Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR I1. DESEMBER 2004
Helgarblað DV
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 200 41
Jakob Bjarnar Grétarsson fylgist áhugasamur með
hvernig hinum svokölluðu plöggurum reiðir af í
þeim ólgusjó sem jólabóka- og plötuflóðið er. í flest-
um fjölmiðlum og þáttum er nú standandi partí en
ekki er öllum boðið til veislu. Sumir sleppa inn,
aðrir ekki. Hér eru menn metnir eftir því hversu
duglegir þeir eru að komast inn í veisluna og hvern-
ig til tekst að vekja á sér athygli.
Nú er árstíð plöggaranna -
þeirra sem fást við það að koma
sér og öðrum á framfæri við
landslýð. Fljótlega upp úr þessu
fer að grípa um sig örvinglan og
þeir sem eru að senda frá sér
plötu eða bók knýja dyra sem
óðir hjá öllum helstu fjölmiðl-
um landsins, blaðamönnum,
þáttastjórnendum... og selja sig
ódýrt.
Fyrir viku skrifaði dr. Gunni,
pistlahöfundur blaðsins, at-
hyglisverða grein, grátbroslega
og sjálfshæðna, þar sem hann
lýsir því hvernig það er að vera
plöggari en dagskrárgerðar-
menn vilja ekki tala um neitt
nema „skilnaðinn". Dr. Gunni
er nú sem útspýtt hundsskinn
við að koma sínu Popppunkts-
spili á framfæri. Grein sína end-
ar hann ákalli: „Á íslandi eru
fjórar sjónvarpsstöðvar í fullum
rekstri, 16 útvarpsstöðvar, 3
dagblöð og 14 aukablöð sam-
hliða þeim, 20 mánaðarblöð
sem eru gefin á kaffihúsum, 30
tímarit og 80 landsmálablöð.
Samtals koma út 700 bækur og
350 plötur á hverju ári. Hvað
búa margir á íslandi? Undir
300.000 manns. Snúum því
bökum saman og tökum vel á
móti þeim sem þurfa að plögga
fyrir jólin."
Standandi partí
í þessari grein er hugmyndin
sú að gefa mönnum einkunn
eftir því hvernig þeir hafa staðið
sig sem standa í því að koma
sinni vöru að. Og stuðst er við
meðfylgjandi lista - sem ætti að
reynast útgefendum og kynn-
ingarstjórum góður tékklisti fyr-
ir næstu jól að því tilskyldu að
fjölmiðlalandslagið verði svip-
að. Þannig gefur til dæmis fullt
hús að komast í partíið hjá Gísla
Marteini en það skilar engan
veginn eins miklu að vera hjá
Jóa Fel. svo dæmi sé tekið.
Þáttagerðarmenn og fjölmiðlar
flestir eru með opið í hálfa gátt,
það er partí, og sumir fá að
koma inn - aðrir ekki. Þátta-
gerðarmenn standa og hleypa
hinum frægu inn en hinum
ekki. Þannig er innbyggð í þetta
ákveðin mótsögn. Catch 22.
Menn verða að vera frægir til að
komast í partíið - frægðin bygg-
ir á því að vera í partíinu.
Rétt er að taka fram að vita-
skuld er hér ekki um tæmandi
lista að ræða en hafi einhver
gleymst þá er það hugsanlega
vegna þess að sá hinn sami
hefur ekki verið að gera miklar
rósir við að koma sér á framfæri
eða gera sig minnisstæðan.
Plögg er vísindagrein út
af fyrir sig
Að mörgu er að hyggja þegar
plögg er annars vegar. Þannig er
rétt að kunna „tékklista plögg-
arans" utanbókar, mjög gott er
að koma sér í fréttir með einum
eða öðrum hætti og vera í
umræðunni. Og svo er náttúr-
lega skurðgröftur á borð við það
að standa í búðum og árita,
upplestrar, tónleikar og vera
sjáanlegur á götum úti. Reyndar
umdeilanlegt hversu miklu
þetta skilar og þeir menn sem
ota sínu fólki um of út í það
þykja oft ekki alveg vita hvað
þeir eru að gera.
