Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005
Menning DV
Tvaer snallar tón-
listarkonur spila
norðan og sunnan
í vikunni.
Edda og
Bryndís
Þær stöllur Bryndís Halla Gylfa-
dóttir sellóleikari og Edda Erlends-
dóttir píanóleikari verða á ferðinni
næstu daga, halda tónleika fyrst á
Hvammstanga á fimmtudag 7.
apríl og í Salnum á Tíbrárhljóm-
leikum við nýtt tungl þann 10.
apríl. Spor þeirra liggja víðar: nýút-
kominn diskur þeirra með verkum
eftir Kodaly og fleiri hlaut nýlega
íslensku tónlistarverðlaunin og
munu þær spila sömu verk á báð-
um þessum tónleikum.
Þær eiga langt samstarf að baki
og hafa leikið saman á Listahátíð, á
Kammertónleikum á Klaustri sem
Edda er upphafsmaður að, í Saln-
um og Iðnó, í París og víðar í Frakk-
landi. Efiiisskrá þeirra er þessi:
Ævintýri eftir Leos Janacek, sónata
nr. 2 op. 26 eftir George Enescu og
sónata op.4 eftír Zoltan Kodaly; og
að síðustu Tilbrigði við slóvneskt
stef eftír Bohuslav Martinu. öll eru
verkin eftir stórmeistara Mið-
Evrópu. Þau voru öll uppi á tímum
þjóðlegrar vakningar og sóttu inn-
blástur í alþýðutónlist landa sinna.
Verkin bera þess merki, hvert á
sinn hátt með dansandi hljómfalli
og tregablöndnum laglínum.
Bryndís Halla Gylfadóttír selló-
leikari hlaut í febrúar íslensku tón-
listarverðlaunin sem flytjandi árs-
ins. Hún hefur verið virkúr hljóð-
færaleikari á íslandi um árabil
bæði sem einleikari, í kammertón-
list og sem leiðandi sellóleikari
Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hún
er meðlimur í Tríó Nordica, Ethos-
kvartettinum, Caput og kammer-
hópnum Le Grand Tango. Hún
heldur einnig reglulega tónleika
með Tríó Izumi Tateno.
Leik Bryndísar Höllu er að
finna á fjölda geisladiska og hlaut
diskur hennar og Steinunnar
Birnu Ragnarsdóttur „Ljóð án
orða“ íslensku tónlistarverð-
launin árið 1998.
Edda Erlendsdóttir píanóleikari
býr og starfar í París og er virk í tón-
listarlífinu á íslandi. Hún er með-
limur í kammerhópnum Le Grand
Tango sem undir stjóm Oliviers
Manoury hefur sérhæft sig í flutn-
ingi á argentískum tangó. Edda
hefur gert fjölda upptökur fyrir
bæði fyrir hljóðvarp og sjónvarp.
Hún hefur gefið út geisladiska með
píanóverkum eftir C.P.E.Bach,
Tchaikovksky, Grieg og Haydn sem
hlotið hafa viðurkenningu og lof
gagnrýnenda.
Valdið er frekar greint
Sagnfræðingafélagið heldur
áfram hádegishjali í Norræna
húsinu og f dag kl. 12.05 heldur
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
sagnfræðingur og menntunar-
fræðingur eríndi sem hann nefn-
ir Valdið í orðræðunni: áhrif
sagnfræðingsins Foucaults í
menntunarrannsóknum.
Meginefni erindisins er um
hugtök og álitamál í greiningu á
orðræðu og rannsóknum á vald-
inu sem felst í orðræðu. Rætt
verður um muninn á opnu valdi,
samsæri og valdi sem felst í eigin
ögun, t.d. í því þegar starfsmenn
ríkisstofnana taka upp hug-
myndir um kostnaöarvitund og
reiknilíkön og gera að sínum á
beinan eða óbeinan hátt og
reyna aö spara fýrir okkur skatt-
greiðendur. Sérstök áhersla er
lögð á samspil þessara tegunda
valds og rökstutt að valdið í orð-
ræðunni felist í því samspili.
