Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Síða 31
DV Síðasten ekkisíst MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 31 Svona prumpar Dr.Gunni Sæll og margblessaður Dr. Gunni heimsmeistari og höfundur prumpulags, ég tók eftir því þegar þú gekkst á sjónarhól DV í síðustu viku og fretaðir framan í þjóðina alla. Það þarf kjark til að setja bræk- urnar að hælum og láta það vaða í margmenni, sér í lagi þegar manni er mikið mál. Ef vera kynni að það hafl gersamlega farið fram hjá þér í öllum hasarnum hvernig prumpið hljómaði þá endurómar það hér. Göng eru geðveiki „Mér finnst þetta vera geðveiki. Ég hef einu sinni farið til Vest- mannaeyja og ef mig langaði óskap- lega aftur þá gæti ég alveg eins flog- ið eða tekið ferju," segir Gunnar Lár- us Hjálmarsson tónlistarmaður, einnig þekktur sem Dr. Gunni. Hann telur út úr öllu korti að leggja jarð- göng milli lands og Eyja. „Þetta er fi'nasta eyja og allt það, en 27 millj- arðar í göng eru bara geðveiki. íbú- arnir verða þá að borga sjálfir. Það er enginn að biðja þetta fólk að búa þarna," segir hann og bætir við að göngin séu „fáránlegt rugl“. Gunnar Lárus er þó ekki afhuga jarðgöngum í sjálfu sér og bendir á að Hvalfj arð argöngin nýtist mörg- um og séu mikil samgöngubót. „ En þessi göng myndu ekki nýtast öðr- um en Vestmannaeyingum. Hvað hefur maður svo sem að gera til Vestmannaeyja?" spyr hann oghlær. „Það var fín upplifun á sínum tíma að koma þarna inn með Heijólfi." Jæja Dr. Gunni heimsmeistari og höfundur prumpulags, það var bara fiiykur af honum þessum en hann helgast nú helst af einstakri van- þekldngu þinni á málinu. Fyrst af öllu eru Eyjamenn ekki að fara fram á að ríkið setji meira fjármagn árlega í samgöngur við Vestmannaeyjar en Páll Scheving Lítið bréftil Gunnars Lárusar Hjálmarssonar frá Páli Scheving Ingv- arssyni Kiallari þegar er gert, heldur að því fjár- magni sé varið skynsamlega og það er ekki ólíklegt að árlegt framlag rík- isins sé óþarft 30 árum eftir að göng- in hafa verið tekin í notkim. Sem sagt, þegar upp er staðið gæti það verið mjög hagkvæmt að ráðast í þessa framkvæmd. Náttúruperla Af því að þér finnst að Eyjamenn eigi að borga göngin sjálfir þá er rétt að benda þér á að í öllum útreikn- ingum er reiknað með veggjaldi, það má því segja að Eyjamenn greiði sinn hluta í þessari samgöngubót. Þá er rétt að upplýsa þig um það að ferðamálafrumuðir telja nátt- úruperluna Vestmannaeyjar verða einhvern vinsælasta viðkomustað ferðamanna á íslandi verði vegteng- ing að veruleika, þá gæti bara vel verið Dr. Gunni heimsmeistari og höfundur prumpulags að erlendir ferðamenn hjálpuðu til við að borga brúsann. Auðvitað hafðir þú enga hugmynd um þetta þó þú vitir upp á mínútu hvenær stóra vartan var fjar- lægð af Jimi Hendrix. Milljónasparnaður Vissir þú kæri vinur að á hafs- botninum milli lands og Eyja hggur vamsleiðsla og einnig rafinagns- og sfrnastrengir, að færa þessa hluti inn í göng mun spara hundruð milljóna í viðhaldi og endurnýjun í framtíð- inni. Datt þér í hug áður en þú fórst kgb@dv.is að æpa og góla að vegtenging við Vestmannaeyjar gæti sparað sólar- hring í siglingum til Evrópu, nei sennilega ekki en þú veist örugglega hvaða næturkrem David Bowie not- aði í júní 1974. Það er afar athyglisvert þegar þú segir „Það er enginn að biðja þetta fólk að búa þarna". Undir högg að sækja Kannski er alltaf verið að biðja þig Dr. Gunni heimsmeistari og höf- undur prumpulags að búa hér eða þar og þú sjálfsagt alltaf að haftia flottum tilboðum eða bara í stöðug- um flutningum. Það er hins vegar staðreynd ágæti félagi að sjávarpláss á íslandi hafa átt undir högg að sækja, Vestmannaeyjar eru þar eng- inn undantekning. Fiskveiðistjórn- unarkerfið hefur fækkað