Og það er ekki sama hvenær
menn eru á kreiki. Ekki má
byrja of snemma, þó undirbún-
ingurinn verði að hefjast með
góðum fyrirvara, og alls ekki of
seint. Koma sér á gjafalistana.
Sumir gætu til dæmis haldið að
gott væri að vera á skjánum á
Þorláksmessukvöldi. En þá er
enginn að horfa - allir að kaupa
þær afurðir þess sem var í sjón-
varpinu fýrir viku. Þetta er
vísindagrein. Þannig að þó
menn fái hér stig sem miðast
við „tékklistann" þá skipta aðrir
þættir einnig máli. Og menn
eiga misjafnlega auðvelt með að
ganga í bæinn.
1. Kristján Jóhannsson
Tenórinn kom til landsins til að syngja á
styrktartónleikum fyrir krabba-
meinsveik börn en notaði auðvit-
Fað tækifærið og kynnti nýja plötu
sína. Ekki þarf að rekja hávaðann og
F lætin sem verið hafa í tengslum við Kristján
[ að undanförnu. En hann sagði sjálfur í einu
iaf ljölmörgum viðtölum að betra væri illt
I umtal en ekkert. Kristján skoraði grimmt á
1 þeim stutta tíma sem hann var hér og þeir
Skífunni, útgefendur Kristjáns, mega vel
I við una. Kristján var hjá Gísla Marteini, í
f Kastíjósinu, íslandi í Bítið, Mogganum
og svo vitanlega var tenórinn efst á
' baugi umræðunnar í heila viku.
2. Nylon
Stúlknaflokkurinn sá býr
auðvitað að plöggara dauðans,
Einari Bárðarsyni. Hann hefur
komið stúlkunum í nánast alla
þætti og fjölmiðla sem máli
skipta í þessu samhengi: Gísla
Martein, Birtu, Fréttablaðið, Séð .
og heyrt, 70 mínútur... það hefur
enginn landsmaður farið varhluta
af Nylon. Og þá er takmarkinu náð.
fc:4 -
3. Geröur Kristný
Gerður Kristný er með tvær bækur fyrir þessi jólin. Hún
þekkir fjölmiðla og útgáfubransann mæta vel og það hefur
gagnast henni vel. Auk þess býr hún svo vel að
vera gift einhverjum snjallasta plöggara bak
við tjöldin, Kristjáni B. hjá Eddu. Gerður
flaug sem gestur í aðalpartíið hjá Gísla
Marteini, hún fór létt með að segja þeim
Birtustelpum hvernig forsíðuviðtalið við
sig ætti að vera og meira að segja Jónatan
Garðarsson í Mósaík fór með kvikmynda-
tökumanni og fylgdist með Gerði lesa upp j.
fyrir gamla fólkið. Glæsilegt.
6. Þráinn Bertelsson
Hann hefur vitanlega þá JPV-feðga (les1
Corleone-feðga) á bak við sig. Þegar spurð-’
ist að bók hans, Dauðans óvissi tími, væri lyk-^
ilróman, tímasprengja sem lögfræðingurinn',
Ragnar Aðalsteinsson hefði lesið til að ekki kæmil
til meiðyrðamála, sendu fjölmiðiarnir Þráni^
boðskort í gleðina - hann þurfti ekki að standa íl
röð. Og það má heita snilldarleg markaðssetning.
7. Birgitta Haukdal
Birgitta hefur sennilega gengið einna lengst
ailra þeirra sem hér eru nefndir með því að gerð
hefur verið af henni dúkka sem var opinberuð
landi og þjóð hjá Gísla Marteini. Þessi dúkka
ætíar reyndar að reynast hið mesta ólíkinda-
tól: Þykir líkari Ruth Reginalds, Dorrit eða
jafnvel Jóhannesi í Bónus en Birgittu sjálfri.
