Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 Sport DV Hoddle tekur við Wolves Glenn Hoddie, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri hjá Wolves. Hann tekur við af Dave Jones sem ■J var rekinn frá félag- inu eftir slaka byrj- un. „Við erum mjög rjr. ánægðir að fá Hoddle til okkar. Þetta er sex mánaða samn- ti. 'i rl ) A\ ~ ingur sem er upp- * lagður tími fyrir báða aðila til að venjast hvorum öðr- um,“ sagði Rick Hayward, stjómar- maður Wolves. Hoddle stjórnar sínum _ fyrsta leik gegn Watford á <5* sunnudaginn kemur og mun hann vinna sam- hliða Stuart Gray en saman stjórnuðu þeir Southampton á sínum tíma. Glenn Hoddle var síðast hjá Tottenham en var Iát- inn fara fyrir rúmu ári síðan. Orlygur áfram hjá KA Knattspymumaðurinn örlygur Þór Helgason hefur framlengt samning sinn við 1. deildarlið KA. Nýr samningur Örlygs við KA er til tveggja ára. Örlygur Þór var einn af lykilmönnum KA á síðustu leiktíð og lék 13 leiki í Lands- bankadeildinni með KA. Stórkostlegur lygari Dómtur var kveðinn upp í fyrradag í máli Calvin Murphy, fyrrum leikmanns Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik. Murphy var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fimm dætrum sínum en var sýkn- aður af öllum ákærum. Það er ekki komið að tómum barnakof- anum hjá Murphy því hann á heil fjórtán börn með níu konum. Pauia Storts, saksóknari í málinu, fuilyrti að Murphy hefði spilað með alla sem komu að réttarhöld- unum. „Hann er stórkostlegur lygari. Það sést best á því að hann leyndi fyrir fjölskyldu sinni að hann ætti fjórar aðrar fjölskyld- ur,“ sagði Storts. Líklegt þyldr að hann verði ráðinn aftur til Rockets en liðið neyddist til að leysa hann frá störfrim þegar ákæran barst. Hann var einn af aðalsjónvarpsþulum Rockets-liðs- tns. Maradona að ljúka keppni? Diego Armando Maradona sneri aftur til heimalandsins, Argentínu, eftir þriggja mánaða meðferð á Kúbu. Kappinn, sem er orðinn heimsþekktur fyrir dans sinn við flösu djöfulsins, kókaín, berst nú harðri baráttu fyrir lífi sínu en læknar fúllyrða að hann sé á síðasta snúningi. Kappinn bíður nú spenntur eftir að út- skrifast úr meðferðinni en ætlar að eyða jólunum með fjölskyld- unni. „Þetta var algjör einangrun og ég var orðinn mjög spennt- ur að kotnast út," sagði Maradona, sem leit óvenju vel út. „Haflði engar áhyggj- ur, ég hef það fínt," bætti kappinn ím- við þó svo að hann hafí farið til Buenos Aires gegn ráðleggingum lækna sinna. Það bar ýmislegt til tíðinda á þingi Alþjóða handknattleikssambandsins sem fór fram í Egyptalandi um síðustu helgi. Hinn mjög svo umdeildi egypski forseti sambandsins, Hassan Moustafa, var endurkjörinn með miklum yfirburðum. Þing Alþjóða handknattleiks- sambandsins, IHF, var haldið í Egyptalandi um síðustu helgi og Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sat fyrir hönd íslands á þinginu. Meðal þess sem bar hæst á þinginu var að hinn umdeildi Egypti Hassan Moustafa var endur- kjörinn sem forseti IHF en hann fékk mótframboð frá Svíanum Staffan Holmquist, fyrrum forseta Evrópusam- bandsins. Holmquist var aftur á móti kjörinn varaforseti. Kjartan Steinbach missti síðan sæti sitt sem formaður dóm- aranefndar IHF en Banda- ríkjamaðurinn Christer Ahl fór í mótframboð gegn Kjartani og sigraði. Moustafa er búinn að sitja í fjögur ár og mun sitja næstu flögur. Talið er að Evrópuþjóðimar hafi viljað að Holmquist kæmist í stólinn en greini- lega voru ekki allar Evrópuþjóðimar á því, Moustafa fékk augljóslega atkvæði frá Evrópu því hann sigraði með mikl- um yfirburðum, 85-46. „Einhverjir Evrópubúar virðast greinilega kjósa hann og það er ljóst að hann er duglegur að smala at- kvæðum á þessum þingum," sagði Einar en sögusagnir um spillingu og mútuþægni hafa verið grasserandi í handboltaheiminum og margir hafa reyndar gengið svo langt að segja að Moustafa hafi keypt sér forsetastól- inn á sínum tíma. „Þessi maður kemur frá stað þar sem sið- ferðið er ekki það sama og í Evrópu. Þar geta menn komið sér áfram með mútum og öðru og maður er alltaf hræddur við að hafa slíkan mann við stjórnvölinn." „Ég veit ekkert hversu mikið er að marka þessar sögusagnir um spill- ingu og mútuþægni í hreyfingunni. Þessi maður kemur frá stað þar sem siðferðið er ekki það sama og í Evr- ópu. Þar geta menn komið sér áfram með mútum og öðru og maður er alltaf hræddur við að hafa slíkan mann við stjórnvölinn. Þetta hefur samt gengið