Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1997, Blaðsíða 72

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1997, Blaðsíða 72
BIRTUFLOKKUN STJARNA Peim stjörnum sem sýnilegar eru berum augum var að fornu skipt í sex flokka eftir birtu. Björtustu stjörnurnar töldust í 1. flokki en þær daufustu í 6. flokki. Nú á dögum er þessi hugmynd lögð til grundvallar en birtustigin skilgreind með nákvæmni eftir mældum ljósstyrk. Fyrsta stigs stjarna er sem næst 2,5 sinnum bjartari en annars stigs stjarna, sem er aftur 2,5 sinnum bjartari en þriðja stigs stjarna o.s.frv. Til að tákna millistig eru notaðar brotatölur, t.d. 1,5 eða 2,7. Samræmis vegna hefur orðið að gefa nokkrum björtustu stjörnunum stigatölur sem eru lægri en 1, og jafnvel lægri en 0 (mínusstig). Hærri stigatölur en 6 eru svo notaðar til að einkenna stjörnur sem eru svo daufar að þær sjást aðeins í sjónauka. Fjöldi fastastjarna í mismunandi flokkum er u.þ.b. þessi: Birtustig -1 0 1 2 3 4 5 6 Fjöldi stjarna 2 7 13 71 190 620 2000 5600 Þarna er miðað við að 6. flokkur, til dæmis, nái yfir þær stjörnur sem eru á birtustigi frá 5,5 til 6,5. Þótt venjulega sé talið að stjörnur sem eru daufari en þetta, sjáist ekki með berum augum, eru mörkin ekki skýr, og þess eru dæmi að fólk með afburðasjón hafi greint stjörnur í 7. og jafnvel 8. flokki. Þegar birtustig stjörnu er tilgreint, er ávallt miðað við að stjarnan sé beint yfir athugandanum. Ef stjarnan er nær sjóndeildarhring, fer ljósið lengri leið gegnum andrúmsloft jarðar og deyfist því meira. Deyfingin er allbreytileg, en við bestu skilyrði nemur hún 0,1 birtustigi þegar stjarnan er í 45° hæð, 1 stigi við 10° hæð, 2 stigum við 4° hæð, 3 stigum við 2° hæð, 4 stigum við 1° hæð og 6 stigum við sjónbaug. STJÖRNUKORT OG STJÖRNUTÍMI A stjörnukortum er staða hverrar stjörnu sýnd í stjörnubreidd, sem reiknast í gráðum frá miðbaug himins til norðurs (+) eða suðurs (—), og stjörnulengd, sem venjulega er talin í stundum og mínútum rangsæl- is frá 0‘ upp í 24' talið frá baug sem liggur gegnum vorpunkt himins, þar sem sólin er stödd um vorjafndægur. Þegar stjarna sem hefur stjörnulengdina 5‘ er í hásuðri á einhverjum stað, er sagt að stjörnutími staðarins sé 5 stundir. Ef gangur klukku er stilltur þannig að hún sýni stjörnutíma, flýtir hún sér um tæpar 4 mínútur á dag miðað við venju- lega klukku, en sýnir ávallt hvaða stjörnur eru í hágöngu. Mánaðarnöfnin við jaðra kortanna á bls. 72-73 sýna hvenær ársins viðkomandi stjörnur eru í suðri á miðnætti (lágnætti). Um miðjan des- ember er stjörnumerkið Óríon í hásuðri um miðnæturskeið, svo að dæmi sé tekið. Á einum mánuði flýtir stjörnuklukkan sér um tvær stundir miðað við venjulega klukku. Áf því leiðir, að um miðjan janúar er Óríon í hásuðri tveimur stundum fyrir miðnætti. (70)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.