Bræðrabandið - 01.03.1978, Side 15

Bræðrabandið - 01.03.1978, Side 15
FRÉTTIR STÓRA VIKAN Fórn stóru viku verður hvíldardaginn 25.mars. Sérstök umslög fylgja blaðinu og eru þau ætluð þessari fórn. Verkefni það sem nýtur góðs af fórninni er Techiman-skólinn fyrir stúlkur í Ghana. Lesið grein um skólann annars staðar í blaðinu. TÓNLEIKAR Áformað er að kirkjukór Reykjavíkur- safnaðar flytji kantötxina Frá Olíufjall- inu til Golgata í Aðventkirkjunni í Reykjvík á föstudaginn langa. Kantatan verður sungin á ensku, þannig var hún samin. íslensk þýðing mun fylgja dag- skrá. BINDINDISSTARF í október 1977 var haldið fyrir almenning námskeið til að hjálpa fólki að hætta reykingum. Tvö önnur námskeið hafa verið haldin síðan og er því síðara nýlokið. Voru þau bæði haldin í skólum í Reykjavík fyrir nemendur og kennara. Öll þessi námskeið tókust vel og reynd- ust hjálp fyrir þá sem þau sóttu. ÆSKULÝÐSSTARF Nýlokið er bænaviku á Hlíöardals- skóla. Ræðiimaður var J.Huzzey æsku- lýðsleiðtogi frá Bretlandi. Bænavikan reyndist mörgum mikil blessun enda flutti ræðumaður athyglisverðan boðskap. Bænavikan er ein af blessunum aðvent- skólans - blessun sem börnin okkar mega ekki fara á mis við. Um svipaö leyti hélt J.Huzzey sam- komu og umræðufund með ungu fólki í Reykjavíkur kirkju. Einnig var sér- stakur fræðslufundur haldinn fyrir skátaleiðtoga og stjórnir ungmenna- félaga. BASAR BARNASKÓLA í REYKJAVÍK Ákveðið hefur verið að halda basar 19.mars til ágóða fyrir barnaskóla að- ventista í Reykjavík. Tekið verður á móti munum svo og kökum að morgni 19. mars, einni á skrifstofunni Ingólfs- stræti 21. ÚTGÁFUSTARFIÐ Verið er að þýða tvær bækur eftir E.G.White, daglegar hugleiðingar sem reynt verður að koma út fyrir árslok og Desire of Ages sem fjallar um ævi Krists. VeriÖ er að prenta 8. bindi af Sögum Biblíunnar sem mun koma fyrir vorið. Einnig er unnið stöðuglega við nýja sálmabók. UNGMENNAMÓT Mótið verður 30.júní til 7.júlí sennilega að Hlíðardalsskóla en staður hefur þó ekki endanlega verið ákveðinn. SUMARMÓT verður haldið að Hlíðardalsskóla og hefst föstudaginn 7.júlí og stend- ur yfir hvíldardag og sunnudag. Mótið verður í beinu framhaldi af ungmenna- mótinu. TRÚBOÐSSVÆÐI ENDURVEKJA TJALDBÚÐASAMKOMU 1 fyrsta sinn í mörg ár héldu Sabah og Taiwan trúboðssvæðin í Suð-Austur Asíu og Suður-Kína tjaldbúðasamkomur nú á umliðnu sumri. Taiwan tjaldbúða- samkoman var haldin á Taiwanskóla aðventista. Fimm hundruð voru við- staddir. L.R.Colburn, forseti Suður- Kína eyjasambandsins og M.Y.Hsiao forseti Taiwantrúboðsins stjórnuðu mótinu og auk þess tóku ritarar margra BRÆÐRABANDIÐ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason. Útgefendur: Aöventistar á íslandi. 15

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.