stórslysalaust hjá hon- um hingað til og vonandi verður framhald á því." Dularfullt brotthvarf Moustafa er einnig formaður egypska handboltasambandsins og ítök hans virðast ná ansi langt. í for- keppni fyrir Ólympíuleikana byrj- uðu Egyptarnir með fullt Uð en þeg- ar lyfjaeftirlitið mætti á leik hjá Uð- inu voru allt í einu aðeins átta leik- menn á skýrslu. Menn geta svo lagt tvo og tvo saman og fengið þá útkomu sem þeir kjósa. Það vakti síðan athygli á þinginu í Egyptalandi að formaður lyfja- nefndar og lyfjadómstólsins náðu ekki endurkjöri og samsæriskenn- ingin er sú að þeim hafi verið bolað burt þar sem leikmaður egypska landsliðsins hafi faUið á lyfjaprófi. Þó Moustafa sé nokkuð umdeild- ur þá hefur hann gert ágæta hluti og sérstaklega þar sem handboltinn hefur átt undir högg að sækja. Missir Evrópa sæti á ÓL? „Hassan vinnur mikið með Am- eríku, Afríku og Asíu sem er vel enda veitir ekki af þar sem biUð á miUi þjóðanna þar og í Evrópu er ansi mikið. Svo getur vel verið að við sjá- um breytingar á handboltalandslag- inu í framtíðinni. Þar gæti Hassan tekið sæti frá Evrópuþjóðum og sett yfir á hinar heimsálfurnar á Ólymp- íuleikum og það myndi veikja keppnina á leikunum. Þessi maður er aUs ekkert kol- ómögulegur enda hefur hann verið að leggja nokkuð mikla vinnu í upp- byggingu á þeim svæðum þar sem handboltinn þarfnast aðstoðar. Moustafa ræður samt ansi mUdu og honum hefur tekist að skipa stjórn með mönnum sem eru honum þóknanlegir." EHF og IHF ekki á sömu línu Einar segir að það hafi verið fjaU- að um ýmislegt á þinginu þótt það sé fyrst og fremst kosningaþing. „Þessi íþróttagrein þarf að hugsa mikið um útbreiðslumálin og um þau var rætt nokkuð mikið sem og markaðsmál," sagði Einar en það vekur athygfi að Alþjóðasambandið og Evrópusambandið eru á sitt hvorri línunni. „Evrópusambandið viU lengja tímann á miUi heims- og Evrópumóta og hafa það fjögur ár eins og í fótboltanum en Alþjóða- sambambandið er ekki á sömu Hnu þannig að það verður einhver tími í að við sjáum slíkar breytingar. Ég sé það ekki gerast á meðan þessi mað- ur er við stjómvölinn." henry@dv.is í búningi Brasilíu Islensku landsliðsmennirnir Einar Örn Jónsson og Sigfús Sigurðsson sjást hér iklæddir brasillska landsliðsbúningnum eftir viðureign Islands og Brasiliu á Ólympíuleikunum isumar. Hinn um- deildi forseti IHF, Hassan Moustafa, hefur unnið mikið I þágu þjóða í Ameríku, Afríku og Asíu og hver veit nema Brasiliumenn eigi raunhæfa möguleika gegn Islandi í handbolta siðar meir. DV-mynd Teitur Nú eru þeir orðnir tveir Wright-Phillips Þessi er miklu líkari pabba Manchester City þurfti að sætta sig við 2-3 tap á Riverside á mánu- dagskvöldið, fyrsta tap liðsins í fimm leikjum, en Kevin Keegan gat glaðst yfir því að nú hefur hann úr tveimur Wright-Phillips bræðrum að velja eftir að 19 ára yngri bróðir enska landsUðsmannsins Shaun Wright-PhiUips, Bradley, þurfti að- eins nokkrar mínútur til að komast á blað í sínum fyrsta leik í ensku úr- valsdeUdinni. Þeir Shaun (22 ára) og Bradley eru báðir stjúpsynir hins mUda markaskorara Ian Wright sem gerði garðinn frægan með Crystal Palace og þá sérstaklega Arsenal á ámm áður. Það tók Bradley aðeins fjórar mínútur að skora sitt fyrsta mark og á lokasek- úndunum fékk hann tækifæri til þess að tryggja City-liðinu jafntefli. „Hann er gjörsam- lega ólíkur Shaun," sagði Keegan. „Mér finnst hann líkari pabba sínum. Hann er grimmur fyrir framan markið svona dæmigerður markaskorari af guðs náð sem býr tU hluti úr engu Shaun-Wright Phillips Litli bróðirþessa magnaða vængmanns er byrjaður að spila með Man. City. bræðurnir hjá Manchester City: sínum, lan Wright „Hann er lík- ari pabba sínum. Grimmur fyrir fram- an markið. Dæmigerð- ur marka- skorari af guðs náð." og skorar mörk þegar maður heldur að það sé ekki hægt að skora. Bradley er búinn vera hjá okkur síðan í sumar og hugarfar hans hefur heUlað okkur. Hann á auðvitað eftir að læra mikið en hann er duglegur og á eftir að styrkja sig mikið. Hann þarf ekki að læra að klára færin það sáum við í þessum leik og höfum séð í allan vetur með varaHðinu," bætti stjórinn við, sem er væntanlega að horfa á eftir markahæsti manni liðs- ins Nicolas Anelka sem vUl komast burtu frá Manchester. Anelka hefur skorað sex mörk í deUdinni, jafn mörg og Shaun sem hafði skorað í tveimur síðustu leikj- unum á undan leiknum gegn Boro. ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.