En kannski einmitt það hefúr fleytt Birgittu í
umræðuna og vel það. Og til þess er leikurinn
gerður. Mjög frumlegur og góður leikur.
8. Njöröur P. Njarövfk
Þessi prófessor er gamaU í hett-
unni en þrátt fyrir það hefur hann
komið verulega á óvart með góðum
hreyfingum á dansgólfi markaðs-
torgsins. Hann hefúr bæði komið
fram í Birtu, hjá Sirrí og í Kastíjósinu
svo eitthvað sé nefnt og rætt um sína
fínu bók, Eftirmál. Og það færir hon-
um ófá stigin.
4. Ólafur Jóhann ólafsson
Þessi sonur íslands hefur náttúrlega
minna fyrir sínu plöggi en flestir aðrir.
Votasti draumur sérhvers plöggara er
auðvitað að koma til Gísla Marteins.
Ólafur Jóhann gerði gott betur - Gísli
Marteinn kom til hans alla leið til New
York! Geri aðrir betur.
5. Sammi og Jagúar
Kyntáknið Sammi hefur bæði verið hjá
Marteini þar sem hann söng með Harry
Belafonte sem og svolgrað í sig ógeðisdrykk í 70
mínútum. Allt þetta telur. Auk þess hefur
hann verið í ófáum blaðaviðtölum. Þeir
Jagúardrengir hafa verið mjög duglegir
að koma sér og sínum nýja diski á fram-
færi - staðið sig verulega vel og eiga
skilið að komast á þennan lista.
9. Þorgrímur Þráinsson
Þorgrímur Þráinsson er fyrirtaksplöggari og veður í þau
verk eins og alit annað sem hann tekur sér fyrir hendur.
Þannig var eftirminnilegt forsíðuviðtalið
við Birtu og þar var gert betur því að í
sama tölublaði og forsíðuviðtalið var í
var jafnframt birt heilsíðuauglýsing fýrir
hans nýjustu bók. Þorgrímur er alls stað-
ar aufúsugestur, hjá Jóni Ársæli sem varð
ástfanginn af þessum heilbrigða manni,
ísland í bítið hefur notið heimsóknar
hans og harðduglegur fer hann um víðan
völl og les upp úr bók sinni. Þá er forvitnileg sagan
um miðilinn sem leitaði til Þorgríms með það erindi
að ffamliðin stúika fengi ekki frið fyrr en hann skrif-
aði sögu hennar. Mjög gott.
10. Dr.Gunni
Gunnar L. Fljálmarsson á skilið að komast á þennan
lista með sitt Popppunktsspil þó ekki sé nema bara fyrir að
hafa greint frá þrautargöngu sinni á hinni vinsælu blogg-
síðu sem hann heldur úti. Svo tókst honum að
komast á forsíðu Birtu sem má heita
gott... farið um rófulaus hundur...
meira að segja dúkkaði hann upp
hjá Bingó-Villa á Skjá einum. Og
svo fýrir það sem er innbyggt í1
þessa tilteknu umfjöliun - að kom-
ast á topp tíu listann.
