Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Síða 29
DV Sjónvarp MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 29 Þolir ekki gælunafnið sitt Madonnahefur bannað eigln- mannl sínum, Ouy Ritchie að kalla sig breska gælu nafninu sínu \ Madge. Madonna hafði aldrei heyrt þetta viður- nefni sitt fyrr en hún flutti til Bretlands og varð ekki ánægð þegar eiginmaðurinn tók upp á þvi að kalla hana þessu nafni. „Þetta er skelfilegt nafn og alveg hræðilega Ijótt, “ segir poppgyðjan. Madonna má ekki til þess hugsa að fjölmiðlar eða aðdáendur hennar kalli hana þessi nafni.„Er þetta eitt- hvað Cockney orðarimu slangur- yrðif" spyr Madonna afar óhress yfir uppnefninu. Langarað ættleiða barn Cynthia Nixon, sem leik- ur hina þóttafullu Miröndu i Beðmálum i borginni, ersögð vera að skoða möguleik- ana á þvi að ættleiða barn með kærustunni sinni, Christine Mar- inoni. Þær vilja endi- lega eignast barn saman en fyrir á Cynthia tvö börn með fyrrum eiginmanni sinum Danny Mozes. Hollywood stóð á öndinni þegar Cynthia kom út úr skápnum fyrirstuttu og hóf samband við konu. Cynthia er hins vegar sögð kippa sér lítið upp við lætin sem hún olli og er hamingjusöm með nýju kærustuna. Biður Beckham afsðkunar Jon Bon Jovi hefur formiega beðið David og Victoríu Beckham afsökun- ar á þvi að hafa skirt son sinn Romeo. Bon Jovi og kona hans, Dorothea, eignuðust sitt fjórða barn í mars síðastliðnum. Þau féllu strax fyrir nafninu Romeo og voru sam- mála um að nafnið væri bæði faiiegt og frumlegt.„Við völdum nafnið Romeo í þeirri trú að það væri frum- legt en síðar komumst við að því að Beckham-hjónin höfðu skirt yngri son sinn þessu nafi. Við biðjum þau afsökunar á þessu," segirJon Bon Jovi. pápsdúkkun og dónakallar Hrollvekjuserían um drápsdúkk- una Chucky var að deyja hægum dauðdaga þegar Hong Kong-snill- ingurinn Ronny Yu tók sig til og gerði alveg þrælskemmtilega fram- haldsmynd sem kallaðist Bride of Chucky. Þar fór Jennifer Tilly með hlutverk Tiffany, fyrrverandi kær- ustu Chuckies, sem hann svo myrð- ir og setur sál hennar í lfkama dúkku svo hann hafi nú einhvem félags- skap. Sú mynd endaði með því að hjúin eignuðust h'tinn króga og fjail- ar Seed of Chucky einmitt um hann, hana eða það. Barn Chucky og Tiffany er nú í eigu iUkvittins búktalara sem mis- notar það óhikað. Þegar það sér svo foreldra sína í sjónvarpinu flýr það til Los Angeles þar sem er ver- ið að nota þá í kvikmynd. Barninu tekst að vekja foreldrana aftur til lífsins og verða það fagnaðarfund- ir þegar þau komast að því að þau eiga afkomanda. Vandinn er hins vegar sá að það er ekki hægt að sjá hvers kyns það er því það vantar alveg kynfæri á það. Chucky vill strák en Tiffany stelpu. Verður það ekki til þess að leysa úr þeim sálarflækjum sem Glen/Glenda, eins og það verður skírt, hefur úr að ráða. Chucky vill svo endilega kenna stráksa til verka sem eðal- morðingi en Tiffany vill verða gott fordæmi fyrir barnið sitt og hætta öllum drápum en það reynist hægara sagt en gert. Þessi stórfurðulega fjölskylda vill svo losa sig við dúkkulíkamana og ákveða að reyna að ná henni Jenni- fer Tilly, sem er að leika í myndinni um dúkkurnar, til þess að