Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Qupperneq 37
DV Lífíð ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 37 'mmm IsIlÍSÉ Nóg er á seyði hjá hljómsveitinni Hjálmum, m.a. tónleikar í Moskvu og í Færeyj- um. Mannabreytingar hafa orðið í sveitinni. Hiálmar orönir ! Hinir hálfsænsku Hjálmar „Kostar bara einhvern 20 þúsund kall að fíjúga til Svl- þjóðar." _____k Reggíhljómsveitin Hjálmar sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, „Hljóðlega af stað", í fyrra. Nú ber- ast þau tíðindi að trommarinn Kristinn Snær Agnarsson hafi sagt skilið við bandið. Of vinsæl hljómsveit „Ég hef engan tíma til að standa í að vera í svona vinsælli hijóm- sveit," segir Kristinn. „Þetta átti bara að vera lítið og nett „side- project" sem æfði kannski einu sinni í viku en varð svo svona vin- sælt. Það er auðvitað frábært en ég var samt ekki tilbúinn að leggja allt í sölurnar og fórna vinnunni fyrir reggíið." Kfistinmkennir í tónlistar- skóla Gar< iabæí ár oe segist ætla að skóla Garð|jE|é]ár og segist ætla að dútla í þyí-áft-spila djass meðfram kennsluruígp;/ ...og svo dúkkar maður kannski einhvern tímann upp í öðru bandi", segir hann. f stað hans er kominn Nisse Törn- qvist, sem er sænskur eins og bassaleikarinn Petter og hefur spil- að með honum í ýmsum verkefh- um í hartnær 15 ár. Einn Svíinn til er svo genginn í Hjálma, hann heit- ir Michael Svenson og spilar á org- el. Þorsteinn söngvari spilaði með þessum strákum þegar hann bjó í Svíþjóð svo þetta er eðlileg þróun. Guðmundur Kristinn gítarleikari segir það lítið máí að starfrækja svona sænsk/íslenska hljómsveit, énda kosti bara „einhvern 20 þús- und kall“ að fljúga til Svíþjóðar. Lítið planaðir og ekkert stress Hjálmar spila í afmælisveislu Megasar á fimmtudaginn og svo á Grand Rokki á laugardaginn. Á næstu mánuðum spilar sveitin svo í Malmö, Helsinki, Pétursborg og Moskvu, aö ógleymdu á G-festival- inu í Færeyjum. Hjá sænsku útgáfu- fyrirtæki er áhugi á að gera Hjálma- plötu. „Við förum í stúdíó á morgun og förum að kíkja á þetta," segir Guðmundur Kristinn og býst við að „sænska" Hjálma-platan verði með endurbættum lögum af síðustu plötu og nýju efni. „Samt erum við afskaplega lítið planaðir og þess vegna gætum við bara gert nýja plötu á íslensku í sumar. Við erum ekkert stressaðir yfir þessu." Síðasta verk trommarans Krist- ins Snæs með gömlu félögum sín- um var að spila inn á næstu sóló- plötu Rúnars Júlíussonar, „Blæ- brigði lífsins", sem kemur út á 60. afmælisdaginn hans 13. aprfl. Þá um kvöldið verður blásið til stór- tónleika sem hluti Hjálma mun taka þátt í. Hróarskelduhátíð- in skýrist á fimmtudaginn Á blaðamannafundi sem að- standendur Hróarskelduhátíðarinn- ar halda á fimmtudaginn verður dagskrá hátíðarinnar í ár endanlega gefin upp. Nú hafa um 50 atriði ver- ið birt en á fimmtudaginn munu rúmlega 100 nöfn bætast við. Leið- indaveður, stanslaus rigning og svað, einkenndi hátíðina í fyrra og voru uppi sögusagnir um að hátíðin yrði færð inn í hús í ár. Þetta er þvæla og eytt var tveimur milljón- um danskra króna í að endurgera hátíðarsvæðið og búa það undir hugsanlegan vatnselg. Liggja menn þó eflaust á bæn og vona að veður- guðirnir hagi sér vel í ár. Af þeim böndum sem nú þegar hafa verið gefin upp eru Green Day, Brian Wil- son og Black Sabbath feitustu bit- arnir. Þarna verða líka Foo Fighters, Duran Duran og Snoop Dogg, en þessar kempur má svo sem sjá á íslandi í sumar. Allt klárthjá Coldplay Bresku gulldrengimir í Coldplay hafa staðfest hvaða lög verða á næstu plötu sveitarinnar, X&Y. Þá hafa þeir einnig gengið frá útliti plötukápunnar sem minnir um margt á tölvuleikiim Tetris. Platan kemur út 6. júní næstkomandi. Chris Martin og félagar í Coldplay hafa frestaö því aö klára plötuna endanlega vegna pælinga sinna meö lagið Talk. Endanleg niður- staöa varð sú að það verður með á plötunni. Lögin á X&Y eru efdrfar- andi: Square One, What If, White Shadows, Fix You, Talk, X&Y, Speed Of Sound, A Message, Low, The Hardest Part, Swallowed In The Sea og Twisted Logic. Fyrsta smáskífan plötunnar er Speed of Sound og kemur hún út 23. maí. AFTUR TÓNLEIKAFÁR í ÁR ÍAIdrei hafa jafn margar erlendar hljómsveitir heimsótt Island og i fyrra. Heimsóknirnar verða kannski ekki alveg jafn tiðar i ár, en samt, það bætist stöðugt á listann og um siðustu helgi var tilkynnt um hvorki fleiri né færri en fimm nýjar heimsóknir. Lesendum til glöggvunar er listinn eins og hann liggur fyrir hér, en eflaust mun hann breyt- ast og stækka þegar á árið líður. Þannig hafa nöfn eins og Radiohead, R.E.M., Rolling Stones, Sonic Youth og AC/DC verið i umræðunni og liklegt að öll þessi bönd mæti á skerið fyrr en siðar! Foo Fighters Mætir aftur en nú með Queens ofthe | Stoneage með sér. Hvenær: Hvað: Hvar: 24. apríl Robert Plant & The Strange Sensation Laugardalshöll §5. maí The Shadows Kaplakríkí 27. maí Franz Ferdinand Kaplakriki |7. júnf Iron Maiden Egilshöll 30. júnf Duran Duran Egilshöll |5.júlí Foo Fighters / Queens of the Stone Age Egilshöll 7. júlí Velvet Revolver ? |17. júlí SnoopDogg ? 1 13. ágúst Alice Cooper Kaplakriki |1. sept. Joe Cocker Laugardalshöll 19-23. okt. Iceland Airwaves 101 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.