Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Qupperneq 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 15 íDVá Fundur hjá Norðurlands- deild FAS Norðurlandsdeild FAS, Samtök foreldra og aðstand- enda samkynhneigðra, held- ur jólafund að Sigurhæðum á Akureyri fimmtudags- kvöldið 9. desember kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.30 og verða fulltrúar stjórnar til viðtals. Fundarefni verður sambúð og hjónabönd sam- kynhneigðra, fjölskyldulif þeirra, barneignir og ætt- leiðingar. Nýir félagar eru alltafsér- staklega velkomnir. Minnt er á að félagið nær til aðstand- enda homma og lesbia alls staðar á Norðurlandi. Þeir sem eiga ekki heimangengt en vilja fá að fylgjast með og fá sendar upplýsingar frá fé- laginu geta sent tölvupóst á svp&nternet.is. Dansaðu fyrir heilsuna Sérfræðingar mæla með dansi fyrir heilsuna. Þrátt fyrir að fólk haldi að það hafi tvo vinstri fætur er alltaf hægt að hreyfa sig og skaka í takt við skemmti- lega tónlist. Dans er ein besta líkams- rækt sem völ er á. a . Dans- inn þjálfar upp lungu og hjarta og reynir á jafiivægisskynið og styrkir vöðvana. Meðal- manneskja brennir hálfu súkkulaðistykki með því að dansa í rúman hálftíma. Þannig að hvort sem þú ferð í danstíma eða dansar út á lífinu ættirðu að geta fundið dans við þitt hæfi. Holl og góð hreyfing sem styrkir líkamann en er fyrst og fremst skemmtileg. Hve mikla hreyfingu færðu á degi hverju? Hugsaðu til baka og skoðaðu daginn hjá þér. Það þarfekki endilega að vera íþrótt eða lík- amsrækt. Þú getur talið með göngu í búðina, húsverkin, dans, hlaup upp og niður stiga, allt sem hefur fengið þig til að anda hraðar en venju- lega. Það er alltof algengt að fólk hreyfi sig ekkert allan daginn. Það fer úr rúminu á morgnana, upp I bíl, sest í stól I vinnunni, fer á bílnum aftur heim, upp ísófa og upp í rúm. Ekkert afþessu kemur blóðinu á hreyfingu. Finndu leiðir til að auka hreyf- inguna því allt er betra en ekkert. Settu þér það markmið aðnáað minnsta kosti 30 mínútna hreyfingu daglega. Efþú nærð ekki háiftima ádagerrétt að byrja að skoða hvernig þú getur náð hreyfingu útúr dagleg- um athöfnum þlnum. Það eru margar leiðir til hreyfa sig dags- daglega án þess að vera I ræktinni. Taktu lengri leiðina I búðina, hlauptu upp stigana I vinnunni og heima, reyndu að ganga þær leiðir sem þú getur. Láttu líkamann ekki stirðna uppyfirdaginn, teygðu á þér og hristu þig. Stundum þarflit- ið til að líða betur. Kvíði og streita geta skemmt jolin Guðrún H. skrifar: Sæl, nú styttist óðum í jólin og ég finn að ég er farin að stressast svo mikið upp - ég á eftir að gera svo mikið og skammur tími eftir til að fram- kvæma það. Ég hlakka alltaf rosalega til jólanna en lendi yfirleitt alitaf í því í desember að tilhlökkunin víkur fyrir kvíðan- um um að ná ekki öllu sem þarf að gera fyrir jólin. Astæða þess ég vil fá einhverja ráðgjöf út af þessu stressi er sú að yngsta dóttir mín er farin að kvarta yfir því að ég sé alltaf svo pirruð fyrir jólin, þannig að hún er hætt að hlakka til jólanna og bíður nán- ast eftir að þessi tími Ijóss og ffiðar verði yfirstaðin þannig að við getum (eins og hún orðar það) farið að vera eins og eðlileg fjölskylda aftur. Getur verið að ég sé búin að eyðileggja jólastemninguna með stress- inu mínu? Kveöja, Guöiún. „Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til," er lag sem mörg okkar syngja á þessum árs- tíma. Jólin eru að koma, sem þýðir að alhr eiga að gleðjast, eiga saman góðar stundir sem fjölskylda, og sinna þörfum hvors annars. Raun- veruleikinn er því miður ekki ein- ungis hugljúfur og fallegur um jóla- hátíðimar. Böm geta orðið mjög kvíðin vegna alls þess umstangs og breytinga sem oft fylgja jólahaldi, og foreldramir verða oft pirraðir og stressaðir af sömu orsökum. Jólin em nefnilega ekki bara ánægjulegur tími heldur líka streitumesti tími árs- ins! Þær væntingar sem fólk setur sér um jólin em nefiúlega iðulega mjög Feryfir daginn að kvöldi „Ég anda djúpt og lifi í augnablik- ., inu, að mestu,“ segir Sigríður Eyþórs- dóttir, kennari og leikkona. „Þegar ég fer upp í rúm á kvöidin fer ég yfir daginn. Ég er ánægð með daginn ef ég kemst að því að hef ekki sært neinn. Það er mín sjálfsrækt, Það er svo margt sem getur göfgað and ann, til dæmis góð tónfist