Vitanlega hafa ýmsir aðrir
sýnt góða frammistöðu þessa
vertíðina með dugnaði og
útsjónarsemi við að vekja á
sér athygli. HljómsveitinÁ
móti sól kom til dæmis fram
hjá Gísla Marteini ásamt
Gerði G. Bjarklind, Mugison er
músin sem læðist því maður veitir
því vart athygli hversu mikið plögg er þar í gangi,
Halldór Guðmundsson tók upp á því að hand-
leggsbrjóta sig, Bubbi
Morthens er náttúr-
lega þrautþjálfaður
plöggari, Margrét
Eir var mjög sæt
og skemmtileg
hjá Gísla Mart-
eini sem og
Davíð Þór Jóns-
son sem smellti
sér á forstíðu Séð
og heyrt eins og
ekkert væri. Hall-
grímur Helgason er
reyndar ekki með neitt sérstakt til að plögga en
hann var þó aðal í salnum þegar tilnefningarnar
til bókmenntaverðlaunanna voru gerðar opin-
berar. Idolstjörnurnar Kalli
Bjarni og Jón Sig. voru hins
vegar ekki að skora mikið
þegar þeir voru hjá Jóa Fel
sem spilaði tónlist þeirra
undir borðum - dinner-
músík? Erpur Eyvindar-
son er duglegur einnig
en það er kannski ekki
beint fyrir rapparann að
vera hjá.Gísla Marteini eða
í Birtu. Hann var hins vegar á
forsíðu F2. Eiríkur örn Norðdahl
gerði sér lítið fyrir og smellti sér í Silfur Egils sem
má heita gott. Sigmundur Ernir birtist í opnuvið-
tali í Fréttablaðinu þar sem
hann er fréttastjóri,
Guðmundur Sesar fór
of fljótt af stað með
sitt handrukkara-
Plögg og þær
Lárusdætur
hituðu upp í Birtu
en eiga án efa eftir
að vera úti um allt
þegar nær dregur
jólum - enda ein-
staklega jólalegar.
Þannig má áfram teija en
látið gott heita í bili.
n □
□
D
Meðfylgjandi er iisti yfir menn sem ýmist ota sínu fólki út á foraðið og/eða greiða leið þeirra
að fjölmiðlunum. Þetta em mennirnir á bak við tjöldin og þeirra verk dæmast vitanlega af því
hvernig til tekst að koma þeirra fólki á framfæri. Vitanlega em það sölutölurnar sem em stóri
dómurinn þegar upp verður staðið. En þær em ekki fyrirliggjandi á þessu stigi. Næsti hálfi mán-
uður mun skera úr um það hvernig til tókst. Þær kenningar em til sem snúa að því að hægt sé að
halda listamönnum um of að fólki. Að almenningur fái einfaidlega nóg af viðkomandi. Nánast
ógeð. Og því þurfi að aka seglum eftir vindi. Eða eins og sagt er á ensku: Less is more. Þannig hef-
ur Arnaldur Indriðason rithöfundur, sem selur sínar bækur í bílförmum, ávaiit forðast það að
vera í viðtölum. En þeir menn sem hér em nefndir em sennilega fæstír á því að sú sé rétta leið-
in. Því meira því betra. Og í því Ijósinu ber að meta árangur þessara sem hér em nefndir.
1. Eínar Bárðarson
... hefur fyrir margt löngu
getið sér orð sem einhver
mesti plöggari sem þetta
land hefur séð. Og hann
þekkir tékklistann.
Nylonflokkurinn hefur
farið fetað þá slóð ömgg-
lega. Hæsta hendin, rappið
hans Erps, er einnig á vegum
Einars. Allt plögg leikur í
höndum Einars sem er ein-
hver sá ósínkasti á afurðir
síns fólks þegar þeir sem
hann sér sér einhvem hag í
að hafa góða em annars
vegar - hvort heldur em
boðsmiðar á tónleika og
uppákomur eða plötur og
bækur. Þetta hétu náttúrlega
mútur ef samhengið væri
annað. Nokkuð sem óvanur
plöggari áttar sig ekki ailtaf
á.
2. Egill öm Jóhannsson
... hjá JPV útgáfunni. Karl
faðir hans, JPV sjálfur, hef-
ur löngum þótt einhver
allra eitraðasti í
bransanum hvað það
varðar að mótivera fjöi-
miðla til að fjalla um þær
bækur sem hann gefur út.
Og Egill öm fetar ömggum
skrefum í fótspor hans. Þetta
er svona svipað og Michael
og Vito Corleone. Lýsandi
dæmi gæti verið öli sú um-
ræða sem þeir vöktu afar
fagmannlega í tengslum við
bók Þráins Bertelssonar.