gefa þeim líkama sinn með góðu eða illu. Líkt og myndin á undan er grínið í fyrirrúmi og hryllingurinn settur í aftursætið. Samt er þó lífgað upp á þetta með subbulegum atriðum og smá nekt hér og þar. Handritshöfundinum, leikstjór- anum og föður seríunnar, Don Mancini, tekst vel að ger'a subbulega grínmynd sem ætti að geta skemmt flestum. Jennifer Tilly gerir óspart grín að sér og kvikmyndabransan- um. Dónakallinn John Waters er frá- bær sem sorpblaðamaður sem mæt- ir örlögum sínum á ansi hressilegan hátt. Brad Douriff talar aftur fyrir Chucky og Lord of the Rings-félagi hans Billy Boyd fer með hlutverk af- kvæmisins og fer það vel úr hendi. Mér finnst skrítið að framleið- endurnir skulu ekki vera byrjaðir að nota tölvutæknina til þess að gefa Chucky líf en ég verð að viðurkenna að mér fannst dúkkurnar frekar stíf- ar og líflausar stundum. En það sakaði svosem ekki mikið því að myndin er stórskemmtileg og hin hressasta og er skemmtilegt að hún skyldi koma út á sama tíma og Birgitta kemur með sína dúkku. Efríi í framhald kannski? Ómar öm Hauksson Seed ofChucky Leikstjóri: Don Mancini Aðalhlutverk: Jennifer ' Tilly, Brad Douriff, Red- , man, Billy Boyd, John Waters Sýnd i Smárabíó og Regnboganum ★ ★★ Ómar fór í bíó 1 Nú þegar Dido er oröin ein ríkasta kona Bretlands ætlar hún að láta drauminn rætast og feröast. Ætlar í bakpokaferðalag Dido Langar að fara tilAsíu, Ástrallu og Suður-Ameriku Sönkonan hógværa Dido ætlar að söðla um á nýju ári og fara í bak- pokaferðalag um heiminn. Dido, sem hefur selt plötur sínar í miljón- um eintaka, ætíar að taka heilt ár í að ferðast um og langar sérstaklega til að fara til Asíu, Suður-Ameríku og Ástralíu. „Mig langar að ferðast um og skrifa. Ég ætía að leyfa hug- anum að reika og fá hugmyndir fyrir næstu plötu mína. Það er ynd- islegt að geta átt möguleika og efni til að sjá heiminn. Mig langar að sjá eins mikið og ég get.“ Dido, sem er 32 ára, vonast til þess að á ferðalag- inu geti hún fallið í fjöldann og veki ekki athygli. „Ég veit að stundum þekkir fólk andlitið mitt og finnur hjá sér þörf til að tala við mig. Mér finnst það ágætt en myndi þó gjarnan langa til að geta farið leiðar minnar án þess að þekkjast. Ann- ars hef ég ekki þurft að þola mikla áreitni. Ég virðist ekki líta út eins og stjarna því miðað við kollega mína er ég látin mikið í friði." Dido er að öllum líkindum ein ríkasta kona Bretíands. Hún segist þó ekki vera mikil efhishyggju- manneskja. „Ég er enginn bjáni þegar viðkemur peningamálum. Ég á hús og bíl og er hamingjusöm, ég finn ekki hjá mér þörf til eyða of miklu. Það hræðir mig ekki að vera rík. Ég þekki hvernig það var að vera fátæk, einu sinni lifði ég á bullandi yfirdrætti." Brynja Gunnarsdóttir hjá Eddu er 39 ára í dag. „Hér helgar hún sig kærleika og með aukinni sjálfsvitund gerir hún sér Ijóst að ást og náin kynni þarfnast meira sjálfs- trausts af hennar hálfu. Hún er minnt á að eyða aldrei orku sinni í að óska að hún sé annars staðar að gera eitthvað ann- að," segir í stjörnu- spánni hennar. Brynja Gunnarsdóttir VV Vatnsberinn ('/o.yan.