Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 75
DV Fréttir LAUGARDAGUR 7 7. DESEMBER 2004 75 Cliff hreinsar kúnnana út Eigendur kráa á Bret- landi hafa fundið bestu leiðina til að losna við gest- ina á lokunartíma nú fyrir jólin. Og það er einfalt, setja lag með Cliff Richard á fóninn og liðið streymir út. Gerðar voru tilraunir með ýmis lög. Topplag Cliff frá árinu 1988, Mistletoe and Wine, reyndist lang- best til að fá kúnnana til að klára úr glösum sínum og yfirgefa staðinn. „Það eru engin jól án Cliff en þetta lag hans fær virkilega gesti okkar til að klára úr glösun- um og flýja staðinn," segir John Barras, talsmaður eig- endanna. Stálu stefnuljósi Bíræfhir afbrotamenn stálu hægra ste&iuljósinu af Mercedes Benz-bíl við Starmóa í Njarðvík að- faranótt fimmtudagsins. Ekki er vitað hveijir voru þar á ferðinni eða hvert þeir stefiidu eftir verknað- inn. Líklegt er að mönn- unum verði stefnt fyrir dómstóla ef í þá næst. Afríkumenn heimsóttu leikskóla Sendinefnd frá Malaví heimsótti leikskólabörn og kennara í Lækjarborg á dögunum til að kynna sér leikskólamál á íslandi. Leikskólinn hefur undan- farið unnið að þróunar- verkefni um fjölmenningu í leikskólum. Það voru fram- andi og góðir gestir sem kynntu sér starfsemina á Lækjarborg, við miklar undirtektir barnanna. Leitar að rektor Embætti rektors Há- skóla íslands er laust tii umsóknar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra leitar að góðum kandídat í starfið til fimm ára, eftir að Páll Skúlason heimspekipró- fessor ákvað að beina kröft- um sínum í aðrar áttir. Þor- gerður á að skipa rektor samkvæmt tilnefningu há- skólaráðs 15. mars, en hann starfar í umboði þess. Aðeins prófessorar eða dósentar við háskólann mega verða rektor. Stefán Jón Hafstein segir jólaboð menningarmálanefndar hafa verið ódýrt en 12 manns nutu veitingana sem Sigurveig Margrét Jónasdóttir eldaði heima hjá sér fyrir fólkið. Boðið var upp á kavíar, kampavín, kökur og pottrétt. Stefán Jón segist vera hagsýnn. Því hafi kostnaður verið í lágmarki. Menningarmálanefnd Reykjavíkur var með jólafund í vikunni þar sem nefndin bauð gestum sínum í jólamat. Stefán Jón Haf- stein segir eðlilegt að nefndin bjóði mat á fundum sínum. Hann segir það tíðkast að hafa mat á nefndarfundum hjá borginni fari fundirnir fram á matmálstíma. Nefndin ákvað að bjóða fulltrú- um Rithöfundasambands íslands, sem þáðu veitingar með nefndinni auk þess sem blaðamaður frá Morgunblaðinu fékk að njóta matar með nefndinni. „Okkur þótti viðeigandi að bjóða fulltrúum Rithöfundasambandsins í mat þar sem þeir höfðu boðið okkur að halda fundinn í sínu húsi. Við þökkuðum m 8BS fyrir okkur með þessum hætti," segir Stefán Jón. Hann segir ekki hafa ver- ið bruðlað með matinn, sem var ódýr, keyptur af Sigurlaugu Margréti Jónasdóttir útvarpskonu sem eldaði pottrétt heima hjá sér og kom með í matarboðið. Ódýrara en Pizza 67 Signý Pálsdóttir segir að Sigurlaug hafi verið fengin til þess að elda þar sem hún búi skammt frá húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg í Laugarásnum. Tólf manns nutu matarins og var boðið upp á rauðvín með matnum. „Þetta var eins ódýrt og hægt er að hugsa sér. Hefði sennilega verið dýrara að fara með fólkið á Pizza 67,“ segir Stefán Jón. Sjálfur sé hann hagsýnn og sparsamur að eðlisfari: „Þetta var gert í anda hinnar hag- sýnu húsmóður sem ég reyni að vera,“ segir hann. Fjölmiðlafólk á óskalista