Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 11 Dæmdurfyrir hálft gramm Héraðsdómur Austur- lands dæmdi á dögunum ungan Reykvíking, Kjartan Guðmunds- son, fyrir að hafa í fórum sínum samtals hálft gramm af grasi, maríjú- ana, og rúmt hálft gramm af tóbaksblönduðu grasi í tvö skipti þegar húsleit var gerð í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka. Kjartan mætti ekki fyrir dóminn en fékk 56 þúsund króna sekt fyrir að eiga efti- in, sem fullvíst má teíja að hafi verið til eigin neyslu. Ennffemur var lagt hald á topp úr topplyklasetti og reykjarlón sem útbúið hafði verið úr gosflösku. Þrengt að Fjölbraut Skólameistari Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi segir að svo virðist sem yf- irvöld hafi ákveðið að fækka nem- endum skólans þrátt fyrir aukna aðsókn. Þetta kemur fram í árs- skýrslu skólans fyrir árið 2004. Bæjarráð Akraness hefur sent þingmönnum og menntamálaráðherra skýrsluna og bent sérstak- lega á að skólinn hafi ekki fengið uppgjör fýrir 564 ársnemendur sem í skólan- um voru í fyrra, heldur að- eins fyrir 544 ársnemendur. Skorað er á þingmenn og ráðherra að sjá til þess að staðið verði við þá samn- inga sem gerðir hafi verið. Systir Maríkó selur píanóverk Mamiko Dís Ragnars- dóttir hefur sent frá sér þrjú píanóverk en þau má finna og kaupa á tónlistarvefn- um tonlist.is. Þessi ungi Reykvíkingur er japönsk-íslenskættuð og er yngri systir Mariko Mar- grétar sem er sjónvarps- áhorfendum Skjás eins að góðu kunn. Lögin þrjú heita Söknuður, Dögun og Vals í d-moll og eru öll frumsamin verk eftir Mam- iko Dís. Hún hefur lært klassískan píanóleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og gerir enn eftir því sem ff am kemur á tonlist.is Frjálshyggju- félagið mót- mælir „Við erum al- deilis ekki sáttir við þessar hug- myndir," segir Gunnlaugur Jóns- son hjá Frjáls- hyggjufélaginu um hugmyndir um breytingar á fjarskipta- lögum þar sem lagt er til að fjarskiptafyrirtækjum verði skylt að halda skrá um not- endur. Gunnlaugur segir að líkja megi hugmyndunum við að venjuleg samtöl fólks í heimahúsum og manna- ferðir séu skrásettar af rík- inu. Eini munurinn sé sá að það sé auðveldara tækni- lega að svo stöddu að skrá- setja fjarskipti en önnur samskipti. Tillögur meirihluta sjálfstæðismanna í Ölfusi um kennslustundir sæta harðri gagn- rýni frá Baldri Kristjánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og sóknarpresti í Þorlákshöfn. Baldur segir bæinn skera niður tímafjölda hjá þeim sem minnst mega sín; fötluðum, þroskaheftum og nýbúum. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri segir gagnrýni Baldurs á misskUningi byggða. Prestnr til varnar nýbúum og löfluðum í Þurlákshöfn Harðar deilur urðu um nýja skipan kennslumála í bæjarstjórn Þorlákshafnar. Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorláks- höfn og bæjarfulltrúi framsóknarmanna, segir tillögur meirihluta sjálfstæðismanna bima fyrst og fremst á fötluðum nemendum með alvarleg náms- eða hegðunarvandamál og nýbúum. „Það er auðvitað nauðsynlegt að spara og það kann að vera nauðsyn- legt að skera niður. En allt vinnuferl- ið í þessu máli er afar sérkennilegt og ekki til þess fallið að skapa ein- ingu enda niðurstaðan ekki ásætt- anleg," segir Baldur Kristjánsson sóknarprestur í bókun sinni á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Á fundinum var jafhframt lagt fram bréf frá kennararáði grunn- skólans þar sem mikilli óánægju og áhyggjum yfir nýja skipulaginu er lýst yfir. Bitnar á nýbúum Ólafur Aki Ragnarsson, bæjar- stjóri í Þorlákshöfn, segir nýja skipu- lagið snúast um reglur um kennslu- stundafjölda. „Þetta gengur út á hver hámarksnemendafjöldi á að vera í bekk og hvemig ferillinn á út- hlutun á kennslustundum á að vera,“ segir Ólafur. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarfulltrúi Ölfuss Segir gagnrýni Baldurs á misskilningi byggöa. „Þar er þeirri skoðun lýst umbúðalaust að niðurskurðurinn muni bitna fyrst og fremst á fötluðum nemendum með alvarleg náms- eða hegðunarvanda- mál og erlendum nemendum skólans," Hann segir málefhi nýbúa eða fadaðra ekki blandast inn í málið. „Þetta eru aðeins reglur til að vinna eftir," segir hann. Bara reglur Reglumar sem um ræðir snúa að skilvirkari úthlutun á kennslu- stundaíjölda. Þannig þurfa skóla- yfirvöld að sækja sérstaklega um aukaúthlutun, til dæmis fyrir nýbúa- ffæðslu. Fræðsluráð bæjarins tekur þær umsóknir fyrir og ákveður hvort veittir verði aukatímar eftir rök- stuðning og útreikning á kostnaði. Með þessu vill bærinn fá betri yfir- sýn um rekstur skólans, auðvelda áætlanagerð og skapa skilvirkari stjórnsýslu. Prestur bókar í bókun séra Baldurs gagnrýndi hann að ekki hefði verið gefinn nægur tími til að ræða nýju tillög- una, fjölmargt lægi á huldu, til dæm- is hvað fælist í því að skera nýbúa- fræðslu niður um 25%. „Ég vek athygli á bréfi kennara- ráðs sem er á dagskrá þessa fundar, þar er þeirri skoðun lýst umbúða- laust að niðurskurðurinn muni Nýbúar á íslandi Mikillfjöldi nýbúa er I Þorlákshöfn ogganga samskipti þeirra við heimamenn ekki átakalaust fyrirsig. bitna fyrst og fremst á fötluðum nemendum með alvarleg náms- eða hegðunarvandamál og erlendum nemendum skólans," segir í bókun Baldurs. Mikið er af nýbúum í Þor- lákshöfn. Hafa samskipti þeirra og innfæddra ekki gengið snurðulaust fyrir sig. DV greindi frá því á dögun- um þegar Pólverji réðist á Þorlákshafnarbúa og stakk með hníf. Ástæðuna sagði hann vera kynþáttahatur heimamanna. Tekistá Séra Baldur Kristjánsson var ekki eins harðorður í garð meirihluta sjálfstæðismanna þegar DV náði tali af honum og í bókun sinni á bæjaráðsfundi. Baldur sagði það hlutverk minnihlutans að gagnrýna tillögur mál- efnalega. „Menn tókust áumhvortíþess- um nýju tillögum fælist niður- skurður sem ég var hræddur um á fundinum. Nú hafa fulltrúar meirihlutans fullviss- að okkur um að þetta sé ekki nið- urskurður þó vissulega hafi litið út fyrir það.“ simon@dv.is Baldur Kristjánsson sóknarprestur i Þorlákshöfn og bæjarfulltrúi Segir mðurskurð bæjarins bitna á nýbúum. József Kozma var handtekinn með metmagn kókaíns innvortis Ungverski kókaínsmyglarinn fyrir dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur var í gær þingfest mál ríkissaksóknara gegn József Kozma, ungverskum rikisborgara sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli með tæpt kfló af kókaíni falið innvortis 30. desember síðastliðinn. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma enda hafði aldrei jafn mikið af efnum fundist í manni hér á landi. Til að mynda var Vaidas Jucevicius með mikið minna magn innvortis þegar efnin stífluðu iður hans með þeim afleiðingum að hann dó. Vitað er til að József Kozma, sem vann sem barþjónn á Kanaríeyjum áður en hann kom hingað til lands, átti I miklum erfiðleikum með að halda kókaíninu í líkamanum og þurfti að gleypa aftur um 300 grömm eftir að þau höfðu skilað sér gegnum meltingarveginn. Meira að segja virðist sem hann hafi gengið örna sinna í flugvélinni á leiðinni til landsins og gleypt efnin aftur. Stuttu eftir að József var gripinn á Keflavíkurflugvelli var Nígeríumað- ur handtekinn og dæmdur í gæslu- varðhald grunaður um tengsl við smygl Józsefs. Nígeríumaðurinn var stöðvaður við komuna til landsins með 670 grömm innvortis. „Það er ljóst af framburði Kólca/n í smokkum Eitt klló afkókalni fannst á Józset Kozma þegar hann var handtekinn á Keflavlkurflugvelli. Voru öll efnin falin innvortis. mannsins að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann flytur fíkniefni með þessum hætti á milli landa," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli, skömmu eftir að József Kozma var handtek- inn. Jafnrétti sagt í ólestri m „Allt þetta kjörtímabil hafa jafnréttismál verið afgangs- stærð,“ segja fulltrúar B-lista og G-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar: „Með sama áframhaldi verður jafnréttisáætlun bæjarins lftið meira en rykfallið plagg og sýnir að núverandi meirihluti hefur ekki áhuga á að bærinn starfi í anda áætlunarinnar." Bæjarfúll- trúar meirihluta Sjálfstæðisflokks segja ýmislegt hafa verið gert í jafhréttismálum: „Hefur meðal annars verið lögð rik áhersla á að allar nefndir bæjarfélagsins til- einki sér skipulagða og markvissa vinnu í jafnréttismálum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.