-is./eérj w ---------------------------------- Mundu að hin volduga eik vex upp af litlu akarni, kæri vatnsberi. Þú sérð jafnvel ekki mikinn árangurafverkum þínum þessa dagana en það lagast þegar iíða tekur að áramótum. Ekki örvænta eru einkunnarorð til fólks fætt undir stjörnu vatnsberans dagana framundan. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) H Vitsmunalegt stolt þitt á það til að flækjast fyrir þér, kæri fiskur, en hér er þörf á andlegu jafnvægi. Þú ert fær um að fylgjast með dásemdinni birtast í lífi þínu ef og þegar þú kýst að líta betur í kringum þig. Hrúturinn (21.mars-l9.aprH) T Yfirvegun einkennir þig ef marka má stjörnu hrútsins um þessar mundir en þegar líða tekur að helgi finn- ur þú eflaust til einlægrar ánægju þegar þú gefur af þér og gerir það sem þarf til að gleðja fólkið sem þú elskar. ö NaUtíð (20. aprll-20. mai) n Ef þú ert fædd/ur undir stjörnu nautsins er þér ráðlagt að hætta að vera óvirk/ur. Hugaðu vel að því hvernig þú notar dýrmætan tíma þinn og hvernig þú beitir orku þinni. Gleymdu ekki náungan- um og mundu að því meira sem þú gefur, þeim mun meira pláss er til að taka við. Tvíburarnir/?;. mal-21.júnl) Hér birtist tvíburinn ábyrgðarfull- ur mjög sem er mikill kostur. Hann er ör- uggur I framkomu og býr yfir réttu viðhorfi til lífsins. Hann er sterk manneskja þegar kemur að andlegum styrk en er oft á tfðum með hugann við annað en starfið. Kíðbbm(22.júnl-22.júlD___________ Afl heildarinnar sprettur ekki af því að eltast við (myndanir annarra held- ur kemur það aðeins af djúpum skilningi manns á eigin sálu og hæfileikum, af ein- lægri virðingu fýrir jörðinni sem við lifum á og erum sprottin úr og hér er fólk fætt undir stjörnu krabbans minnt á þá stað- reynd sérstaklega. LjÓflÍð (23.0-22. ágúst) Þótt þú kjósir það að þóknast f félaga þínum ert þú jafnframt árásar- gjörn/gjarn í eðli þínu þegar tilfinningar þínar eru skoðaðar. Meyjan (22. úgúst-22. sept.) Kærleikur og skilningur er ávallt hjálp til að auðvelda þér leiðina fram á við. Það eru engar takmarkanir og þú veist það svo sannarlega en gleymir oft á tíðum að gera allt sem þú tekur þér fyrir hendur af kærleika. Þú hefur eflaust nú þegar sent frá þér langanir þínar og innstu drauma sem er gott. o VogÍn (23.sept.-23.okt.) Efþúerborin/níheiminnund- "* ir stjörnu vogar er þér ráðlagt að beina viðkvæmni þinni I sem ánægjulegastar og árangursríkastar brautir. ITL Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0y.) Sporðdrekinn er eflaust við- kvæmur þessa dagana. Ef honum finnst hann vera fastur í sama farinu ætti hann að skoða sjálfan sig og kanna djúpt innra með sér. Ef hann leitar inn á við sér hann hvað það er sem heldur aftur af honum. Bogmaðurinn Hér birtist myndræn líking þeg- ar stjarna bogmanns er tekin fyrir. Hér birtist nefnilega hátt fjall sem þú ert um það bil að klífa. Þú ættir að kanna útbún- aðinn sem þú notar aðeins betur áður en þú leggur (hann því allt þarf að vera traust áður en þú leggur af stað. / z Steingeitin (22.des.-19.janj Lifðu ekki innan takmarkana þinna kæra steingeit og alls ekki vera hrædd við að setja markið hátt. Einnig ættir þú að tileinka þér að opna hjarta þitt og tjá tilfinningar þínar. SPÁMAÐUR.IS *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.