Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Side 31
DV Hér&nú
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 31
íklega
Við höfum að sjálfsögðu bullandi trú á að
Selma fari upp úr undanúrslitakeppninni í
Eurovision. Veðbankar og netsíður ýmiss konar
helgaðar keppninni eru á sama máíi.
Sterkt lag
Einn frægasti Eurovision-pælarinn er Graham
Soult. Hann spáir fyrir um úrslit á heimasíðunni
sinni og segir um fulltrúa íslands: „ísland kemur
á eftir hollenska laginu svo við höfum tvo sterk-
ustu fulltrúa undanúrslitanna hlið við hlið. Lögin
eru þó það ólík að hvorugt þarf að gjalda fyrir það
að vera flutt svona nálægt hvort hinu. Lag Selmu
er sterkt og henni gekk vel í Eurovision síðast. Það
verður því mjög óvænt ef hún kemst ekki upp úr
undanriðlinum." Lesendur Grahams em honum
flestir sammála, en einstaka maður er með leið-
indi og finnst lagið of líkt einhverju með Brimey
Spears.
Veðbankar og netkannanir sammála
Kannanir á netinu staðfesta þann byr sem
Selma er með. Lagið er víðast talið líklegast til
að komast upp úr undanriðlinum og sumar síð-
ur ganga jafiivel það langt að spá Selmu sigri.
Hinir frægu veðbankar em líka famir að taka við
veðmálum um Eurovision-keppnina. Hjá
Centrabet er Selma í þriðja sæti á eftir Noregi,
sem er spáð sigri, og Grikldandi, en hjá Reada-
bet sem safnar saman niðurstöðum frá fimm
veðbönkum er Selma í fimmta sæti, en Grikkj-
um er spáð sigri. Að þessu sögðu megum vuð
alveg fara að undirbúa tvö Eurovision-partí í
maí. Fyrsta partíið verður fimmtudaginn 19.
maí þegar Selma burstar undanriðilinn og svo
verður aðalpartíið laugardaginn 21. þegar
Selma slær f gegn og vinnur Eurovision.
Hmm... hefur þetta kannski heyrst einhvern
tímann áður?
Elton gjaímildur Nýtt andlit L'Oreal
Elton John gaf alls um 22 milljónir punda til góð-
gerðarmála á síðasta ári sem gerir hann að gjaf-
mildasta manni tónlistarbransans. Þetta er um
12% af auðævum hans og voru gjafirnar til
stofnana tengdum baráttunni gegn alnæmi,
læknavísindum, börnum og tónlist.
Söngkonan Gwen Stefani hefur ver-
ið valin best kiædda kona heims af
tlskutímaritinu Harpers & Queen.
Þar með sló hún við Kate Moss sem
sigraði I fyrra. Moss varð að sætta
lædda kona
sig við þriðja sætið en Dita Von
Teese, kærasta Marilyns Manson,
varð I öðru sæti. Sienna Miller varð í
þvl fjórða og Cate Blanchett náði
sjötta sætinu.
Eva Longoria, sem leikur í Aðþrengd-
um eiginkonum, verður næsta andlit
L'Oreal. Leikkonan glæsilega hefur skrif-
að upp á samning sem metinn er á 115
milljónir króna við snyrtivörurisann. Þar
með fetar Eva í fótspor kvenna á borð við
Jennifer Aniston, Beyoncé og Natalie
Imbruglia.
'í&W.
Selma Með góðan
byr í Eurovision.
§P
44 dagar eru í
undankeppnina í
Eurovision. Sigur-
líkur Selmu er all-
nokkrar sé miðað
við umræðuna á
netinu og spár
veðbanka.
am
mm.
:
Úlfur Chaka Karlsson, söngvari og
myndlistarmaður, er 29 ára I dag. „Dula
umlýkur þennan mann. Hann
leyfir ekki hverjum sem verð-
ur á vegi hans að kynnast sér
náið. Hann er góð manneskja
og mjög dreyminn. Hann virð-
ist eflaust skrýtinn I augum
sumra en það er eingöngu
misskilningur þeirra sem
þekkja hann ekki," segir I
stjörnuspá hans.