Einnig verður rætt um nokkur
álitamál um hvernig orðræða er
greind, einkum á hvern hátt er
hægt að velja skjöl. Þá verður
fjallað um hvemig hugtakið
atburður er notað í orðræðu-
greiningu og grein-
ingu á valdi. Iföfundur
notar allmörg dæmi úr
eigin rannsóknum á
menntamálaorðræðu
og náttúruvemdarorð-
ræðu og segir frá áhrifum tveggja
nýlega skýrslna frá Ríkisendur-
skoðun á umræður um undir-
búning nemenda í kennaranámi,
einkum hvernig skilvirknihugs-
un skýrslnanna mótar eigin
hugsunarhátt.
Fundurinn er öllum opinn
sem vilja heyra útleggingar Ing-
ólfs á hinum fræga, franska
heimspekingi og kenningasmið
en fundurinn hefst stundvíslega.
Foucault og
valdið í
skýrslugerð.
Þeir eru nítján sem sækja um starf safnstjóra hjá Listasafni Reykjavíkur, eina
valdamestu stöðu í myndlistarheimi landsins, vilja sumir meina. Starfið var aug-
lýst erlendis enda sækja sjö um frá útlöndum en heimamenn eru þrettán. Starfið
verður veitt á næstu vikum en nýr maður mætir í vinnu þann 1. júlí.
Courtauld-stofnuninni, sem er sjálf-
stætt starfandi listfræðingur og hefur
gefið út rit um búningasögu og ljós-
myndir.
Menntun og birt rit
Skilyrði auglýsingar voru að við-
komandi hefði „framhaldsmenntun
á háskólastígi sem tengist viðfangs-
efnum safnsins, þekkingu á myndlist
og reynslu af lista- og menningar-.
starfi auk reynslu og hæfileika á sviði
stjómunar, starfsmannahalds og
rekstrar. Jafnfiamt vom gerðar kröfur
um reynslu af alþjóðlegri samvinnu á
vettvangi myndlistar og að viðkom-
andi umsækjandi gerði grein fyrir
framtíðarsýn sinni fyrir Listasafn
Reykjavíkur."
Athyglisvert að hér er einkum litíð
til pröfa en ekki útgefinna rita um
myndlist en ekki mun hafa verið
óskað ritaskrár í umsókn samkvæmt
upplýsingum Signýjar Pálsdóttur
sviðstjóra menningarskrifstofu borg-
arinnar. Ljóst er að hér er á ferðinni
fjöldi umsækjenda sem hefur hærri
gráðu en aðrir en á móti kemur að
hér em líka einstaklingar sem hafa
ríka þekkingu á íslensku myndlistar-
lífi (Halldór Bjöm) og aðrir með
mikla sýningarreynslu (Hannes). Þá
em hér konur sem hafa í lengri tíma
staðið fyrir rekstri deilda á stóm söfn-
unum íslensku (Rakel Pétursdóttir og
Ólöf).
Við viljum útlending
Það hefur verið sterkur orðrómur
að menningarráð hyggist h'ta til er-
lendra umsækjanda sérstaklega og
þar standi að baki metnaður til að
gera Listasafn Reykjavíkur þekktara á
erlendum vettvangi. Á hinn bóginn
má ljóst að erfitt verður fyrir gest-
komandi að átta sig á íslenskri mynd-
listarsögu og samþættingu hennar.
Ekki hefur hann erlend eða innlend
ritverk til að kynna sér íslenska
myndlist. Hann verður því alfarið að
reiða sig á ráðgjafa og síðan víðtæka
kynningu sem hann má ganga í
gegnum í vinnustofum starfandi
listamanna. Þá er einnig kyndugt að
lýst skuli eftir framtíðarsýn svipað og
gert var í auglýsingu Þjóðleikhús-
stjóra nýlega, rétt eins og handhafi
veitingarvaldsins sé ekki alveg klár á
því sjálfur hvert eigi nú að stefna í
rekstri stærsta listasafns landsins.