skipum og tæknin fækkar störfum í land- vinnslu, þessi staðreynd kallar á nýj- ar áherslur ef samfélagið á að lifa og bættar samgöngur eru nauðsynlegar til þess að gera Vestmannaeyjar samkeppnishæfar í baráttunni um fólk og fyrirtæki. Vestmannaeyjar eru stærsta ver- stöð íslands, hér býr kjark- og kraft- mikið fólk sem hefur lagt hart að sér við sköpun verðmæta sem nýst hafa við uppbyggingu lands og þjóðar. Það er mín skoðun Dr. Gunni heimsmeistari og höfundur prumpulags að Eyjamenn sem þú kallar „þetta fólk" verðskuldi að umfjöllun um málefni sem þá snerta sé viti borin, rökstudd og að þeir sem um málefnin fjalli hafi kynnt sér þau. Þess vegna, þegar þú spekingur í skræpóttri skyrtu notar orð eins og „geðveiki og fáránlegt rugl" án þess að styðja það með neinum rökum, kemst maður ekki hjá því að tengja þessi orð prump- inu þínu. Vertu ævinlega sæll og blessaður. Páll Schevinglngvarsson Vil losna við vandræðafólk fbúi hjá Félagsbústöðum hringdi Ég vil taka undir með henni Hólmbjörgu sem skrifaði í blaðið hjá ykkur í gær um Félagsbústaði. Það er mikið til í þessu hjá henni. Eftir að Félagsbústaðir urðu til hef- ur það gerst að vandræðafólk hefur komið inn og búið innan um venju- legt fólk. Það er fólk sem ræðst á póstkassana og ljósatakkana og hefur eyðilagt ýmislegt. Mér finnst að það eigi að losna við þetta fólk. Svo er annað að ef það koma Lesendur upp greiðsluerfiðleikar þá er eng- inn skilningur sýndur, manni er bara sagt að halda kjafti og borga. Sandkorn með Kristjáni Guy Burgess • Það gengur á ýmsu hjá hæst- virtum forsætisráðherranum okk- ar, HaUdóri Ás- grímssyni, þessa dagana. Kastljóss- strákarnir Kristján og Sigmar þjörm- uðu að honum í sambandi við íraks- málið. Ekki voru all- ir sáttir við svörin sem Halldór gaf um írak þar sem hann gaf í skyn að málið hefði verið rætt í ut- anríkismálanefnd Alþingis áður en þeir Davíð tóku ákvörðunina „að lokum". í utanríkis- málanefnd kannast i rw,mr-. enginn við að um málið hafi verið rætt áður en stuðn- ingur Islendinga var L-,j • Á tilkynntur á blaða- mannafundi í Washington... • Halldór talaði um að íslending- ar hafi verið að styðja við ákvarð- anir öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna þegar þeir Davíð skráðu sig á lista hinna stað- föstu. Burtséð frá því hversu vafasamt það er út frá al- þjóðalögum að ríki taki að sér að framfylgja ályktunum Öryggisráðs- ins án stuðnings þess vitnaði Halldór til ályktunar ráðsins númer 1411 sem hann sagði styðja að farið væri gegn Saddam Hussein. Sú ályktun er um allt annað mál, breytt fyrirkomulag á dómstólunum í Júgóslavíu og Rú- anda... Nýtt hverfi Nýtt húsnæöiskerfi rlkisstjórnar- innar er tvleggjaö sverö. Nýja húsnæðis- kerfið virkar ekki fyriralla Lesandihringdi. Ég er með ákveðnar efasemdir um að nýja húsnæðiskerfið sé að virka eins og það er sett upp. Kerfið var sett upp fyrir 90 prósent lánin. Gamla kerfið dettur út hjá Félags- bústöðum. Þau lán sem voru áður, 70 prósent lánin, voru ekki bundin brunabótamatínu. En 90 prósent lánin eru bundin brunabótamatínu. Brunabótamatið er almennt talsvert lægra en kaupverðið. Hvað á að gera við fólkið sem hefur verið með Lesendur 90 prósent lán í gamla kerfinu, það er fengið viðbótalán ofan á 70 pró- sentín? Hvað eigum við að gera við það fólk, sem þetta húsnæðiskerfi er fyrst og fremst hugsað fyrir? Þetta fólk hefur engin úrræði, í staðinn fyrir að fá raunveruleg 90 prósent lán eru þau nú miklu lægri. Ef einhver ætlar að kaupa 10 millj- ón króna íbúð þarf hann að reiða fram um þrjár milljónir í útborgun- ina í staðinn fyrir að vera með eina milljón áður. I rauninni þýða 90 prósent lánin að félagsþjónustan er dottin út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.