og góðar manneskjur." X- ■ W' eg miklar. Það „þarf" að baka 10-15 smákökusortir eins og mamma og amma gerðu, og þó að vinnutíminn sé langur, og jafnvel enn lengri en venjulega hjá sumum í desember, það þarf að fara í búðir með þreytt bömin (oft rétt fyrir lokun) til að kaupa jólagjafir og annað tilheyrandi til jólanna. Auk þess em alhr hinir staddir í troðningnum og hávaðan- um í verslunarkjömum landsins á sama tíma, sem iðulega elur af sér pirring og vanhðan. Allir em þreyttir og pirraðir að reyna ná að gera sem mest á sem stystum „dýrmætum tíma" th að geta nú haldið „gleðheg og hamingjurík" jól! Eiga erfitt með að njóta jól- anna Bömin hlakka sem betur fer al- mennt til jólanna en eiga erfitt með allar þær breytingar, ys og þys sem á sér stað fyrir og um jólin. Þau eiga erfitt með að sýna búðarrápi skiln- ing, upplifa pirring foreldra sinna og em jafnvel æst af mikihi sykur- neyslu sem oft fylgir hátíðunum Öh innkaupin sem tengjast jóla- haldi, eins og jólagjafirnar og jóla- maturinn, hafa líka áhrif á buddu fólks. Fólk finnst að það „verði” að kaupa t.d. dýra skartgripi handa kon- unni (sem tákn um ástina), eða „verði" að gefa bömunum stóra pakka þrátt fyrir að skuldástaðan á heimilinu sé kannski hrikaleg fyrir. Á jólunum vhjum við nefnhega sýna hversu vænt okkur þykir um okkar nánustu, og bæta bæði börnum okk- ar og maka upp ahan þann tfina sem við gátum ekki eytt með þeim fýrr á árinu! Það er ekki bara undirbúningur jólanna sem veldur kvíða og streitu, heldur margt annað sem fólk býr við og upphfir í kringum jól. Böm for- eldra sem eiga við vímuefnavanda að stríða kvíða oft jólunum þar sem oft aht fer úr skorðum og endar í drykkjuskap. Svo em aðrir sem hafa upplifað drykkjujól og vhja að börn- in sín fái betri jól en þau sjálf áttu. Þessir foreldrar eiga þó oft sjálfir í erfiðleikum með að njóta jólanna vegna þess að kröfurnar sem þeir gera th sjálfra sín verða of miklar og minningarnar ásækja þá. Óraunhæf markmið valda kvíða Jólin em líka hátíð þar sem ætt- ingjar hittast og halda veislur og finnst að þau „verði” að gleðjast sam- an í sátt og samlyndi. Þessi markmið em oft óraunhæf, valda kvíða og enda stundum jafnvel hla, þar sem fólk getur verið mjög „tætt" og þreytt eftir jólaundirbúninginn. Þetta getur valdið því að þolinmæði þess er af skomum skammti og „saklausar" at- hugasemdir frá fjölskyldumeðlimum geta kveikt stórt bál. Hægt er að tala um að jólin séu táknræn fyrir hina „fullkomnu" fjölskylduhátíð, og því verða jólin oft mjög einmananleg fyrir ein- stæðinga og þá sem misst hafa ástvini sína. Hjá þessum einstaklingum fylgja jólahátíðinni oft blendnar tilfinn- ingar og hjá sumum vekur það upp vanlíðan og kvíða. Ekki telja dagana, láttu dag- ana telja Það sem við þyrftum að gera er að minna okkur á hvað er okkur mikhvægt á jólunum, setja raun- hæfar kröfur til okkar og skipu- leggja okkur vel. Ekki horfa svo mikið á hvað aðrir gera, dýrar jóla- gjafir er ekki það sem sýnir ást og umhyggju. Og mundu að setja inn hvíldartíma og samverustundir í desember fyrir þig og börnin þín. Ég heyrði nefnilega svo fína setn- ingu um daginn sem gæti lýst því hugarfari sem væri gott að við hefðum með okkur í jólaundirbún- ingnum: „Don’t Count the Days, Let the Days Count!" Eða á ís- lensku: „Ekki telja dagana, láttu dagana telja!” Sem sagt, njótum jó- Spyrjið sálfræðingana DV' hvetur lesendur til að senda inn spurningar til Eyglóar og Björns. Þau svara spurningum lesenda f DV a miðvikudögum. Netfangið er kaerisali@dv.is. Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingar gefa lesendum góð ráð til að viðhalda sálarheill. Börn foreldra sem eiga við vímuefna- vanda að stríða kvíða oft jólunum þar sem oft allt fer úr skorðum og endar í drykkju- skap. Svo eru aðrír sem hafa upplifað drykkjujói og vilja að börnin sín fái betri jól en þau sjálfáttu. laundirbúningsins - það skiptir ekki máli hversu mikið við bökum eða þrífum. Það sem skiptir máli eru þær minningar sem við getum átt um jólin - og flestir vilja vænt- anlega að það séu notalegar og yndislegar minningar um að okkur hafi liðið vel á þessum tíma, ekki hvort við fengum stærstu gjöfina, eða að eldhússkápanir væru hrein- ir! Gangiþérvel, Eygló Guömundsdóttii sálfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.