Vita þeir mikið um myndlist Stefán
Jón og Gísli Marteinn? Og fyrst þeir
verða að reiða sig á ráðgjafa í bak og
fyrir vaknar spumingin: Því er ekki
safnráð yfir safninu sem ræður
stjómandann? pbb@dv.is
Umsóknarfrestur rann út í lok
þriðju viku mars. Það er menningar-
og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar
sem fjallar um kandídata og mun
kalla þá sem til álita koma í viðtöl.
Það er ráðningarstofa sem greinir
hverjir það em sem standast hæfnis-
kröfur. Menningarráðinu til aðstoðar
er svo ráðgjafahópur en hann hefur
ekki verið skipaður. Samkvæmt ný-
samþykktum starfsreglum skal
hópurinn skipaður sviðstjóra menn-
ingarmála, fulltrúa frá stjómsýslu-
sviði, þriðja aðila ótengdum borginni
og jafnvel þeim fjórða sem yrði þá
einnig fagaðili.
Staðan var auglýst alþjóðlega og
sóttu alls 12 íslensldr og sjö erlendir
safiiStjórar, sýningarstjórar, lista-
menn og aðrir einstaklingar eftir
starfinu. Erlendu umsækjendumir
em starfandi í Evrópu, Bandaríkjun-
um, Kanada og Asíu.
Umsækjendur
Þeir sem sóttu um starfið em:
Aldo Castillo, MA f arkitektúr og graf-
ískri hönnun sem starfar sem sýn-
ingastjóri og gallerístjórnandi Aldo
Castillo Gallery í Chicago; Chus
Martinez, Ph.D. í listasögu og heim-
speki frá Barcelona, sýningastjóri og
gallerístjómandi Sala Rekalde í Bil-
bao á Spáni, Dieter Buchhart, Ph.D. í
listasögu og sýningarstjóri; Hafþór
Yngvason, MA í listasögu og for-
stöðumaður myndlistardeildar Lista-
ráðs Cambridgeborgar, Massachu-
setts, Halldór Bjöm Runólfsson, MA,
DEA lektor í listfræði við Listaháskóla
íslands sem hefur lengi starfað við
umfjöllun um íslenska myndlist og
gefið út rit um efnið; Hannes Sigurðs-
son, MA, safnstjóri Listasafns Akur-
eyrar sem staðið hefur fyrir þrótt-
miklu sýningarhaldi og útgáfu
sunnan og norðan heiða; Hilde
USTASAFN
Teerlinck, MA, forstöðumaður CRAC
Alsace (Centre régional d’art
contemporain); Kinga Araya, Ph.D. í
listffæði, háskólakennari við Háskól-
ann í Ottawa og myndlistarmaður;
Ktístinn E. Hrafnsson myndlistar-
maður í Reykjavík; Leonhard
Emmerling, Ph.D. sýningastjóri, for-
stöðumaður Kunstverein Ludwigs-
burg; Margrét Sigfúsdóttir, MFA frá
Parsons School of Design, myndlist-
armaður; María Rut Reynisdóttir, BA,
að ljúka framhaldsnámi hjá Ka-
osPiloteme í Árósum í stjórnunar-
fræði ; Njáll Sigurðsson, B.Sc. í al-
þjóðlegri markaðsfræði Fossberg,
verkstjóri; Ólöf Kristín Sigurðardóttir,
MA frá Art Institute Chicago, Lista-
safii Reykjavíkur, deildarstjóri
fræðsludeildar; Rakel Halldórsdóttir,
MLA frá Harvard, framkvæmdastjóri
Safnaráðs. Rakel Pétursdóttir, MA í
safnafræði frá Newcastle, deildar-
stjóri ffæðsludeildar á Listasafni fs-
lands; Rebekka Rán Samper, Ph.D,
MBA frá Barcelona, kennir við Há-
skóla íslands og myndlistarmaður;
Sólveig Þórisdóttir, BA, grafískur
hönnuður á Auglýsingastofu íslands,
Yean Fee Quay, MFA frá School of
Visual Arts sem starfar við rann-
sóknir, safhfræðslu og sýningastjóm;
Æsa Siguijónsdóttir, MA frá
Myndleiga um netið hófst í Danmörku í gær. Verður
slík þjónusta einhvern tíma hér í boði?
