Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1L DESEMBER 2004 Helgarblað DV Andri Steinþór Björnsson er í doktorsnámi í sálfræðum í Bandaríkjunum en hefur um leið gefið sér tíma til að skrifa og senda frá sér bók um Vísindabyltinguna og rætur hennar í fornöld og á miðöld- um. Þar er saga vísinda frá fornöld og fram á 18. öld sögð almennum lesendum i einu bindi. VISINDA ^tingin Andri Steinþór Björnsson „Skrifaöi sögu vlsindanna gjörsamlega óumbeðinn „Vinur minn Guðmundur Stein- grímsson hefur verið að liðsinna mér undanfarið í kynningarmálun- um,“ segir Andri Steinþór kampa- kátur. „Hann orðar þetta svona: Skrifaði sögu vísindanna gjörsam- lega óumbeðinn. Og eiginlega er þetta satt, þetta er eiginlega bara aff akstur leitar minnar að svörunum við stóru spurningunum. Hvað eru vísindi? Hvernig urðu þau til? Og vísindabyltingin, af hverju varð hún þá og þar?“ Vísindakenningarnar sjö Andri Steinþór segir áhugann hafa kviknað þegar hann skrifaði um þróunarkenningu Darwins til BA-prófs. „Ég ritstýrði með öðrum bókinni Er vitívísindum?- sex fyrir- lestrum um vísindahyggju og vís- indatrú, en hún kom út árið 1996 og sá um vísindaþætti í Ríkisútvarpinu tveimur árum síðar. Var algjörlega dottinn í vísindi handa almenningi og fékk þá hugmynd að skrifa bók um sjö merkustu vísindakenningar okkar daga; sólmiðjukenninguna, afstæðiskenninguna, skammtafræð- ina, Miklahvell, þróunarkenning- una, kenninguna um erfðaefnið og flekakenninguna. Hugðist skrifa stuttan sögulegan inngang að hverri þeirra og útskýra þær svo á mannamáli. Mér tókst að sannfæra Jörund Guðmundsson hjá t ¥ ¥ GITARINN EHF. www.gitarinn.is STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125 git»rinn#gitarinn.i* Trommusett með öllu, * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ásamt kennslu- myndbandi og æfingaplöttum á allt settið. Rétt verð 73.900. - Tilboðsverð 54.900. - ÞJÓÐLAGAGÍTAR: KR. 14.900.- M/ POKA. ÓL. STILLIFLAUTU OG NÖCl ÞJÓÐLAGAGÍTAR: KR. 17.900.- M/ PICK-UP (HÆCT AÐ TENGJA ( MAGNARA) M/ÖLLU AÐ OFAN. KLASSÍSKUR GÍTAR FRÁ KR. 9.900.- RAFMAGNSSETT: KR. 27.900 - (RAFMACNSGlTAR - MACNARi - POKI - KENNSLUBÓK - STILUFLAUTA - OÍTARNECLUR OG 2 SNÚRUR!!!!) { ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Háskólaútgáfunni um ágæti þessa og nauðsyn. En smám saman áttaði ég mig á hvað þetta var mikið verk, hvað það í raun og veru þýðir að skilja kenningu og geta útskýrt hana fyrir öðrum. Ég ákvað því fyrst að skrifa einungis um kenningar innan eðlis- vísindanna en ári síðar sá ég að meira að segja það var of mikið. En þá hafði áhugi minn á vísindasög- unni kviknað og mér þótti skiljan- legra og skemmtilegra að rekja hana. Og mér þótti nokkur kostur að vera í sálfræðinni og ekki með formlega menntun £ eðlis-, stærð-, líf- eða jarðfræði, þannig hefði ég sennilega betri skilning en innvígðir á hvað þyrfti að skýra fyrir hinum almenna lesanda." Vísindin og miðlun þeirra Andri Steinþór segist skilgreina hugtakið vísindi nokkuð vítt. „Sálfræðin er ágætt dæmi, sögulega hefur hún litið til greina eins og eðlis- og efnafræði um leið oghún er á mörkum þess að vera siðfræði og ýmislegt annað. Þegar þróun einstakra vísindagreina er skoðuð kemur í ljós mun flóknari mynd af vísindunum en við almennt gerum okkur grein fyrir. Nú er ég ekki vísinda- sagnfræðingur en hef stundað sjálfsnám í þeirri grein grimmt en að mínu mati, og reyndar fjölda vísindasagn- fræðinga líka, ætti eitt af helstu hlut- verkum þeirra að vera miðl- un fræðanna til almennings en mjög oft er það bara ekki