'úlfur Chaka Karlsson
Vatnsberinn gojan.-u. tebr.i
Llttu vandlega I kringum þig
næstu daga og athugaðu hvenig landið
liggur. Ef þú heldur báðum fótum niðri á
jörðlnni og tekur mark á tilfinningum
þínum og þrám munu þrár þínar til
langs tlma rætast svo sannarlega.
.Æ Fiskarnir (i9.febr.-20.nars)
Stjarna fiska býr yfir góðum
heilindum sem birtast sjaldan á þessum
árstíma (apríl).
Hrúturinn (2i.ims-i9.mú)
Þakkaðu I auknum mæli fyrir
það sem þú færð daglega og sjá, hlutirn-
ir reynast auðveldari. Fólki fæddu undir
stjörnu hrútsins finnst jafnvel þessa dag-
ana að öðrum sé meira gefið en því
sjálfu en þannig er það ekki heldur er
hér einungis á ferðinni þín eigin llðan.
NaUtÍb (20.april-20.mt)
Gleymdu ekki að gleðja þá sem
I kringum þig eru því þannig eflir fólk
eins og þú eigið karma á mjög jákvæðan
máta. Sama hve lítinn tíma þú hefur fyrir
fólkið sem þú elskar eða félaga ættir þú
að reyna að gefa eitthvað af þér án þess
að fara fram á eitthvað I staðinn.
V\bmm\\ (21.mal-21.júní)
Losaðu þig við ákveðnar skoð-
anir sem þú virðist ómeðvitað halda
fast I af einhverjum ástæðum. Lærðu að
þekkja þig og langanir þlnar.
Krabbinn(ajiim-22/ii)ð
Hæfileiki þinn til að leggja
mikið á þig birtist.
\.\6n\b 123. júli-22.ágúst)
Aðeins hjarta þitt veit rétta
svarið en hjarta Ijónsins hefur ágætt
innsæi og skynjar það sem rétt er. Hér
birtist fortíð þín þar sem þú virðist vera
fastur/föst I liðnum atburðum. Þessi
umtalaöa llðan er val af þinni hálfu
(stundum þarf að taka á honum stóra
sínum til að halda ótrauður áfram og
breyta reynslu sinni I ávinning fyrir sam-
ferðamenn og ekki síður sjálfið).
Meyjangj.dgto-22-apr.j___________
Alls ekki leyfa þversögnum að
hafa áhrif á Itðan þína þegar skoðanir
annarra koma fram í dagsljósið og
mundu að sérviska þýðir að hafa sér-
staka visku. Reyndu að sjá líf þitt (raun-
særra Ijósi með því að skoða það utan
frá.
Vogin (23.sept.-23.okt.)
Vogin birtist hörundssár um
þessar mundir. í hvert sinn sem þú
mætir mótstöðu er þér ráðlagt að átta
þig sem fyrst á þeirri staðreynd að þeg-
ar þú gengur sem harðast fram verður
mótstaðan öflugri.
Sporðdrekinn (2ukt.-21.n0v.)
Gleymdu ekki að kapp þitt
getur snögglega snúist yfir í fljótræði
eða ráðleysi og því ættir þú að undir-
búa þig vel fyrir næsta skref sem þú ert
um það bil að stíga.
Bogmaðurinn(22./Miv.-2i.</esj
Framkvæmdagleði á vel við
stjörnu bogmanns sem er sannarlega já-
kvætt ef þú ert meðvitaður/meðvituð
um það og nýtir hana þér til framdráttar.
Steingeitin (22. fe-?9.janj
Hér umlykur öryggi og ástúð
hjarta þitt þar sem þú virðist
njóta þín mjög vel.
SPÁMAÐUR.IS