Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Áttavilltir við Þjóðminjasafnið. Eyðir aðventunni í leiðréttingar Hér í blaðinu birtist á dögunum yfirfyrirsögn með tilvísun í alþekkt- an jólatexta þar sem stóð: „Skreyt- um hús með grænum greinum." Er hér enn og aftur farið rangt með alþekktan jólatexta sem réttur er svona: „Skreytum hús með grein- um grænum." Og svo kemur: „Gleði ríkja skal í Ha? bænum." Textinn er eftir Elsu E. Guðjóns- son textílhönnuð með meiru en textann mun hún hafa samið 1953. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vitlaust er farið með þennan texta og hefur Elsa þurft að eyða aðvent- unni á hverju ári í að leiðrétta skrumskælingu á honum sem almenningur og fjölmiðlamenn eyðileggja í sífellu um leið og hugað er að jólum. Meira að segja hefur þetta gengið svo langt að á einum stað var textinn orðinn svona: „Skreytum hús í einum grænum“ og er þá langt ffá upphafinu komið. Biður Elsa jólasveina af öllum stærðum og gerðum að fara rétt með texta sinn vilji þeir á annað borð nota hann því rétt skal vera rétt. Elsa E. Guðjónsson Skreytir hús með greinum grænum. Hvað segir mamma Já, auðvitað er ég ánægð með Krist- ínu, eru ekki allir ánægðir með börn- in sln?“segir Hrafnhildur Krist- björnsdóttir, móðir Kristlnar Ómarsdóttur rit- höfundar. Ég les alltafsög- urnar hennar og mér finnst nýjasta bókin hennar mjög fín. Ég er reyndar ekki alveg búin að lesa hana en hún er skemmtileg. Ég get ekki sagt að ég hafi orðið svekkt með það að Kristln væri ekki I hópi þeirra sem tilnefndir voru til bókmenntaverðlauna núna. En það hefði orðið gaman eigi að síður. Ég er afar sátt með að hún skyldi leggja það fyrirsig að segja sögur, en ég gatátt von á öllu frá Kristlnu. Hún hefði allt eins getað orðið læknir eða iögfræðingur, eins og sagt er. Það fer henni prýðilega að vera rithöfundur." Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir er móðir Kristínar Ómarsdóttur, skálds og rithöfundar. Nú fyrir skömmu kom út ný bók frá Kristínu sem hef- ur fengið mjög góða dóma og voru margir á því að tilnefna skyldi hana til fslensku bókmenntaverðlaun- anna. Hún var ekki í hópnum að þesu sinni en hefur verið tilnefnd tvisvar. Hernaðar- drullupytts- rokkur Ummæli Davíðs Odds- sonar á Alþingi um afturhalds- kommatitts- flokkinn Sam- fylkinguna, hafa vakið at- hygli margra. Við fréttum af þessari vísu um málið: Hrokafullur og hávær snýst hernaðardrullupyttsrokkur enda hefur á eymslin þrýst afturhaldskommatittsflokkur. \j\si i iiju muijuiii i\iijijuiujyiii, iici- aðsskjalaverði á Akranesi, að láta ekki bjóöa sérlúsarlaun fyrir vinnu sína og krefjast leiðréttingar og verö- skuldaðra launa fyrir mikilvægt starf í þágu hins opinbera og almennings til lengri tíma litið. bak og burt en leitarhundur rakti slóð þeirra að stað í nágrenninu þar sem fartölva fannst auk veskis ann- ars innbrotsþjófanna sem innihélt meðal annars skilríki hans. Blóðugt blað og DNA-rannsókn á því stað- festi svo veru piltanna í versluninni. Með þessum óförum hljóta þeir Pétur Steinn og Roy Gústaf að teljast með seinheppnari glæpamönnum. Lögregla hrósar hins vegar happi yfir að hafa náð að upplýsa málið. Eigendur tölvanna fögnuðu því líka að svo vel tækist að finna hlutina sem stolið var. Smákrimmar reyna reglulega að stela hlutum úr raf- tækjaverslunum og koma þeim í verð á undirheimamörkuðum. Seinheppnir pjófar Shildu skilríki eftir handa löggu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir helgina tvo Uðlega tví- tuga karlmenn í skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot og þjófnað í tölvuverslun þann 27. janúar síðast- Uðinn. Lögregla komst á slóð tví- menningana þar sem veski annars þeirra og skilríki fundust á vettvangi innbrotsins. Mennirnir tveir hlutu skilorðs- bundna dóma í héraðsdómi í gær. Pétur Steinn Gíslason var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en félagi hans, Roy Gústaf Jackson, fékk þriggja mánaða skil- orð. Dómur Péturs Steins var þyngri þar sem önnur ákæra vegna fíkni- efna var dómtekin með innbrots- kærunni. En Pétur var handtekinn með tæpt gramm af amfetamíni tveimur vikum fyrir innbrotið. Félagarnir brutust inn í verslun Tölvudreifingar og höfðu á brott með sér fimm fartölvur að verðmæti 590 þúsund krónur. Þegar lögregla kom á vettvang voru drengirnir á Seinheppnir Innbrotsþjófarnir Roy Gústafog PéturSteinn gleymdu veski og skilrlkjum á vettvangi við innbrot í tölvuverslun. Lögregla átti ekki I vandræðum með að ná þeim í kjölfariö. Myndin tengist ekki efni greinarinnar DV-mynd Sviðsett mynd/DV Hvassveri sí'degis Allhvasst sf’degis Allhvasst si*degis Hvesslr sédegis +1 Hvassvi-ri Stormur sí-degis Allhvasst Hvassvhri Veðrið Lárétt: 1 þjáning,4 vot, 7 skar, 8 brátt, 10 dreifa, 12 viðkvæm, 13 bylgju, 14 mjög, 15 vökva, 16 skora, 18ferskt, 21 vesalir,22 sæti,23 makaði. Lóðrétt: 1 hrúga, 2 fugl, 3 óslitinn,4 slóttugir, 5 bók, 6 jarðsprunga, 9 styrkti, 11 rödd, 16 hækkar, 17 lát- bragð, 19 úða, 20 veðr- átta. Lausná krossgátu 'GJl 07 'BJá 61 'SBj ZL 'SJJ 9L 'tsnej i l 'iPLJð 6'?f6 9'}|J s'jíuöolus -jn y 'sne|nuu|| £ 'ujo j 'so>| l íwajgon ‘gnei zz 'ssss zz 'Jitune iz ';;Au 81 'e;u 91 'Bo| s i 'Jnjo þ l 'np|Q £ l 'tuæu z l '?Jls o l 'uuas 8 '!1S|J L 'Bnjn y '|oa>| l :;;ajen 3Hvessir sí-degis Hvessir sédegis +3 Hvessir sédegis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.