Leigjum mynd af netinu
Spanglish Hvenær verður
nýjasta myndin fdanleg á vefn-
um um leið og hún birtistlbíó?
ígær urðu nokkur tiðindi i fjölmiðlasögu
norrænna landa þegar gamli risinn i kvik-
myndaframleiðslu og dreifingu, Nordisk
Film í samvinnu við dönsku sjónvarpsstöð-
ina TV 2 hóf heimaleigu kvikmynda um
breiðband á netinu. Það er vefurinn
www.sputnik.dk sem þjónar þeim sem
leigja vill einhvern þeirra 275 titla sem i
boði eru afstórum myndabanka Nordisk
sem heitir þvi að innan tíðar verði enn fleiri
titlar í boði og fáanlegir nær samtíma þvi
að myndir komi i kvikmyndahús. Meðal
titla eru Bræðurnir sem hér voru sýndir á
danskri kvikmyndaviku, allar Olsen
Banden-myndirnar og talsvert magn
barnamynda.
Það þarf til adsl-linu sem flytur 1 mbs.
Myndin mun kosta á milli 20 til 45 kránur
danskar i leigu og er best að tengja heimilis-
tölvu við sjónvarpið til að njóta gæðanna,
segja þeir hjá TV-Sputnik sem er fyrirtækið
sem kemur með þessa nýjung á markað. Eins
og greint var frá á þessum siðum siðla árs i
fyrra hafa þeir Sputnikmenn á boðstólum
talsvert magn mynda og sjónvarpsþætti sem
þekktir eru afstöðvum TV2 og dótturfyrir-
tækjum þeirra: Charlie og Zulu.
Hafa þeir Nordiskmenn verið ánægðir
með áhorf um vefgátt á dagskrá vefsins.
Sagði talsmaður Nordisk i gær að tilrauna-
afgreiðsla með aðstoð fimmtiu heimila hafi
gengið vel. Efnisbankinn sem liggur til
grundvattar byggir á 25 sigildum dönskum
myndum, 45 titlum fyrir börn og unglinga
og 7 80 titlum frá bandarisku risunum sem
þýðir að Nordisk hefur náð samkomulagi
við kanann um verð. Fyrir örfáaum árum
kröfðust bandarísku fyrirtækin hárra trygg-
inga likt og þau gera i dreifingu i kvik-
myndahús. Verðkröfur og hár stofnkostn-
aður þjónustu afþessu tagi hefurhamlað
viðgangi hennar á norrænu svæðunum.
Er þess að vænta að þjónusta sem þessi
verði boðin hér á landi? Mikil tölvueign og
notkun ætti að ýta undir það. Þá er breið-
bandsuppbygging Simans beinlinis gerð til
að sinna slikri leigu. Á móti kemur að leigu-
markaður er óhemjusterkur hérá landi.
Diskvæðing er að útrýma spólumarkaðnum
og liklega mun diskurinn taka þeirra stað i
leigukerfinu. Stofnkostnaður við uppsetn-
ingu og rekstur þjóna fyrir dreifingu kvik-
mynda um netið er mikið mál og burðar-
getan verður að vera stöðug.
Ýmis merki eru uppi um að markaður
sækist frekar eftir kaupum á dvd-diskum en
leigu.Þaðerþá ekkert eftirsem mynd-
bandaleigufyrirtækin eiga sér til varnar
annað en þann sið islenskra að éta sælgæti
um leið og þeir horfa á bió. Samkeppni mun
þvi liklega lækka leigugjöld enn frekar og
myndleigurnar verða eins og kvikmynda-
húsin fyrirtæki sem lifa mest á sælgætis-
sölu.