skrópaði Stefán Jón lætur vel af matargerð útvarpskonunnar Sigurlaugar, sem bauð upp á þríréttaða máltíð fyrir menningarfólkið. í forrétt voru g/Q V&tG, lummur með kavíar, aðalrétt kjúklingapottréttur og í eftirrétt frönsk súkkulaðikaka. Stefán segir kostnaðinn hafa verið um 2.000 krónur á mann. Stefán segir að auk gesta frá Rit- höfundasambandinu hafi nefndin ákveðið að bjóða fjölmiðlafólki til veislunar. Enginn á upphaflega gestahstanum hafi þekkst boðið. Morgunblaðsmaður þrauta- lending „Við ætluðum að bjóða fólki úr ljósvakamiðlum sem fjalla um menningu á einhvern hátt," segir Stefán. Hann hafi æúað að bjóða ríkisfjölmiðla- mönnunum Jónatani Garð- arssyni úr Mósaík, Eirfki Guðmundssyni úr Víðsjá og Hjálmari Sveinssyni úr Speglinum. Enginn þeirra hafi séð sér fært að mæta hinnar hagsýnu hús- móðut sem ég reyni þannig að ákveðið hafi verið að bjóða Bergþóru Jónsdóttir, blaða- manni af Morgunblaðinu, í stað- inn. „Við buðum til okkar gestum sem við vildum ræða við,“ segir formaður menningarmálanefndar. freyr@dv.is Sigurlaug eldaði kjúklinga- pottrétt Stefán Jón bauð nefnd- inni og gestum í veislu ÍGunnars- húsi sem Rithöfundasamband ís- lands lánaði. Stefan Jón Hafstein Formaður menningarmáianefndar segist ekki bruðla með skattfé borgarbúa heldur kaupa ódýr veisluföng fyrir gestaboð nefndarinnar. Fólk getur misnotað þráðlaus netkerfi nágranna sinna ef þau eru ekki rétt sett upp Nágrannar misnota þráðlaust net Pétur Pétursson, for- stöðumaður Og Voda- fone „Það getur fallið tatsverður kostnaður á fólk ef það vararsig ekki." Þeir sem setja upp þráðlaus net- kerfi á heimilum sínum án þess að stilla inn lykilorð geta átt von á því að óprúttnir nágrannar fari inn á þeirra kerfi. Tjónið getur numið tugþús- undum króna því afar dýrt er að hlaða niður efni af erlendum heima- síðum. Forstöðumaður Og Vodafone segir sérstakt átak á döfinni til að vara fólkvið. „Ef búnaðurinn er ekki settur upp á réttan hátt er hann aðgengilegur fyrir alla," segir Pétur Pétursson, for- stöðumaður Og Vodafone. „Fólk verður að passa upp á að aðgangs- og lykilorð séu virk. Annars er kerfið opið fyrir misnotkun." Þráðlaus netkerfi em sögð verða vinsælli með hverjum degi. Nýjustu gerðir ná yfir stærri svæði en áður, jafh- vel yfir götur og í fjölbýlishúsum getur þráðlaust kerfi náð yfir nokkrar hæðir. DV setti upp fartölvu með þráð- lausu netkerfi í fjölbýlishúsi í mið- borg Reykjavfkur. Undir eins var hægt að velja á milli þriggja mismun- andi netkerfa til að fara inn á. Aðeins eitt af þeim var læst með lykilorði. Á hinum tveimur var hægt að hlaða niður efni að vild. Pétur segir að fyrstu þráðlausu netkerfin hafi komið án lykilorðs. Notendur hafi hins vegar fengið ítar- legar leiðbeiningar um hvemig eigi að setja lykilorðið upp. „Við höfum vakið athygli fólks á þessu í leiðbeiningum," segir Pétur. „í dag erum við svo byrjaðir að selja allan búnað uppsettan með að- gangstakmörkunum og ætlum að vekja frekari athygli með því að senda leiðbeiningar á alla við- skiptavini." Pétur játar því að ef óprúttnir tölvuþrjótar komist inn í kerfin geti þeir valdið töluverðu tjóni. ísland sé eina landið í Evrópu þar sem borga þurfi sérstaklega fyrir að hlaða niður efni af erlendum síðum. „Það getur fallið talsverður kosm- aður á fólk ef það varar sig ekki," seg- ir Pétur. „Ég ætla ekki að reyna að draga dul á það." simon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.