Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 29
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 29 segir að nóg sé að stússast í kring- um leikritið nú þegar. Að ýmsu sé að huga og það þarf að taka snemma ákvarðanir um svo margt sem uppsetningunni tengist. Gott að vinna með mömmu „Það er ofsalega gaman að vinna með mömmu. Við höfum alla tíð ver- ið mjög góðar vinkonur og okkur fell- ur vel að vinna saman. Það em heldur ekki svo mörg ár á miUi okkar og á hverju ári fæmmst við nær hvor annarri í aldri. Brátt verður munurinn horfinn," segir Eva brosandi. Hún segist hafa tekið þetta að sér einmitt núna vegna þess að hún hafði tímatil þess. „Mér er alltaf minnisstætt þegar ég hitti ónefnda konu sem hefur haft mikii umsvif og er þekkt bissness- kona. Hún sagði við mig þegar hún vissi að ég væri dóttir Eddu: „Ef ég væri dóttir Eddu Björgvins, myndi ég græða milljónir á mömmu minni." Ég hef oft hugsað um þetta síðan. Ekki það að ég ætli að fara að græða á mömmu minni í þeirri merkingu. En ég minnist þessara orða smndum," segir Eva og skellihlær. Eva hefur mikla ánægju af að vinna í kringum leikhúsið. Hún segist hafa kynnst fólki sem hugsi á allt annan hátt en þeir sem hún hafi umgengist mest í gegnum tíð- ina. „Þetta gefur manni nýja sýn á lífið og annan vinkil sem ég hef lít- ið velt fýrir mér. Hvað verður veit ég ekki en ég hef gaman af þessu verkefni. Ég hef líka verið með mömmu í svokölluðum kvenna- ferðum og datt inn í það í London að vera í hlutverki fararstjóra. Það var nýtt fyrir mér en ég skemmti mér ofsalega vel með öllum þess- um konum. Áður hefði ég sagt að konur væru konum verstar en eft- ir þessar ferðir get ég alfarið neit- að því. Samstaðan meðal kvenn- anna var ótrúlega mikil og það var mikil og skemmtileg reynsla fyrir mig að vera með og vera fær um að gefa af mér,“ segir hún og ljómar í framan. Allir vegir færir Hún bendir á að það séu einmitt konur sem hafi kennt henni hvað mest í viðskiptum og innkaupum og hún búi að því alla ævi. „Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að vinna hjá sterkum konum sem höfðu mikil áhrif á mig. Fyrst hjá Mörtu sem var með Evu og Galleri og síðan hjá Lilju í Cosmo. Báðar em þær mjög færar og ég er þakklát að hafa fengið að ganga í þann skóla sem ég gekk í með því að vinna hjá þeim," segir Eva alvarlega á svip. Nú stendur hún á miðjum kross- götum og horfir fram. Veit að henni em allir vegir færir hvað sem hún vel- ur. „Ég er enn svo ung og margar dyr standa opnar. Ef ég geri mistök lít ég svo á að þau séu til að læra af þeim. Ég á tvö dásamleg böm sem gefa mér meira en allt annað. Hvaða leið ég fer er ómögulegt að segja. Það er ýmislegt að brjótast um í kollinum á mér og það getur vel verið að ég feti stíg sem ég hef aldrei farið áður. Það er bara spennandi að takast á við eitthvað nýtt og maður er jú alltaf að læra," segir hún. Vinir reyndust ekki sannir vinir í einkalífinu stendur hún einnig á tímamótum, er að skilja við eigin- mann sinn. „Það sem kom mér kannski mest á óvart við þær breyting- ar sem átt hafa sér stað á lífsmynstri mínu er hvað vinátta getur rist grunnt og þá er ég ekki að tala um hjóna- bandið. Sumir þeirra sem ég hélt vini reyndust ekki vera það en aðrir sem ég taldi ekki í þeim hópi vom einmitt þeir vinir sem reyndust best þegar mest á reyndi. Ég hef líka* fundið hvað skiptir miklu máli að eiga uppbyggiiega vini en ekki þá sem draga endalaust úr manni og telja sig vera að gera manni eitthvað gott með því. Ein er sú manneskja sem ég get alltaf leitað til þegar ég döpur eða óviss en það er mamma. Henni tekst alltaf að fá mig til að sjá ljósu hliðar allra mála. Eins og að fara með hug- myndir til hennar og leggja fyrir hana. Við förum á flug saman og erum bún- ar að byggja kastala áður en við vitum af. Það er ógurlega gott að eiga vin- konur sem byggja mann upp í stað þess að vera með eintómar fortölur og tala mann ofan af öllu sem manni dettur í hug,“ segir Eva og notar hend- umar til að leggja áherslu á orð sín. „Það eru áramót framundan og ég hlakka mikið til að takast á við það sem nýtt ár býður upp á. Ég hef trölla- trú á að það sé eitthvað sem verði mér til góðs,“ segir hún bjartsýn á árið 2005. bergljot@dv.is (þá gömlu góðu Eva Dögg með litlu systur I fanginu. Stolt móðirin, Edda Björg- vinsdóttir, fylgist með. tílboðsverð 49.900 hægindastóll Atalanta passar vel við. Atalant: tilboðsverð ia u s o i a s c í t j;t sa'Iú. akl. tlreamsuodc \ t :11:1 n t :t Hornsóti : utn^^JIp^é 'ja-bogi-:ja sivta. akl. diíffuusue k i tn (t e r I :t \ alkl. leður l eön rsotasefi íj.t og 2j.t sæta. aíkhett leðri a kí:vði l edu rsol’asett Jean ája og 2j.t sætá. alkl.ett leðri Ic0u r >Iit I I. l>e n \ i' t 1 edursofasett öj.1 tio 2|.t s.vta. atkliVtf Ivðri tilboösverð 197.50( Iv011 r vlítf I. innlit Sióuniina \s Koykja\il simí 544 N 1 N 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.