Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 32
"1 32 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 Helgarblaö DV Þeir fara um þjóðfélagið og engan grunar neitt misjafnt því yfirbragðið er góðlátlegt og augun blá. En þá skyldi ekki vanmeta því þeir ætla sér að breyta þjóðfélaginu með nýrri hugmyndafræði og bók- menntaumræðu. Og svífast einskis. Útsendurum sínum hafa þeir meðal annars komið fyrir í Ríkisút- varpinu og á Mogganum. Þeir fara sjaldnast í einum hópi heldur tveir og tveir. Ef þeir hitta mann fyrir og komast að því að viðkomandi þekkir hvorki haus né sporð á Niccoló Ammaniti er ekki von á góðu. Saman komnir eru þeir ógnvænlegir. Þeir eru... Póstmódernismi Efþessimvnd Bjartsklíkan lætur ekki mikið yfir sér en hefur komið sér vel fyrir vestur í bæ þar sem hún rekur vinalega bókaútgáfu. Út- gáfan heitir vitanlega Bjartur. Hún lætur ekki mikið yfir sér en þræðir hennar liggja víða og áhrifin miklum mun meiri en menn almennt gera sér grein íyrir. Meðlimir klflcunnar koma í auknum mæli fram grímulausir og reka sinn áróður fyrir ger- breyttri menningarstefnu og hugmyndafræði. Bjartsklíkan er samansett af mönn- um á fertugs- og fimmtugsaldri en virðast þó flestir yngri. Klíkuna skipa fljúgandi greindir og lærðir einstak- lingar. Þeir gefa út og skrifa bækur sem menntunarsnauðir og óuppdregnir spéfuglar vilja kalla artí fartí en eru í raun póstmódemískar bækur með deconstructionísku ívafi. í Neonserí- unni svokölluðu, sem er stolt og gleði Bjartsklíkunnar, er að finna hina nýju hugmyndafræði: í brjóstum höfunda á borð við D.B.C. Pierre, Eric-Emmanu- el Schmitt, Zadie Smith, André Kur- kow, Niccoló Ammaniti og allra þeirra, slá hjörtu í takt við hjörtun sem slá í brjóstum Bjartsklíkunnar. Siðferðileg- ir dómar em ekki upp kveðnir enda lesenda sjálfra að finna boðskapinn. Ef bækur og skrif snúast eingöngu um að koma ákveðnum boðskap til skila em menn í vondum málum. Boðskapur- inn er þannig sá að boðskapur sé einskis virði. Var einhver að tala um póstmódemisma? Hin undiriiggjandi merking Þrátt fyrir þessa hyldjúpu hug- myndafræði (sem bítur svo skemmti- lega í skottið á sér) á Bjartsklíkan allt undir bókum á borð við Harry Potter og Da Vinci Iykilinn sem hið stóra nef höfuðpaursins Snæbjamar Amgríms- sonar þefaði uppi til útgáfu. En í raun Boðskapurinn erþví sá að boðskapur sé einskis virði. Varein- hver að taia um póst- módernisma? réttri fyrirlítur Bjartsklíkan markað- inn. Stefnan er sú að brjóta niður múra með þeim bókum til að ryðja Neonseríunni braut og umtuma þá umræðunni og bókmenntalegri vit- und landsmanna. Og þeim mun ljúkast upp fegurðin ein og snilldin. Ekki einungis landsmönnum heldur íbúum heimsins alls. Þegar hefur verið stofnað útibú í Danmörku sem heitir Ferdinant. Útgefendur í Danmörku vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið og á einni samdrykkju í kóngsins Köbenhavn var þetta vísukom kveðið: Spændingsböger det er árets hit. Genbestillingeme kommer tit. Hvis man ikke tror, at det er sandt, sá ring bare til Hr. Ferdinant. Merkingin liggur í því sem er ósagt. Því sem stendur ritað milli lína. Ferdinant er ekki vísun í Ferdinant, teiknimyndahetju Moggans, sem væri hin rökiétta ályktun í fljótu bragði, heldur er Ferdinant aukapersóna í höfundarverki sjálfs Laxness. Hann má finna ef vel er að gáð. Og Bjartur er ekki vinalegi götusóparinn sem Ríó tríóið syngur um: „Hæ, ég heiti Bjart- ur, hlæðu bara sam’er mér... þó allir aðrir hlæi alltí þessu fína lagi... ef ég fæ bros frá þér.