Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Page 11
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 11
Elliheimili
fyrir hýra
Fjárfestar í Berlín eru að
byggja fyrsta elliheimilið
fyrir samkynhneigða þar í
borg. Ætlunin er að eyða
nærri miUjarði króna til að
byggja heimilið nærri
Nolledorfþlatz, sem er í
miðju hverfi samkyn-
henigðra í borginni. Tals-
maður heimilisins, Hans-
Jiirgen Esch, segir að þetta
snúist um að fólk vilji halda
við samkynhneigð sinni á
efri árum. Heimilið, sem
hlotið hefur nafiiið Magnus-
Hirschfeld-Haus, mun hýsa
150 manns en það á að
opna vorið 2006. Leiga fyrir
tveggja herbergja íbúð í því
mun kosta á bilinu 30 til 60
þúsund krónur á mánuði.
Þjófur
gripinn á
rauðu Ijósi
Rúmenskur þjófur
lagði á flótta efúr að hafa
gripið verðmætt háls-
men hjá skargripasaia.
Hann stoppaði þó á
næstu gatnamótum og
beið eftir grænu ljósi.
Skartgripasalinn sem
hljóp á eftir þjófinum
segir að hann hafi ekki
trúað eigin augum þegar
þjófurinn stoppaði á
rauðu ljósi. En hann
nýtti sér tækifærið og
greip þjófinn og tókst að
halda honum þar til lög-
reglan mætti á staðinn.
Lögreglan segir að þjóf-
urinn hafi bara staðið
þarna og greinilega ekki
viljað fara yfir gang-
brauúna á rauðu Ijósi.
Klámkaraókí
í Skotlandi
Næturklúbbur í Edin-
burgh hefur fundið upp á
nýjung sem ætlað er
að draga kúnna á
staðinn. Flestir vita
hvernig karaókí virkar
en þetta er afbrigði af
því og kallast pomókí.
Leikurinn gengur út á
það að í stað söng-
texta á sjónvarps-
skermi er þögul klám-
mynd sýnd. Viðkom-
andi þátttakandi á síðan að
stynja í takt við það sem er að
gerast í myndinni. Sá sem
getur jafiiað hljóðin í leikkon-
unni Meg Ryan í myndinni
When Harry Met Salfy fær
sérstökverðlaun.
Svindl á
eBay-vefnum
Breski dómarinn Rich-
ard Bray var harðorður í
garð uppboðsvefsins eBay
og kallaði hann paradís
fyrir svindlara er hann
dæmdi konu nýlega í níu
mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa boðiö
upp miða á Glastonbury-
hátíðina, miða sem ekki
vom til. Sara-Louise
Hambridge hagnaðist um
tæplega 400 þúsund krón-
ur á miðasölunni. í dóm-
sal sínum sagði Bray að
eBay byggðist á trausú en
að það kæmi sér ekki á
óvart að það traust væri
misnotað.
Hvílið innbrotsþjófana
Núna er maður alveg yfir sig
hissa á þessum endalausu fréttum
af húsbrotum og innbrotum hér á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hvar
endar þetta allt saman, menn virð-
Óli Ómar Óskarsson
segir borgara landsins
þurfa frið fyrir ofbeldi
og innbrotum.
ast geta ráðist inn í hús hvað eftir
annað án þess að neitt sé að gert.
Þetta tekur sig upp aftur og aftur.
Mér finnst alltof vægt tekið á þessu.
Lögreglan situr við símann og bíð-
ur eftir því að afbrotamennirnir
hringi eða að hún tekur upp sím-
ann og hringir í þá. Spaugstofan
tók ágæúega á þessu um daginn.
Þetta er kannski það næsta sem
maður gerir þegar maður er tekinn
fyrir of hraðan akstur, þá bara gef-
ur maður þeim upp símanúmerið
sitt.
Á meðan geta þessir menn farið
hús úr húsi og lögreglan virðist
kannast við þá alla. Ég held að
menn séu á villigötum hér.
Ég held að ráðið sé að taka fast á
þessu. Ef þetta fólk veit að það
verður frelsissvipt, þá held ég að
það virki á það. Það þarf að dæma
fólkið inn í einhvern tíma. Það þarf
að hvfla þetta fólk, því það á bágt.
Það sem er kjami málsins er að
við, hinir almennu borgarar, eigum
að hafa frið fyrir fólki sem fer um
með ofbeldi og brýst inn í hús og
leggur hendur á fólk. Það erum við
sem málið snýst um og þess vegna
á að taka harðar á þessu. Það er
löngu tímabært.
Viðamiklar breytingar eru fram undan hjá bresku sjónvarpsstöðinni BBC. Ætlunin
er að fækka starfsfólki um 10% og nota sparnaðinn til dagskrárgerðar. Mark
Thompson, forstjóri BBC, segir að spara eigi nærri 40 milljarða króna á ári.
frá BBC
Mark Thompson, forstjóri BBC, hefur kynnt viðamiklar breyting-
ar sem fram undan eru hjá stofnuninni. Þær fela í sér að 2.900
manns verður sagt upp, um 10 prósentum starfsfólksins.
Æúunin er að spara nærri 40
milljarða króna með þessum að-
gerðum. Á móú verður dagskrárgerð
stöðvarinnar efld. Ætlunin er að
flytja stóran hluta af starfseminni frá
London og til Manchester. Mark
segir flutninginn lið í að gera fyrir-
tækinu kleift að endurspegla meir
almenning í Breúandi.