þannig. Fræðimenn eru stundum langt frá almenningi en smám saman eru þeir að gera sér grein fyrir þörfinni á miðlun til almennings um leið og þeir skrifa ákaflega lærðar fræði- greinar fyrir háskólasamfélagið. Heimsmynd á hverfanda hveli eftir Þorstein Vilhjálmsson er frábært dæmi um þetta. Fræðimaðurinn hefur þar einstakt lag á að gera erfið- ar kenningar öllum skiljanlegar." Vísindin og samfélagið í bókinni fjallar Andri Steinþór um vísindabyltinguna á 16. og 17. öld og rætur hennar í fornöld, á mið- öldum og endurreisnartímanum. „Þannig má skipta þessari sögu í stutt framfaraskeið með hnignunar- skeiðum inni á milli. Grikkir gerðu merkar uppgötvanir sem juku skiln- ing þeirra á heiminum og mannin- um en þeir hættu eiginlega þegar lausnin var handan við hornið, eins og þeir hefðu rekist á ósýnilegan vegg. A hinum svokölluðu myrku miðöldum þróaðist verkmenning iðnaðarmanna gríðarlega og gerði komandi kyn- slóðum kleift að finna upp sjónauka og stækkun- argler svo nokkuð sé nefnt. Skýring- ar á hnignun vísindanna eiga eitt sameiginlegt; þær ganga allar út frá þeirri forsendu að vísindin hljóti alltaf að halda áfram á framfara- braut nema eitthvað sérstakt standi hreinlega í veginum. En undantekningin á þessari reglu er vísindabyltingin í Vestur- Evrópu á 16. og 17. öld, þaðan er óslitinn þráður vísindastarfs fram á okkar daga. Hvar er þá hnignunar- skeiðið? Kreppa var allsráðandi í flestum löndum Vestur-Evrópu, borgarastétt og aðall tókust á, meira að segja veðurfarið hríðversnaði um tíma á 17. öld. Almenn menntun var bágborin og skólaspekin lítils metin. En samt fengu vísindin þá varanlegt hlutverk í vestrænu samfélagi. Félagsfræðingur að nafni Joseph Ben-David segir nefnilega að vísindi verði að hafa félagslegt hlutverk í samfélaginu til að festa rætur." Sjálfstætt gildi í samfélaginu Andri Steinþór færist ailur í auk- ana og skýrir málið frekar. „Áður höfðu vísindin eiginlega verið að- skotahlutur í samfélaginu. Vissulega höfðu vísindin verið ótrúlega frjáls í fornöld, menn kepptust við að setja fram nýjar heimsmyndir og voru ekki brenndir á báli fyrir, frjálsræðið og frjósemin í hugsun þessara manna var með ólfkindum. Síðan hallar fólk sér meira að trúarbrögð- unum, þau gegnsýrðu alla sýn, vísindin skyldu kanna eðli guðs ef ekki finna hann. En á 16. og 17. öld kom fram hugmyndin um að vísindi væru nauðsynleg til þess að ffamfarir gætu orðið í þekkingarleit og menntun borgaranna. Innan vísind- anna voru svo deilumál leyst með skynsemi að vopni og vísun í athug- anir, ólíkt aðferðum annarrar starf- semi. Vísindabyltingarmennirnir boðuðu að á grundvelli vísindanna væri hægt að reisa trúverðuga heimsmynd sem friður ríkti um og boðskapurinn hitti beint í mark á ófriðartímum. Vísindamenn öðluð- ust hlutverk í samfélaginu eins og prestar og iðnarmenn höfðu áður, starfsemi þeirra þótti skipta máli fyrir samfélagið. Þessi sýn á vísinda- söguna gerbreytir henni eiginlega, hún verður ekki línulaga heldur margslungin og samsett. Francis Bacon var eiginlega helsti stjórnmálamaður vísindanna, hann var ekki sérlega upptekinn af vísindastörfum en rökstuddi og boðaði því meira hvað vísindin væru nauðsynleg til að endurbæta þekk- inguna, gjörbreyta þyrfti menntun með tilraunum og athugunum og byggja þannig nýja heimsmynd, óháða trúarbrögðum til dæmis. Vísindafélögin urðu til og lögðu grunninn að vísindasamfélaginu," segir Andri Steinþór Björnsson og er roldnn vestur um haf að stúdera sálfræði og halda jól. rgj@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.