Áslaugar er
bæði stórbrotið og fyndið og helst i
hendur við brot bókarinnar, samspil
mynda, texta og rýmis á siðum er
óvænt og líflegt og síðast en ekki síst
er boðskapurinn áríðandi en aldrei
uppáþrengjandi.
Um skreytingar Áslaugar sagði héri
DV snemma á þessu hausti:,.Það er
ekki siður ánægjulegt við útgáfu bók-
arinnar að islenskur listamaður nái
fátum á erlendum markaði með þátt-
töku i samnorrænu verki og prenti sem
kemur út á öllum Norðurlöndunum nú
í haust. Allir aðstandendur geta verið
ánægðirmeð vel unnin grip, prentun
og band býður upp á stööuga höndl-
un hjá þeim sem vilja halda bókum að
börnum sínum."
Dómnefndin vildi einnig nefna til
nokkrarmjög ólikarinnbyrðis bækur,
þar sem myndskreytingar eru lofsverð-
ar: Grautardalls sögu með myndum
Sigurborgar Stefánsdóttur með bland-
aðri tækni, Litla bangsa llluga Jökuls-
son með iitríkum tölvuteikningum
Inga Jenssonar. Loks vildi nefndin geta
lofsverðrar tilraunar bókaútgáfunnar
Pjaxa, sem gefur út Ragga litla í jóla-
sveinalandinu eftirHarald S. Magnús-
son.þarsem börn sjáalfarið um
myndskreytingarnar og
ferst það prýðilega úr
henai.
Þetta er i þriðja
sinn sem verðlaun-
in eru veitt. Þau
hafa áður faH-
iðjskautHöllu
Sólveigar Þor-
geirsdóttur og 8ri-
ans Pilkington.
Ný heimildarmynd um baróninn á Hvítárvöllum var frumsýnd á sunnudaginn í Ríkissjónvarpinu.
Á sunnudagskvöld frumsýndi
Ríkisútvarpið - sjónvarp nýja heim-
ildarmynd eftir Dúa Landmark sem
framleidd var af fyrirtæki hans í
samvinnu við Ríkisútvarpið með
styrk frá Kvikmyndamiðstöð ís-
lands.
Baróninn á Hvítárvöllum hafði
löngum heillað áhugamenn um ís-
lenska sögu - til eru nokkrir heim-
ildaþættir um hann og atvinnu-
rekstur hans um aldarhvörf nítjándu
aldarinnar. Tilraunir hans til rekst-
urs stórbýhs á HvítárvöUum, gufu-
báts sem flutti vörur frá Reykjavík
upp í Borgarfjörð og fjósið við Bar-
ónsstíg: aUar þessar stórhuga fram-
kvæmdir hans höfðu lengi verið um-
ræðuefni þegar Dúi fékk áhuga á
sögunum og setti sig skömmu síðar í
samband við Þórarinn Eldjárn sem
frefur um árabil unnið að því að
safiia saman gömlu og nýju efhi um
þennan mann.
Man ég rétt að upphaf þess að
Þórarinn tók að sinna sögu þessa
flökkufugls í Borgarflrðinum hafi
verið áhugi Jakobs Magnússonar að
gera um hann kvikmynd?
Þátturinn á sunnudagskvöldið
vakti reyndar fleiri spurningar en
hann svaraði, enda virtist hann á
köflum vera hvatning áhorfendum
að komast í skáldsögu Þórarins um
ævi braónsins og örlög sem er ný-
komin út. Þórarinn tókst í þættinum
á við sögumanninn Dúa og áttu báð-
ir fullt í fangi með sitt: Dúi að segja
sem mest og Þórarinn sem minnst,
minnugur þess að bókin var enn í
handriti. Því má spyrja hvort ekki
hefði verið raunsærra að geyma
þáttinn ffarn yflr útkomu skáldsög-
unnar og taka þræði þaðan í samtöl-
um, í stað eintala Þórarins.
Verk Dúa bar öll merki okkar fá-
tæku hefðar: myndasagan var byggð
upp af kvikmyndabútum frá öðrum
áratug aldarinnar sem komast næst
tíma barónsins, ljósmyndum frá
samtíma hans, málverkum af Reykja-
vík þess ú'ma (eftir Jón Helgason
biskup?), filmuðum pappírum og
skjölum, auk ótal myndskeiða af Þór-
arni á ýmsum tímum og loks leiknum
atriðum þar sem Stefán Jónsson leik-
ari var á göngutúr um Borgarfjörð-
Dúi Landmark Svarthvítir kaflar vel unnir
DV-mynd GVA
inn. Svarthvít endurvinnsla á þeim
og skyjamyndum, streymandi vatni
var raunar vel heppnuð.
Hér var litlu tíl að tjalda og svið-
setning, sjálfstæði frá gögnum í texta
Baróninn
Heimildarmynd
eftir Dúa Landmark
Landmark Kvikmyndagerð
2004
★ ★
Kvikmyndir
myndar og tals ekki nægilegt til að
okkur væri færð heim sagan um að-
alsmann, listamann úr brotínni fjöl-
skyldu sem vildi fóta sig í fram-
leiðslugreinum í norðrinu frekar en
suðrinu þar sem margir jafnaldrar
hans frá Evrópu leituðu hófanna um
framtíð og auðsæld. Ekki var heldur
spurningum svarað, hvorki af Þór-
arni né Dúa: var baróninn samkyn-
hneigður? Var það hlutí af hörmuleg-
um dauðdaga hans á þriðja í jólum í
lest inn í London?