Þær deildir BBC sem harðast
verða úú í niðurskurðinum eru ýms-
ar skrifstofur eins og þær sem veita
öðrum stöðvum þjónustu, starfs-
mannahald, þjálfunar- og fjárhags-
deildir og lagadeildin innan fyrir-
tækisins.
Þriggja ára áætlun
Æúunin er að ná sparnaðinum á
þriggja ára tímabili. Fækkun starfs-
miðstöðin mun breyta
tóninum í rödd okkar
og opna nýju hæfi-
leikafólki leið inn /
dagskrá okkar,"
fólksins mun einkum fara fram með
því að ekki verður ráðið í þær stöður
sem losna svo og að ýmis verkefni á
vegum fyrirtækisins verða boðin út.
Inn í pakkanum er einnig fækkun
400 starfsmanna í þeim deildum
sem sjá um staðreyndaöflun og
kennslu á vegum BBC.
Flutningur til Manchester
Samhliða niðurskurðaráæúun-
inni kynnú Mark Thompson nýja
miðstöð BBC í Manchester en gert
er ráð fyrir að flytja um 2.000 manns
ffá höfuðstöðvunum í London og til
Manchester. Gert er ráð fyrir að hin
nýja miðstöð verði komin í gagnið
eftir fimm ár. „Við æúum að tengja
okkur betur við sveitarfélög í öllu
Breúandi með þessu og miðstöðin
mun breyta tóninum í rödd okkar og
opna nýju hæfileikafólki leið inn í
dagskrá okkar," segir Mark.
Mótmæli hafin
Verkalýðsfélög eru síður en svo
hrifin af þessum aðgerðum og hafa
þegar mótmælt þeim. Þar að auki
segja verkalýðsforkólfar að ef eitt-
hvað verðium þvingaðar afsagnir í
fækkun starfsfólksins muni það landi. Gerri Morrisey varaformaður
kalla á aðgerðir þeirra um leið. Bectu, verkalýðsfélags ljósvaka-
Einnig eru verkalýðsfélögin mót- miðla segir að þetta séu ekki „hlýjar
fallin þvinguðum flutningum á jólakveðjur sem starfsfólk BBC fái
starfsfólki milli landshluta í Bret- nú“.
Níræöri baráttukonu ekki hent á dyr
Vandræði á lúxusskipinu Queen Mary II
Rosa Parks fær fría
húsaleigu til æviloka
Leigjendur Rosu Parks kirkjan sem hingað til hefur
hafa álnreðiÖ að hún geti HKljÍjEÉj|| borgað leiguna fyrir Rosu,
dvalið frítt £ íbúð sinni það wBtK. jí sem nemur um 100 þúsund
sem eftir er ævinnar. Þessir krónum á mánuði.
sömu leigjendur reyndu að 7 Rosa hefur leigt íbúðina
fá hana borna út fyrir tveim- HHQ&£fe||j síðan 1994 og nú hefur eig-
ur árum vegna vanskila á andinn, Riverfront Associ-
leigunni. ates, sagt að leigan sé frí.
Rosa Parks hefur verið „Konan á skilið gríðarlega
ein af þekktustu baráttu- Rosa býr (Detroit virðingu. Það er okkur heið-
konum fyrir mannréttind- og er orðin 91 árs ur að geta gert þetta fyrir
umsvartraíBandarflcjunum gömul. Húnerorö- hana," segir Peter Cumm-
frá því hún neitaði að in slæm til heilsunn- íngs, talsmaður Riverfront.
standa upp fyrir hvítum a^°9u|^íí,st 0 e Eftir að Rosa neitaði að
manni í strætó í Alabama 9 p standa upp í strætó 1955
árið 1955. voru skipulögð meira en árslöng
Rosa býr í Detroit og er orðin 91 mótmæli svartra í Alabama. Sá sem
árs gömul. Hún er orðin slæm til skipulagði baráttuna var þá lítt
heilsunnar og þjáist af elliglöpum. þekktur prestur, Martin Luther King
Það er Hartford Memorial Bapúst- að naftii.
Innráttingar þola ekki
feita Bandaríkjamenn
Athyglisvert vandamál
hefur komið upp um borð í
stærsta og íburðarmesta
skemmtiferðaskipi heims,
Queen Mary II.
Innréttingarnar í skipinu
þola ekki þungann af feitum
Bandaríkjamönnum. Glæsi-
legir stólar í veitingastöðum
og börum um borð brotna undan
þessum yfirvigtarferðamönnum
þannig að til vandræða horfir.
Franska fyrirtækið sem smíðar
stólana hefur á síðustu vikum þurft
að skipta þeim út. Talsmenn Alstom
Chantiers segja að hinir bandarísku
ferðamenn séu þyngri en gert var
ráð fyrir við hönnun stólanna.
Og sérfræðingar segja að þetta
vandamál sé ekki bara bundið við
Queen Mary Glæsilegirstólarl veitinga-
stööum og börum um borö brotna undan
þessum yfirvigtar feröamönnum þannig að
til vandræöa horfír.
Queen Mary. Of feitir ferðamenn
séu orðnir vaxandi vandamál fyrir
bæði flugfélög og farþegalesúr.
Queen Mary fór í jómftúarferð
sín í janúar í ár en skipið getur borið
2.620 farþega og heftir 1.259 manna
áhöfn um borð.