Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 3

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 3
I MRNfi-ÐflRBLFHÐ UM LflNDBÚNRÐ S Nr. 5 Reykjavík, maf 1945 XL. árg. Bráðadauði í kúm Eins og kunnugt er, hefir bráður kúa- dauði gert mjög vart við sig víða hér á landi undanfarin ár. Mest hefir borið á honum í kaupstöðum og kauptúnum og í nágrenni þeirra, en nú í seinni tíð einnig upp til sveita, eins og t. d. á Hólsfjöllum og víðar. Þessi kúadauði breiðist því út um fleiri og fleiri byggðir landsins, færist í vöxt, veldur miklu tjóni og er það mjög alvarlegt umhugsunarefni. Umræddur kúadauði lýsir sér þannig, að kýrnar, sem að því er virðist eru alheil- brigðar, detta snögglega niður, missa máttinn og bráðdrepast. Stundum mun bera eitthvað á krampa, en oft deyr skepn- an svo fljótt, að telja má líkast slagi. Stöku sinnum virðist vera hægt að sjá hræðslu eða óróleika í kúnum áður en þær drepast. Og ef kýrnar verða fyrir einhverri sérstakri áreynslu, t. d. leika sér mikið þegar þær eru fyrst látnar út að vorinu, þá er þeim hættar en ella viö því að detta dauðar niður. Innvortis athugun á kúnum leiðir í ljós, að lifrin er bólgin og blóðhlaupin og í mörgum tilfellum virðist hjartað vera lint og máttlaust, og hafa af því verið dregnar þær áyktanir, að hér sé um hjartasjúkdóm að ræða. En hvort útlit hjartans er afleiðing af hinum snögga dauða eða orsök hans, verður ekki sagt hér. Dýralæknum landsins hafa ekki verið ljósar orsakir kúadauðans, og hafa því ekki getað læknað eða komið í veg fyrir hann. Margar getur hafa komið fram um or- sakir kúadauðans. Almennt mun vera á- litið, að hér sé frekar um fóðurefnaskort að ræða heldur en smitandi bacteriu sjúk- dóm. Margir halda, að hann stafi af stein- efnaskorti (kalciumskorti), aðrir af bæti- efnaskorti; og enn aðrir af of mikili fóður- bætisgjöf og þá sérstaklega af of mikilli notkun eggjahvíturíks kjarnfóðurs1), eins og t. d. síldar- og fiskimjöls. Einnig er ný- ræktartaða, sprottin af útlendum áburði, af sumum talin valda kúadauðanum. Hér verður ekki leitt að því miklum getum, hvað veldur þessum dauða. Eins og ég mun síðar víkja að, er nú þeg- ar byrjað að rannsaka hann, og vonandi verður þeim rannsóknum ekki hætt fyrr en búið er að varpa ljósi yfir orsakir hans, og fundin verður örugg lækningaraðferð. Þar sem þessi kúadauði hefir valdið bændum mjög tilfinnanlegu tjóni og virð- U Sjá grein um bráðdauða í kúm eftir Sigurð Hlíðar yfiirdýralækni, í júlí-ágúst hefti Freys ár- ið 1944.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.