Bræðrabandið - 01.03.1978, Side 10

Bræðrabandið - 01.03.1978, Side 10
Hvaáa Þýáingu hafa tref jaefni í matnum? Nýlega var þess getið í blaðagrein um kransæðasjúkdóma í íslandi að við værvun nú stödd í upphafi "trefjaaldar". Að vissu leyti eru það orð að sönnu þar sem fátt hefur vakið meiri athygli lækna og manneldisfræðinga á vrndan- förnum árum en hin svokölluðu trefja- efni í fæðu. Um þessi efni skrifaði Ársæll Jonsson læknir meðfylgjandi grein fyrir Fréttabréf um heilbrigðis- mál. Þótt ekki séu nema fimm eða sex ár síðan greinar um trefjaefni í fæðu fóru að birtast í læknatímaritum þá eru áratugir síðan náttúrulækningamenn boðuðu hollustu grófmetis og bentu jafnframt á skaðsemi ofmalaðs hveitis og sykurs í fæðu manna. Illu heilli snerust læknavísindin öndverð við kenn- ingum þeirra á þeim tíma, en nú hafa viðhorfin breyst. Það er þó rétt að geta þess að hugmyndir um hollustu grófmetis eiga sér eldri sögu og sjálfur Hippokrates, faðir læknis- fræðinnar, taldi það skipta miklu máli fyrir mannslíkamann hvort brauðið væri bakað úr grófu mjöli eða fíngerðu eða hvort hveitisins væri neytt með klíðinu eða án þess. Það sem einkum hefur ýtt undir áhuga manna á trefjaefnunum á síðustu árum er sú tilgáta að trefjaefnaskortur í fæðu Vesturlandabúa sé ein höfuðorsök fyrir mörgum algengim sjúkdómum sem herja á nútímamanninn. Með öðrum orðum að trefjaefnaskorturinn hafi orðið þess valdandi að Vesturlandabúar séu eins og lýst hefur verið "tannlaus- ir, of feitir og með harðlífi." HVAÐ ERU TREFJAEFNI? Það sem hér eru kölluð trefjaefni er þýðing á enska hugtakinu "dietary fibre". Með því er ekki átt við sýni- legar trefjar eða tægjur, heldur efni sem frásogast (meltast) ekki í mjó- girni mannsins, en berast niður í ristil að aflokinni meltingu, þar sem þau gerjast enn frekar og verða að burðarefnum hægða. Trefjaefnin eru aðallega samsett úr svonefndum kolvetnissameindum af ýmsum gerðum, en í náttúrunni eru þau sem frumuhýði planta og jurta. Trefja- efnin eru þannig undirstöðuefni fyrir lífrfki jarðarinnar og allar jurtaætur, þar á meðal maðurinn, neyta þeirra í ríkum mæli. í náttúrunni eru trefja- efnin samofin orkuefnum jurtarinnar, en það eru einkum þau sem hin æðri dýr sækjast eftir. í jarðávöxtum, grænmeti jafnt sem kornmat, eru trefja- og orku- efnin venjulegast bundin í nokkuð ákveðnum hlutföllum. Sem dæmi má nefna að í rófum geta verið um 14% orkuefni og 2% trefjaefni og í heilkorni um 70% orkuefni en 10% trefjaefni. VINNSLA ORKUEFNA Það eru orkuefnin sem maðurinn er sólgnastur í en trefjaefnin eru að jafnaði hörð undir tönn og þess vegna er þeim gjarnan hent þegar tækifæri gefst. Á þessari öld hafa orðið stór- stígar framfarir í matvælaiðnaði, mölunartækni aukist og hafin framleiðsla á sykri í stórum stíl. Með því að mala kornið og skilja það frá hýðinu eða að kreista safann úr jurtinni og þurrka er hægt að framleiða nær hrein orku- efni úr jurtinni. Klíðinu og hratinu er fleygt og þar með trefjaefnunum ásamt ýmsum öðrum mikilvægum næringar- efnum og vítamínum. Á þessari öld hafa hvítt hveiti og sykur hætt að vera hnossgæti hinna ríku en eru orðin ein aðaluppistaða almúgafæðis á Vesturlönd- um í dag. Hvítt hveiti og sykur eru algengustu dæmin um svokölluð fínunnin kolvetni, sem innihalda eðlilegt hlut- 10

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.