Víst er saga barónsins heillandi -
af því við vitum svo fátt - en var nokk-
uð efni til staðar sem réttlætti kvik-
myndaþátt um hann? Hefði útvarps-
þáttur ekki betur dregið þau gögn
saman?
En eintakið af sögunni hans Þór-
arins er á borðinu mínu og ég bíð
spenntur að lesa það og fá fróðleiks-
þorsta um útlending, hámenntaðan
og fágaðan, sem lét sig dreyma um að
setjast hér að um aldamótin 1900 og
gjörði tfl þess djarfa tilraun. Það er
spennandi saga.
Páll Baldvin Baldvmsson
Flökkufugl í fjosi
Af ferðum Einars Kárasonar
Það erskrök i fréttatilkynningu sem
fylgir ferðaþáttum Einars Kárasonar
frá Máli og menningu. Einar Kárason
sýnir ekki á sér nýja hlið í þessari bók.
Hann er einfaldlega eins og hann hef-
ur alltafverið: sögumaður afGuðs
náð. Víst greina ferðasögurnar fjórar
sem bókin er sett saman úr frá talsvert
persónulegri þáttum í lífi skáldsins,
þáttum sem hann hefurekki freistast
til að skella beint afskepnunni inn á
skáldsögur sínar til þessa, þó bæði í
fyrstu skáldsögu hans og sögunum
sem seinna urðu að Killiansfólkinu
megi greina parta afllfi hans sem
kunnugir voru þeim sem þekktu til Ein-
ars og fólksins hans.
Hér eru minnin úrsögunum skýrar orö-
uð, ekki færö í tilbúið söguform heldur
eru þau einungis réttar og sléttar frá-
sagnir aflífshlaupi manns á miöjum
aldri: fallega falin minning um föður
hans sem á alvarlegustu augnablikum
frásögunnar verður að heldur knappri
og hraðri yfírferð um grimm örlög föð-
urfólks Einars.
Þar verður stórkarlalegur stíllinn
skyndilega þéttur og tekur á sig blæ
sem hefuraðeins sést í skrifum skálds-
ins á mjög einangruðum stööum: Ein-
ar vill einatt hjúpa stórdrama í skrifum
slnum, minningin um Kára föður hans
erlaus við tilfinningasemi, nema í klif-
Einar Kárason Stórkarla-
legur stillinn verdur
skyndilega þéttur.
unum sem veröa sorgarstef sem er
endurtekið nokkrum sinnum og fær
alltafmeiri og meiri þyngd.
Hér er sem sagt vanur sögumaöur á
ferðinni. Stíll Einars veldur því að mað-
urferalltafað heyra röddina tala, fínn-
ur fyrir hljóðdvölum og persónulegri
hrynjandi hans sjálfs, söguandinn er
svo skemmtilega skroppinn beint úr
munninum á blaðið. Jafnvel Iþeim
köflum þar sem sögumaður verður að
fornum sið að rekja sagnfræðilega eða
staðfræðilega þætti sem eru sögunni á
endanum nauðsynlegir, má heyra fyrir
þessari sterku rödd, þessum persónu-
lega blæ.
Þetta er ekki löng bók eða mikil að
vöxtum. Þættirnir hefðu jafnvel mátt
liggja lengur I sögusjóönum og fá
samferðasögur síðar meir. Þeir eru aft-
ur bráðskemmtilegir þegar best lætur
og bregða vissulega skýru Ijósi á ferða-
ár ungra manna um eyjar og lönd fyrir
1980 þegar þeir skáldbræður og nafn-
ar lögöust I þrældóm I Færeyjum og
sóuðu slðan hýrunni á ferða lagi um
England og Frans.
Ramminn um minningu um föður
hans er kostuleg ferð í tóbaksleit aust-
ur fyrir fjall og loks er komin skýring á
seinum skilum á þýöingu á Hryllings-
búðinni. Lýsing á sendinefndarför til
Jemen sýnir hvernig höfundurinn er
Hvar fróm- ur flækist 1 1INAK KAKASON 1
eftir Einar Kárason.
Mál og menn- ing. Verð 4.290 kr. m 1 •Íg&Jk 1
Bókmenntir
naskur á smáatriði í frásögn þegar
hann kemstí söguefni. Annað eríndi á
vegum rithöfundasamtaka skilar hon-
um tilAuswitz undirgráum himni. Ekki
erstaðurinn kræsilegri I sól og
breyskjuhita.
Aföllu þessu verður manninum saga.
Bygging þáttanna rís frá hinu grodd-
aralega og gamansama til æ meiri al-
vöru og enda I hátindi. Safniö er
þannig hugsað sem heild.
Safnið verður seint talið meöal veiga-
mestu verkum Einars en hann dregur
hér fleiri strá I vefinn sem skáldskapar-
llfhans er þegar oröiö.
Páll Baldvin Baldvinsson