3. Kristján B. Jónasson
... kynningarstjóri Eddu
hefur verið lengi í brans-
anum og er alveg eitur-
snjall plöggari. Hann
þekkir fjölmiðla og
opnar augu partíhaldar-
anna (blaða- og dagskrár-
gerðarmanna) fyrir því að
þessi og hinn hafi það sem
til þarf að bera til að gera
gleðskapinn gleðilegri. Hann
er svo giftur Gerði Kristnýju
sem er ofarlega á blaði yfir öfl-
ugustu plöggarana. Að baki
hverrar konu... Ekki er að efa
að þar hefur Kristján lagt sitt
lóð á vogarskálamar og hefur
staðið sig vel þessa vertíðina:
Ólöf Eskimói, Baggaiútsdreng-
ir, Stefán Máni, Eiríkur örn og
Þorsteinn Guðmundsson em
meðal margra sem hann hefur
bókað hér og þar við góða
lukku.
4. Höskuldur Höskulds-
son
... hjá Skífunni hlýtur að
komast á þennan lista þó
ekki sé nema fýrir það eitt
að vera maðurinn á
bakvið Kristján
Jóhannsson. Glæsileg
frammistaða. Að auki em
Höskuldur og hans menn hjá
Skffunni með fjölda annarra
listamanna á sínum snæmm
sem fljúga í fjölmiðlagleðina
fýrirhafiiarlítíð. En Skífan hef-
ur reyndar löngum þótt í ein-
stakri aðstöðu til að koma sínu
fólki að, til dæmis á Bylgjunni,
en í það partí er reyndar sér-
lega auðvelt að komast.
5. Óttar Felix Hauksson
... er höfðupaur Sonet-út-
gáfunnar og er meðal annars
með Hljómana á sínum snær-
um, að ógleymdri ítölsku
fyrmrn bamastjömunni
Robertino. Virðist á
stundum sem hann
vanræki Keflvísku bítlana
þegar Robertino er annars
vegar. En Óttar á yfirleitt ekki í
nokkmm vandræðum með að
koma sínu fólki að í þessi partí
sem nú standa yfir á fjölmiðl-
unum. Þó svo að Óttar eigi
ekki skjólstæðing á topp tíu
listanum hér verða Hljómamir
hjá Gísla Marteini í kvöld sem
má heita góð tímasetning.
Ýmsa aðra mættí nefna,
menn á bak við tjöldin, en
ekki er svigrúm til þess. Svo
eru aðrir sem ekki hafa átt
góðan leik að þessu sinni.
Jón Gunnar Geirdal til
dæmis sem hefur meðal
annarra Kalla Bjarna á sín-
um snærum. Þó svo að Kaili
Bjarni hafi komið víða fram
þá hefur hann verið í auka-
hlutverki frekar en að vera
aðal: Hjá Jóa Fel. og Völu Matt. Hér er Jón Gunnar dæmdur út
frá því að vera með sjálfa Idolstjömuna í
höndunum. Annar sem hefur síður en svo
staðið sig er Jón Karl Helgason hjá Bjartí.
Honum tókst til dæmis ekki að koma Braga
Ólafssyni að á sjálft markaðstorgið - tilnefn-
ingu til bókmenntaverðlaunanna. Þær til-
nefriingar eiga vitaskuid ekkert skylt við bók-
menntír heldur em plögg í sinni tæmstu og
ósvffnustu mynd. Jón Karl virðist láta það
bögglast fyrir sér að bókmenntir og markað-
urinn eigi fátt eitt ef nokkuð sameiginlegt. En
ekki tjóir að tvístíga á þeirri línunni ef menn
vilja ná í gegn.
Kastljósið
ísland í dag \
Vala Matt
Séð og heyrt
Morgunblaðið
70 mínútur
Silfur Egils
1
Tvíhöfði
m
fn
%
Bingó Villa
Tímarit Morgunblaðsins
%■■■•"
Mannlíf
i