“ Nei, hér er um að ræða Bjart í Sumarhúsum. Segir það sitt- hvað um það sem býr að baki þegar Bjartsklíkan er annars vegar. Góðlátleg tómhyggja og háð Hinir nýju bókmenntapáfar boða nýja og breytta hfshætti samhliða nýrri nálgun á andlega sviðinu. Hvað það snertir leita þeir í smiðju Fomgnkkja: Hraust sál í hraustum lflt- ama. í stað reyks og sumbls á krám borgarinnar skal heilbrigðið í háveg- um haft. Bjartsklíkan iðkar knatt- spymu og ballskák. Og þeirra vopn er góðlátleg tómhyggja, í ætt við íróníu, sem sýnir sig í að segja allar árásir og beinar spælingar hjóm og prump þeg- ar Bach-jólaóratórían ómar og horft er til himna. Hins vegar slá þeir skjald- borg um útsendara sína með því að opinbera meinlegan undirróður sem andstæðingar stunda til dæmis gagn- vart almennilegum gagnrýnendum á borð við Bjöm Þór Vilhjálmsson á Mogganum (nema hvar?). Þannig tala Eddu-menn um Skrýma-Bjöm af því að hann gaf sagnameistara þeirra, Einari Má, falleinkunn. En Björn Þór er áhugaverðasti ritdómarinn enda gefur hann Steinari Braga Bjartsrithöf- undi úrvalsdóma fyrir Sólksinsfólkið. En hver er Bjartsklíkan? jakob&dv.is Sá staðfasti Jón Karl Helgason Jón Karl hafði lengi verið stefnulaus í h'finu, fór fyrir rælni í bók- menntafræði en fann sig engan veginn þar nema þá helst þegar Ástráður Eysteinsson fór að ræða um Finnegans Wake. Hann sendi fyrir rælni framlag í keppni sem Bjartsklíkan hélt án þess að vita að þetta er ein úthugsuð leið klíkunnar með að taka til athugun- ar hugsanlega liðsmenn og nýliða. Jón Karl, öll- um að óvömm, ekki síst sjálfum sér, sigraði sam- keppnina sem hét „Póst- kort sem bókmennta- form“. Þetta var árið 1995 og sem eins konar busun var hann sendur til Parísar og uppálagt að þamba eins mikið hvítvín og hann treysti sér til. Jón Karl hefur aldrei drykkjumaður verið en þrælaði í sig hvítvíninu því hann fann að líf hans hafði tekið farsælan snúning. Og ekki varð aftur snúið. Nú er Jón Karl hægri hönd og helsti trúnaðar- maðtrr sjálfs Bjarts/Snæ- bjarnar. Eiríkur Guðmundsson Er annar helsti áróð- ursmeistari Bjartskhkunn- ar og hefur látið stöðugt meira til sín taka í mál- efiia- og hugmyndavinnu. Eiríkur hefur eignast fjölda aðdáenda sem hann stjómar í gegnum menningarþátt sinn, Víð- sjá á Rás 1: Þar flytur hann andrflcan áróður um íslenskan veruleika á þessum síðustu og verstu tímum. Bjartur, eða Snæbjörn, hafði lengi haft áhuga á að fá Eirík í sínar raðir og það tókst, góðu heilli, vor- ið 2004 þegar hann gaf út hjá forlaginu bókina 39 þrep á leið til glötunar. Mórall bókarinnar fellur sem flís við rass hug- myndafræði Bjartsklík- unnar. Eiríkur þykir dul- arfullur náungi, sam- kvæmt stjömukortunum félagslyndur einfari sem er ávísun á póstmódem- ískt geð. Eiríkur slær fé- laga sína gjaman út af laginu með því að detta inn á forlagsskrifstofur Bjarts, snemma morguns eða seint um kvöld, spyrja hvað sé títt og krefjast svo svara hvort ekki sé í hús- inu bflskúr til leigu. Hugsjónamaðurinn Jón Kalman Stefánsson Er réttilega sagður einn af þeim rótgrónu í Bjartsklíkunni en hann hugsar um hag klíkunn- ar seint og snemma. Jón er mikilvægur hlekkur þegar hugmyndafræði Bjartsklíkunnar er á döf- inni og þegar mikið ligg- ur við - og þjóðfélagið allt á villigötum og hverfanda hveli - setur hann saman pisda sem skipta máli. Hann er óþreytandi að stinga upp á nýjum leiðum til að fegra mannlífið með góðum bókmenntum. Rauðhærður, ættaður af Suðurnesjum, situr hann dægrin löng uppi í Mosfellssveit, mundar stílvopnið og sendir af og til hnitmiðuð skeyti með rafþósti til vina og kunningja. Hermann Stefánsson Er ekki bróðir Kalm- ans heldur Jóns Halls. En þeir eru reyndar allir bræður - reglubræður ef því er að skipta. Her- mann er sigldastur þeirra sem í Bjarts- klíkunni eru og var um tíma við nám í Galisíu. Þar hreifst hann af karl- mönnum sem bera hatta, reykja úti á svöl- um og tala um skóla í skáldskap frekar en kyn- slóðir. Á hann nokkuð undir högg að sækja vegna þessa, það er reykinganna, því Bjarts- menn eru íþróttalega sinnaðir. Hermann vinnur þetta reyndar upp, þessa öfugsnúnu hrifningu á mönnum með hatta, og margfald- lega þegar hann dregur fram banjóið sitt og plokkar undir þegar Jón Hallur syngur Dylan-lög. Hörkutólið Sprellarinn Jón Hallur Stefánsson Starfaði lengi í rfkis- útvarpinu við dagskrár- gerð og menningarum- fjöllun á breiðum grunni. Þar plægði hann akurinn en hefur nú snúið sér að því að þýða spænska skáldsögu og japönsk ljóð. Verk sem munu breyta sýn nú- tímamannsins á um- hverfi sitt, uppruna og tilfinningalíf. Jón Hallur er einnig trúbador, hefur gert tónlist og hljóð- mynd fyrir leikhús. Hann heldur uppi stuð- inu þegar Bjartsklíkan lyftir sér upp, klingir rauðvínsglösum og raular Bob Dylan-lög. Jón Hallur er sprellarinn í hópnum og stundum þarf að setja ofan í við hann því lífið er ekkert grín þegar allt kemur til alls heldur þrungið merkingu. Hinn hrifnæmi Þröstur Helgason Er gríðarlega mikil- vægur meðlimur Bjarts- klíkunnar. Er MA í ís- lenskum bókmenntum ffá Háskóla íslands og það sem meira er um vert: Ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins! Hann er öflugasti menningar- blaðamaður landsins, lið- tækur bókmenntagagn- rýnandi og sérstakur áhugamaður um spænska tungu, menn- ingu og... knattspymu. Þröstur er jafhframt harð- vítugasti baráttumaður Bjartsklíkunnar og hikar ekki við að henda sér í debatt ef honum býður svo við að horfa. Og með brosi á vör snýr hann nið- ur flesta þá sem hætta sér í hendumar á honum. Þeir sem vilja kynna sér Bjartsklíkuna og þá hugmyndafræði sem býr að bald ættu að lesa bók Þrastar Einkavegir sem er á óljósum mörkum fræða og skáldskapar. Glímt er við hinn einkennilega veruleika sem sumir kalla samtíma en er í huga Þrastar fortíðin. Foringinn Snæbjörn Arngrímsson Er höfuðpaur klíkunnar. Þrátt fyrir afar góðlátlegt yfirbragð fer þar eitursnjall bók- menntapáfi og lúta allir hinir í klíkunni hans stjórn. Vald hans er óvé- fengjanlegt. Eðli málsins samkvæmt er ekki mikið vitað um foringjann. Margir standa í þeirri trú að Snæbjörn heiti Bjart- ur og er það til marks um hversu samtvinnuð starfsemi klíkunnar er höfuðpaurnum. Menn sjá þar engan mun, hvar Snæbjörn endar og við tekur Bjartur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.